Enginn bauð í umdeilda framkvæmd við Birkimel Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 5. september 2017 13:44 Töluverð umferð er um Birkimel. Má það meðal annars rekja til þess að bæði Hótel Saga og Þjóðarbókhlaðan snúa að Birkimel. Vísir/GVA Birkimelur í Vesturbæ Reykjavíkur átti að vera færður í nýjan búning í sumar en þar stóð til að endurnýja göngu- og hjólastíg vestanmegin götunnar auk þess sem lýsing átti að vera endurnýjuð. Vegfarendur og íbúar við Birkimel hafa hins vegar tekið eftir því að ekki hefur verið grafin ein einasta hola í tengslum við framkvæmdina. Ástæðan er sú að enginn verktaki svaraði útboði Reykjavíkurborgar vegna framkvæmdarinnar. Sverrir Bollason, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur segir mikla þenslu á byggingamarkaði og magn framkvæmda valda þessari stöðu. „Í þessu árferði þá finnum við mjög vel fyrir þenslueinkennum. Við sem sitjum í umhverfis- og skipulagsráði við höldum utan um stefnumörkunina og höfum ákveðnar hugmyndir um hvar við við viljum setja niður betri göngutengingar og fleiri hjólastíga,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hér má sjá teikningar að fyrirhuguðum breytingum á Birkimel.Efla/ReykjavíkVerktakar geti forgangsraðað Hann segir að í einhverjum verkefnum á árinu hafi einfaldlega ekki gengið að fá viðunandi tilboð eða nokkuð tilboð í framkvæmdir. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt þegar maður er að reyna að ýta áfram þeim verkefnum sem þarf að klára en er kannski mjög lýsandi fyrir hvað það er rosalega mikið að gera í byggingabransanum. Það er verið að byggja alls staðar og verktakarnir geta aðeins forgangsraðað sínum verkefnum og valið stærri og einfaldari verkefni fram yfir minni eða flóknari verkefni. Ég átta mig ekki nákvæmlega á því hvað býr að baki.“ Hann segir dæmin fleiri en bara Birkimelur.Hér má sjá hvernig heildarkostnaðurinn við framkvæmdina skiptist niður í fyrstu.„Mig rekur minni til þess að hafa heyrt um verkefnið göngubrú yfir Breiðholtsbraut og svo lengingu á hjólastíg við Suðurlandsbraut sem átti að fara í en hefur ekki gengið eftir.“Hugmynd íbúa sem átti að verða að veruleika Hugmynd um að endurnýja gangstétt og gera hjólastíg við Birkimel kom frá íbúa í verkefninu Hverfið mitt í fyrra. Hlaut hugmyndin brautargengi í kosningunum og var valin til framkvæmda. Verja átti tíu milljónum til verkefnisins. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur ákvað hins vegar að bæta um betur og ráðast í fyrrnefndar framkvæmdir. Til dæmis átti að færa biðstöðvar Strætó við götuna, endurnýja gróður og lækka hámarkshraða úr 50 km/klst. í 30 km/klst.Framkvæmdin varð nokkuð umdeild þegar fregnir bárust af kostnaði við hana en kostnaðarmat við hana er 115 milljónir króna. Verkkostnaður er um 80 milljónir og ófyrirséður kostnaður um 16 milljónir. Þetta kom fram í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu fyrir Reykjavíkurborg.Uppfært 14:45: Upprunalega tillagan var samþykkt í Borgarráði þann 27. apríl og var þá gert ráð fyrir að framkvæmdin myndi kosta rúmar 115 milljónir. Á fundi borgarráðs viku síðar þann 4. maí voru lögð fram leiðrétt fylgiskjöl og ný hönnun þar sem fram kom að kostnaðarmat væri 45 milljónir. Var tillagan þá samþykkt með breytingum. Skipulag Tengdar fréttir 115 milljónir í hjólreiðastíg við Birkimel Núverandi ljósastaurum verður skipt út fyrir nýja og verður gatan þrengd til að fá pláss fyrir biðskýli strætó. Þrjár biðstöðvar eru við götuna. 