Einkunnir eftir tapið gegn Finnlandi: Raggi Sig bestur 2. september 2017 18:00 Byrjunarliðið í dag. vísir/getty Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Eina mark leiksins skoraði Alexander Ring úr stórbrotinni aukaspyrnu eftir átta mínútna leik. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins að Vísi, en hann átti fínan leik í vörn Íslands. Hér að neðan má sjá einkunnir og umsagnir. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Finnland:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5 Gat lítið sem ekkert gert í stórglæsilegu marki Finna. Bjargaði vel frá Markanen þegar hann komst í dauðafæri undir lok leiks.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Skilaði sínu eins og alltaf. Tekinn af velli eftir klukkustundaleik til að auka sóknarþungann.Kári Árnason, miðvörður 5 Skilaði boltanum mjög illa frá sér, sér í lagi í fyrri hálfleik. Traustur varnarlega.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 - maður leiksins Fínn leikur hjá Ragnari eins og allri vörninni.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Bjargaði vel frá Markanen í seinni hálfleik. Skilaði sínu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 4 Ágætur í fyrri hálfleik en afleitur í þeim seinni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Braut klaufalega af sér í marki Finna. Kom ekkert út úr honum sóknarlega. Náði ekki að fylgja góðri frammistöðu gegn Króötum eftir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 5 Reyndi að drífa íslenska liðið áfram. Var kominn út úr stöðu í aukaspyrnunni sem leiddi til marksins.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Kom ekkert út úr honum í sókninni.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 4 Hefur oft spilað betur. Íslenska liðið saknaði meira framlags frá sínum besta manni.Alfreð Finnbogason, framherji 4 Hélt boltanum illa þegar við reyndum að byggja upp spil með að finna hann í lappir. Fyrsta snertingin sveik hann of oft.Varamenn:Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Birki Má Sævarsson á 59. mínútu) 3 Bjargaði á marklínu skömmu eftir að hann kom inn á. Fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili, það fyrra þegar hann skafaði upp eftir Jóhann Berg og var því sendur í sturtu.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 59. mínútu) 5 Duglegur, en komst lítið í takt við leikinn.Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 88. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Eina mark leiksins skoraði Alexander Ring úr stórbrotinni aukaspyrnu eftir átta mínútna leik. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins að Vísi, en hann átti fínan leik í vörn Íslands. Hér að neðan má sjá einkunnir og umsagnir. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Finnland:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5 Gat lítið sem ekkert gert í stórglæsilegu marki Finna. Bjargaði vel frá Markanen þegar hann komst í dauðafæri undir lok leiks.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Skilaði sínu eins og alltaf. Tekinn af velli eftir klukkustundaleik til að auka sóknarþungann.Kári Árnason, miðvörður 5 Skilaði boltanum mjög illa frá sér, sér í lagi í fyrri hálfleik. Traustur varnarlega.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 - maður leiksins Fínn leikur hjá Ragnari eins og allri vörninni.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Bjargaði vel frá Markanen í seinni hálfleik. Skilaði sínu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 4 Ágætur í fyrri hálfleik en afleitur í þeim seinni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Braut klaufalega af sér í marki Finna. Kom ekkert út úr honum sóknarlega. Náði ekki að fylgja góðri frammistöðu gegn Króötum eftir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 5 Reyndi að drífa íslenska liðið áfram. Var kominn út úr stöðu í aukaspyrnunni sem leiddi til marksins.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Kom ekkert út úr honum í sókninni.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 4 Hefur oft spilað betur. Íslenska liðið saknaði meira framlags frá sínum besta manni.Alfreð Finnbogason, framherji 4 Hélt boltanum illa þegar við reyndum að byggja upp spil með að finna hann í lappir. Fyrsta snertingin sveik hann of oft.Varamenn:Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Birki Má Sævarsson á 59. mínútu) 3 Bjargaði á marklínu skömmu eftir að hann kom inn á. Fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili, það fyrra þegar hann skafaði upp eftir Jóhann Berg og var því sendur í sturtu.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 59. mínútu) 5 Duglegur, en komst lítið í takt við leikinn.Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 88. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00