Hjartveikur maður býr í tjaldi í Hafnarfirði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. ágúst 2017 21:00 Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Þeir skipti hundruðum. Kjartan Theódórsson, hefur búið grænu tjaldi sem er staðsett á Víðistaðatúni ásamt unnustu sinni í tvo mánuði. Hann flutti í tjaldið eftir að hafa þurft að hætta að vinna eftir hjartaáfall. „Ég er bara tjaldbúi og bý í rauninni á götunni. Ég ákvað að fá mér tjald og búa í því í stað þess að vera undir runna,“ segir Kjartan. Hann segir að það hafi verið ógerlegt að finna leiguíbúð sem hann hafði efni á, hvað þá að geta greitt nokkurra mánaða tryggingu eins og flestir leigusalar krefjast í dag.Leigumarkaður í rugli „Leigumarkaðurinn er bara í einhverju rugli. Það er ekkert þak yfir honum og fólk sem er með rétt um 200 þúsund krónur á mánuði í tekjur, það getur ekkert farið að leigja tveggja herbergja íbúð á yfir 200 þúsund krónur.“ Kjartan hefur vakið nokkra athygli á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem hann deilir því hvernig er að búa í tjaldi. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og eru fylgjendur hans nú orðnir mörg þúsund. Þá er Kjartan nokkuð vinsæll meðal krakka í hverfinu sem koma oft við og spjalla við hann um lífið og tilveruna. „Nú er ég að reyna að ná til allra stjórnmálaflokka og býð mig fram í að fá fund með þeim. Ég fékk fund með Pírötum í gær og þar var mér boðið í mat á Alþingi. Þar áttum við mjög stóran og sterkan fund.“Óvíst hvar Kjartan verður í vetur Kjartan segir mikilvægt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Það séu fjölmargir í sömu sporum og hann. „Þetta skiptir tugum og jafnvel hundruðum sem ég veit að eru á götunum og eru að fara á götuna. Fjölskyldur og einstaklingar.“ Varðandi hvað Kjartan ætlar að gera í vetur segir hann að ef hann fái ekkert húsnæði verði hann á tjaldsvæðinu, sem verður þó einungis til 30. september. Eftir það verði hann að finna nýtt tjaldsvæði.Notendanafn Kjartans á Snapchat er iceman137413. Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Sjá meira
Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Þeir skipti hundruðum. Kjartan Theódórsson, hefur búið grænu tjaldi sem er staðsett á Víðistaðatúni ásamt unnustu sinni í tvo mánuði. Hann flutti í tjaldið eftir að hafa þurft að hætta að vinna eftir hjartaáfall. „Ég er bara tjaldbúi og bý í rauninni á götunni. Ég ákvað að fá mér tjald og búa í því í stað þess að vera undir runna,“ segir Kjartan. Hann segir að það hafi verið ógerlegt að finna leiguíbúð sem hann hafði efni á, hvað þá að geta greitt nokkurra mánaða tryggingu eins og flestir leigusalar krefjast í dag.Leigumarkaður í rugli „Leigumarkaðurinn er bara í einhverju rugli. Það er ekkert þak yfir honum og fólk sem er með rétt um 200 þúsund krónur á mánuði í tekjur, það getur ekkert farið að leigja tveggja herbergja íbúð á yfir 200 þúsund krónur.“ Kjartan hefur vakið nokkra athygli á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem hann deilir því hvernig er að búa í tjaldi. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og eru fylgjendur hans nú orðnir mörg þúsund. Þá er Kjartan nokkuð vinsæll meðal krakka í hverfinu sem koma oft við og spjalla við hann um lífið og tilveruna. „Nú er ég að reyna að ná til allra stjórnmálaflokka og býð mig fram í að fá fund með þeim. Ég fékk fund með Pírötum í gær og þar var mér boðið í mat á Alþingi. Þar áttum við mjög stóran og sterkan fund.“Óvíst hvar Kjartan verður í vetur Kjartan segir mikilvægt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Það séu fjölmargir í sömu sporum og hann. „Þetta skiptir tugum og jafnvel hundruðum sem ég veit að eru á götunum og eru að fara á götuna. Fjölskyldur og einstaklingar.“ Varðandi hvað Kjartan ætlar að gera í vetur segir hann að ef hann fái ekkert húsnæði verði hann á tjaldsvæðinu, sem verður þó einungis til 30. september. Eftir það verði hann að finna nýtt tjaldsvæði.Notendanafn Kjartans á Snapchat er iceman137413.
Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Sjá meira