1. maí 2017 07:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Birkimelur í Vesturbæ Reykjavíkur átti að vera færður í nýjan búning í sumar en þar stóð til að endurnýja göngu- og hjólastíg vestanmegin götunnar auk þess sem lýsing átti að vera endurnýjuð. Vegfarendur og íbúar við Birkimel hafa hins vegar tekið eftir því að ekki hefur verið grafin ein einasta hola í tengslum við framkvæmdina. Ástæðan er sú að enginn verktaki svaraði útboði Reykjavíkurborgar vegna framkvæmdarinnar. Sverrir Bollason, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur segir mikla þenslu á byggingamarkaði og magn framkvæmda valda þessari stöðu. „Í þessu árferði þá finnum við mjög vel fyrir þenslueinkennum. Við sem sitjum í umhverfis- og skipulagsráði við höldum utan um stefnumörkunina og höfum ákveðnar hugmyndir um hvar við við viljum setja niður betri göngutengingar og fleiri hjólastíga,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hér má sjá teikningar að fyrirhuguðum breytingum á Birkimel.Efla/ReykjavíkVerktakar geti forgangsraðað Hann segir að í einhverjum verkefnum á árinu hafi einfaldlega ekki gengið að fá viðunandi tilboð eða nokkuð tilboð í framkvæmdir. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt þegar maður er að reyna að ýta áfram þeim verkefnum sem þarf að klára en er kannski mjög lýsandi fyrir hvað það er rosalega mikið að gera í byggingabransanum. Það er verið að byggja alls staðar og verktakarnir geta aðeins forgangsraðað sínum verkefnum og valið stærri og einfaldari verkefni fram yfir minni eða flóknari verkefni. Ég átta mig ekki nákvæmlega á því hvað býr að baki.“ Hann segir dæmin fleiri en bara Birkimelur.Hér má sjá hvernig heildarkostnaðurinn við framkvæmdina skiptist niður í fyrstu.„Mig rekur minni til þess að hafa heyrt um verkefnið göngubrú yfir Breiðholtsbraut og svo lengingu á hjólastíg við Suðurlandsbraut sem átti að fara í en hefur ekki gengið eftir.“Hugmynd íbúa sem átti að verða að veruleika Hugmynd um að endurnýja gangstétt og gera hjólastíg við Birkimel kom frá íbúa í verkefninu Hverfið mitt í fyrra. Hlaut hugmyndin brautargengi í kosningunum og var valin til framkvæmda. Verja átti tíu milljónum til verkefnisins. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur ákvað hins vegar að bæta um betur og ráðast í fyrrnefndar framkvæmdir. Til dæmis átti að færa biðstöðvar Strætó við götuna, endurnýja gróður og lækka hámarkshraða úr 50 km/klst. í 30 km/klst.Framkvæmdin varð nokkuð umdeild þegar fregnir bárust af kostnaði við hana en kostnaðarmat við hana er 115 milljónir króna. Verkkostnaður er um 80 milljónir og ófyrirséður kostnaður um 16 milljónir. Þetta kom fram í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu fyrir Reykjavíkurborg.Uppfært 14:45: Upprunalega tillagan var samþykkt í Borgarráði þann 27. apríl og var þá gert ráð fyrir að framkvæmdin myndi kosta rúmar 115 milljónir. Á fundi borgarráðs viku síðar þann 4. maí voru lögð fram leiðrétt fylgiskjöl og ný hönnun þar sem fram kom að kostnaðarmat væri 45 milljónir. Var tillagan þá samþykkt með breytingum.
Skipulag Tengdar fréttir 115 milljónir í hjólreiðastíg við Birkimel Núverandi ljósastaurum verður skipt út fyrir nýja og verður gatan þrengd til að fá pláss fyrir biðskýli strætó. Þrjár biðstöðvar eru við götuna. 1. maí 2017 07:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
115 milljónir í hjólreiðastíg við Birkimel Núverandi ljósastaurum verður skipt út fyrir nýja og verður gatan þrengd til að fá pláss fyrir biðskýli strætó. Þrjár biðstöðvar eru við götuna. 1. maí 2017 07:00