Segir Woody Allen og Roman Polanski vera magnaða leikstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2017 20:48 Kate Winslet sagðist ekkert vita um málið. Vísir/getty Leikkonan Kate Winslet setur það ekki fyrir sig að leikstjórinn Woody Allen hafi verið sakaður um kynferðisofbeldi og tók þá ákvörðun að starfa fyrir hann því hann sé „magnaður leikstjóri.“ Allen var gefið að sök að hafa misnotað stjúpdóttur sína en saksóknari ákvað að gefa ekki út ákæru í málinu. Woody Allen segist aldrei hugsa um þær þungu sakir sem á hann voru bornar. Hann vill ekki tjá sig neitt frekar um ásakanirnar.Vísir/getty Aðspurð hvort hún hafi verið hikandi að taka að sér hlutverk í mynd Allens vegna þessa segist Winslet ekki hafa þekkt Allen áður. Leikkonan fer með aðalhlutverkið í nýjustu mynd Allens, Wonder Wheel en auk hennar leika aðrir þekktir leikarar í myndinni á borð við Justin Timberlake, Debi Mazar og Juno Temple. „Auðvitað hugsar maður um það en ég þekkti ekki Woody og ég veit ekki neitt um þessa fjölskyldu. Sem leikkona í myndinni verður maður að halda ákveðinni fjarlægð og segja sem er að ég veit í raun ekki neitt um þetta. Ég veit ekki hvort þetta sé satt,“ segir leikkonan í viðtali við New York Times um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Allens. Kate Winslet tók sérstaklega fram að Roman Polanski væri líka magnaður leikstjóri, spurð út í sína afstöðu til Allens.Vísir/getty Hún segist eftir nokkra umhugsun hafa ákveðið að leggja þessar hugsanir til hliðar og vinna með Woody. „Hann er magnaður leikstjóri,“ segir Winslet sem bætir við að sér þyki Roman Polanski einnig magnaður í sínu starfi en Polanski nauðgaði þrettán ára stúlku á áttunda áratugnum í Los Angeles. „Ég átti einstaka upplifun í vinnunni með þessum mönnum og það er sannleikurinn.“ Mál Woody Allen Tengdar fréttir Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03 Opið bréf Dylan Farrow vekur heimsathygli Virðingin sem Woody Allen nýtur í kvikmyndaiðnaðinum er lýsandi dæmi þess að samfélagið bregst ítrekað fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í opnu bréfi Dylan Farrow, dóttur Allens, sem birtist í The New York Times í gærkvöldi, en þar lýsir hún misnotkun af hálfu föður síns. 2. febrúar 2014 20:00 Tjáir sig ekki um bréfið frá Dylan Farrow Leikkonan Scarlett Johansson segir hegðun dóttur Woody Allen óábyrga. 17. mars 2014 19:30 Lena Dunham kemur Dylan Farrow til varnar Leikkonan tjáði sig um málið á Twitter í gær. 5. febrúar 2014 17:36 Woody Allen þvertekur fyrir að hafa misnotað dóttur sína Nú hefur Woody Allen gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertekur fyrir það að hafa misnotað dóttir sína. 2. febrúar 2014 23:20 Woody Allen mun svara ásökunum um kynferðisofbeldi Dóttir leikstjórans birti sláandi bréf á vef New York Times um síðustu helgi. 6. febrúar 2014 19:51 Segir Woody Allen hafa misnotað sig kynferðislega Dylan Farrow, dóttir bandaríska kvikmyndaleikstjórans, skrifaði opinskátt bréf á vef New York Times. 2. febrúar 2014 08:45 Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Leikkonan Kate Winslet setur það ekki fyrir sig að leikstjórinn Woody Allen hafi verið sakaður um kynferðisofbeldi og tók þá ákvörðun að starfa fyrir hann því hann sé „magnaður leikstjóri.