Krefst tuga milljóna króna í skaðabætur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2017 13:33 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðstandendur Arnars Jónssonar Aspar krefjast tug milljóna króna í skaðabætur frá Sveini. Vísir Barnsmóðir og sambýliskona Arnars Jónssonar Aspar, sem lést í kjölfar stórfelldrar líkamsárásar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal í júní síðastliðnum, krefst hátt í 50 milljóna króna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests Tryggvasonar sem ákærður er fyrir líkamsárásina á Arnar. Annars vegar gerir konan kröfu upp á tæpar 30 milljónir króna og hins vegar upp á rúmlega 18 milljónir króna fyrir dóttur sína. Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur Sveini Gesti sem gefin var út á fimmtudaginn í liðinni viku. Þar segir jafnframt að móðir Arnars krefjist fimm milljóna króna í miskabætur og þá krefst faðir hans bóta vegna útfarar og svo miskabóta, samtals um 1,7 milljónir króna.Kafnaði af völdum samverkandi þátta Fyrir hönd eldri dóttur Arnars gerir svo barnsmóðir hans kröfu um miskabætur að fjárhæð fimm milljónir króna sem og bætur vegna missis framfæranda að upphæð 1,3 milljónir króna. Samtals nema skaðabótakröfurnar í málinu því rúmum 60 milljónum króna. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars. Í ákærunni segir að Arnar hafi látið lífið vegna þess að öndunarhæfni hans minnkaði mikið. Það olli svo því að hann kafnaði en kæfinguna má rekja til nokkurra samverkandi þátta, það er „einkenna æsingaóráðs, þeirrar þvinguðu frambeygðu stöðu sem hann var í með hendur fyrir aftan bak, þunga ákærða sem þrýsti á brjósthol hans aftanvert, hálstaks í langan tíma og mótspyrnu hans sjálfs,“ eins og segir í ákæru. Sama dag og ákæran var gefin út var Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. september næstkomandi. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Barnsmóðir og sambýliskona Arnars Jónssonar Aspar, sem lést í kjölfar stórfelldrar líkamsárásar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal í júní síðastliðnum, krefst hátt í 50 milljóna króna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests Tryggvasonar sem ákærður er fyrir líkamsárásina á Arnar. Annars vegar gerir konan kröfu upp á tæpar 30 milljónir króna og hins vegar upp á rúmlega 18 milljónir króna fyrir dóttur sína. Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur Sveini Gesti sem gefin var út á fimmtudaginn í liðinni viku. Þar segir jafnframt að móðir Arnars krefjist fimm milljóna króna í miskabætur og þá krefst faðir hans bóta vegna útfarar og svo miskabóta, samtals um 1,7 milljónir króna.Kafnaði af völdum samverkandi þátta Fyrir hönd eldri dóttur Arnars gerir svo barnsmóðir hans kröfu um miskabætur að fjárhæð fimm milljónir króna sem og bætur vegna missis framfæranda að upphæð 1,3 milljónir króna. Samtals nema skaðabótakröfurnar í málinu því rúmum 60 milljónum króna. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars. Í ákærunni segir að Arnar hafi látið lífið vegna þess að öndunarhæfni hans minnkaði mikið. Það olli svo því að hann kafnaði en kæfinguna má rekja til nokkurra samverkandi þátta, það er „einkenna æsingaóráðs, þeirrar þvinguðu frambeygðu stöðu sem hann var í með hendur fyrir aftan bak, þunga ákærða sem þrýsti á brjósthol hans aftanvert, hálstaks í langan tíma og mótspyrnu hans sjálfs,“ eins og segir í ákæru. Sama dag og ákæran var gefin út var Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. september næstkomandi.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00
Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09
Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04