Heimir: Vantaði alla skynsemi í liðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. september 2017 18:15 Heimir ásamt þjálfaraliði sínu fyrir leik. Vísir/Ernir „Þeir byrjuðu vel, náðu markinu sem þeir þurftu og fengu sjálfstraustið til að vinna þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í 0-1 tapi Íslands gegn Finnlandi í dag í samtali við RÚV eftir leik. „Við vissum að þessi leikur yrði erfiður og við mættum ekki af nægilegum krafti í byrjun hans. Við urðum undir í bardaganum og þrátt fyrir að við höfum unnið okkur betur og betur inn í leikinn þá dugði það ekki til.“ Heimir sagði pirring hafa truflað leikmenn sína í fyrri hálfleik. „Ég bað strákanna um að halda haus í hálfleik, við vorum orðnir pirraðir. Það vantaði alla skynsemi í okkur, bæði þegar kom að spili og dómgæslunni og ég sagði þeim að einbeita sér að því sem við ætluðum okkur að gera. Það gekk betur í seinni hálfleik og mér fannst mark liggja í loftinu en því miður kom það ekki,“ sagði Heimir en íslenska liðið fékk sex gul spjöld í dag. „Menn létu mótlætið, baráttuna í Finnum og dómgæsluna fara í taugarnar á sér. Þegar þú missir agann á þennan hátt þá hrannast upp spjöldin. Rúrik kom inn og gerði sóknarlega það sem við vildum en var afar óheppinn í seinna spjaldinu þar sem hann er að passa sig sérstaklega á að snerta hann ekki.“ Íslenska liðið gæti misst Úkraínu eða Tyrkland fram úr sér í kvöld en framundan er gríðarlega erfiður leikur gegn Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. „Við vissum það alltaf að við þyrftum að hugsa um alla þessa leiki sem úrslitaleiki. Þótt að við höfum ekki fengið stig í kvöld erum við enn í baráttunni, sérstaklega um annað sætið. Þetta voru vonbrigði og við felum það ekkert en við þurfum að fylgjast með úrslitum kvöldsins og vinna út frá því.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leik Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
„Þeir byrjuðu vel, náðu markinu sem þeir þurftu og fengu sjálfstraustið til að vinna þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í 0-1 tapi Íslands gegn Finnlandi í dag í samtali við RÚV eftir leik. „Við vissum að þessi leikur yrði erfiður og við mættum ekki af nægilegum krafti í byrjun hans. Við urðum undir í bardaganum og þrátt fyrir að við höfum unnið okkur betur og betur inn í leikinn þá dugði það ekki til.“ Heimir sagði pirring hafa truflað leikmenn sína í fyrri hálfleik. „Ég bað strákanna um að halda haus í hálfleik, við vorum orðnir pirraðir. Það vantaði alla skynsemi í okkur, bæði þegar kom að spili og dómgæslunni og ég sagði þeim að einbeita sér að því sem við ætluðum okkur að gera. Það gekk betur í seinni hálfleik og mér fannst mark liggja í loftinu en því miður kom það ekki,“ sagði Heimir en íslenska liðið fékk sex gul spjöld í dag. „Menn létu mótlætið, baráttuna í Finnum og dómgæsluna fara í taugarnar á sér. Þegar þú missir agann á þennan hátt þá hrannast upp spjöldin. Rúrik kom inn og gerði sóknarlega það sem við vildum en var afar óheppinn í seinna spjaldinu þar sem hann er að passa sig sérstaklega á að snerta hann ekki.“ Íslenska liðið gæti misst Úkraínu eða Tyrkland fram úr sér í kvöld en framundan er gríðarlega erfiður leikur gegn Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. „Við vissum það alltaf að við þyrftum að hugsa um alla þessa leiki sem úrslitaleiki. Þótt að við höfum ekki fengið stig í kvöld erum við enn í baráttunni, sérstaklega um annað sætið. Þetta voru vonbrigði og við felum það ekkert en við þurfum að fylgjast með úrslitum kvöldsins og vinna út frá því.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leik Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00