“ Allen var gefið að sök að hafa misnotað stjúpdóttur sína en saksóknari ákvað að gefa ekki út ákæru í málinu. Woody Allen segist aldrei hugsa um þær þungu sakir sem á hann voru bornar. Hann vill ekki tjá sig neitt frekar um ásakanirnar.Vísir/getty Aðspurð hvort hún hafi verið hikandi að taka að sér hlutverk í mynd Allens vegna þessa segist Winslet ekki hafa þekkt Allen áður. Leikkonan fer með aðalhlutverkið í nýjustu mynd Allens, Wonder Wheel en auk hennar leika aðrir þekktir leikarar í myndinni á borð við Justin Timberlake, Debi Mazar og Juno Temple. „Auðvitað hugsar maður um það en ég þekkti ekki Woody og ég veit ekki neitt um þessa fjölskyldu. Sem leikkona í myndinni verður maður að halda ákveðinni fjarlægð og segja sem er að ég veit í raun ekki neitt um þetta. Ég veit ekki hvort þetta sé satt,“ segir leikkonan í viðtali við New York Times um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Allens. Kate Winslet tók sérstaklega fram að Roman Polanski væri líka magnaður leikstjóri, spurð út í sína afstöðu til Allens.Vísir/getty Hún segist eftir nokkra umhugsun hafa ákveðið að leggja þessar hugsanir til hliðar og vinna með Woody. „Hann er magnaður leikstjóri,“ segir Winslet sem bætir við að sér þyki Roman Polanski einnig magnaður í sínu starfi en Polanski nauðgaði þrettán ára stúlku á áttunda áratugnum í Los Angeles. „Ég átti einstaka upplifun í vinnunni með þessum mönnum og það er sannleikurinn.“
Mál Woody Allen Tengdar fréttir Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03 Opið bréf Dylan Farrow vekur heimsathygli Virðingin sem Woody Allen nýtur í kvikmyndaiðnaðinum er lýsandi dæmi þess að samfélagið bregst ítrekað fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í opnu bréfi Dylan Farrow, dóttur Allens, sem birtist í The New York Times í gærkvöldi, en þar lýsir hún misnotkun af hálfu föður síns. 2. febrúar 2014 20:00 Tjáir sig ekki um bréfið frá Dylan Farrow Leikkonan Scarlett Johansson segir hegðun dóttur Woody Allen óábyrga. 17. mars 2014 19:30 Lena Dunham kemur Dylan Farrow til varnar Leikkonan tjáði sig um málið á Twitter í gær. 5. febrúar 2014 17:36 Woody Allen þvertekur fyrir að hafa misnotað dóttur sína Nú hefur Woody Allen gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertekur fyrir það að hafa misnotað dóttir sína. 2. febrúar 2014 23:20 Woody Allen mun svara ásökunum um kynferðisofbeldi Dóttir leikstjórans birti sláandi bréf á vef New York Times um síðustu helgi. 6. febrúar 2014 19:51 Segir Woody Allen hafa misnotað sig kynferðislega Dylan Farrow, dóttir bandaríska kvikmyndaleikstjórans, skrifaði opinskátt bréf á vef New York Times. 2. febrúar 2014 08:45 Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03
Opið bréf Dylan Farrow vekur heimsathygli Virðingin sem Woody Allen nýtur í kvikmyndaiðnaðinum er lýsandi dæmi þess að samfélagið bregst ítrekað fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í opnu bréfi Dylan Farrow, dóttur Allens, sem birtist í The New York Times í gærkvöldi, en þar lýsir hún misnotkun af hálfu föður síns. 2. febrúar 2014 20:00
Tjáir sig ekki um bréfið frá Dylan Farrow Leikkonan Scarlett Johansson segir hegðun dóttur Woody Allen óábyrga. 17. mars 2014 19:30
Lena Dunham kemur Dylan Farrow til varnar Leikkonan tjáði sig um málið á Twitter í gær. 5. febrúar 2014 17:36
Woody Allen þvertekur fyrir að hafa misnotað dóttur sína Nú hefur Woody Allen gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertekur fyrir það að hafa misnotað dóttir sína. 2. febrúar 2014 23:20
Woody Allen mun svara ásökunum um kynferðisofbeldi Dóttir leikstjórans birti sláandi bréf á vef New York Times um síðustu helgi. 6. febrúar 2014 19:51
Segir Woody Allen hafa misnotað sig kynferðislega Dylan Farrow, dóttir bandaríska kvikmyndaleikstjórans, skrifaði opinskátt bréf á vef New York Times. 2. febrúar 2014 08:45