„Þú myrtir þessa stelpu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 12:52 Grímur Grímsson mætir í Héraðsdóm Reykjaness í morgun. Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrði rannsókninni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen, kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag við aðalmeðferð málsins. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, óskaði eftir því að Grímur kæmi fyrir dóminn. Hann spurði fyrst út í myndbandsupptökur af rauðri Kia Rio-bifreið sem Thomas var með á leigu nóttina sem Birna hvarf en mikið magn blóðs úr Birnu fannst í bílnum við rannsókn lögreglu. Spurði verjandinn hvort að allt hafi verið reynt af lögreglu til að fá betur fram skýrleika myndbanda sem sýna bílinn á Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ laugardagsmorguninn 14. janúar. Sagði Grímur svo hafa verið og að lögreglan hefði verið sátt við skýrleika myndbandanna.Kvartaði hvernig talað var við hann Þá spurði Páll hvort að Grímur kannaðist við það að Thomas hefði kvartað yfir meðferðinni á sér. Kvaðst Grímur kannast við að hann hefði kvartað við einn af lögreglumönnunum sem komu að rannsókn málsins. Aðspurður hvort hann vissi yfir hverju Thomas hefði kvartað sagði Grímur: „Hann kvartaði ekki yfir meðferðinni heldur því hvernig talað var við hann.“ Páll spurði svo hvort að ákærði í málinu hafi mátt gera ráð fyrir því allan tímann að það væri til rannsakað til sýknu eða sektar. Svaraði Grímur því játandi. Páll vísaði þá í skýrslutöku yfir Thomasi þar sem lögreglumaður sagði eftirfarandi við hann: „Þú myrtir þessa stelpu og þú keyrðir með hana eitthvað og skildir líkið eftir.“ Var Grímur spurður hvort að þetta rímaði við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. Svaraði hann því til að verjandinn yrði að spyrja þann sem spurði spurningarinnar. Spurði Páll þá hvort það væru hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja að svo væri. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrði rannsókninni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen, kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag við aðalmeðferð málsins. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, óskaði eftir því að Grímur kæmi fyrir dóminn. Hann spurði fyrst út í myndbandsupptökur af rauðri Kia Rio-bifreið sem Thomas var með á leigu nóttina sem Birna hvarf en mikið magn blóðs úr Birnu fannst í bílnum við rannsókn lögreglu. Spurði verjandinn hvort að allt hafi verið reynt af lögreglu til að fá betur fram skýrleika myndbanda sem sýna bílinn á Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ laugardagsmorguninn 14. janúar. Sagði Grímur svo hafa verið og að lögreglan hefði verið sátt við skýrleika myndbandanna.Kvartaði hvernig talað var við hann Þá spurði Páll hvort að Grímur kannaðist við það að Thomas hefði kvartað yfir meðferðinni á sér. Kvaðst Grímur kannast við að hann hefði kvartað við einn af lögreglumönnunum sem komu að rannsókn málsins. Aðspurður hvort hann vissi yfir hverju Thomas hefði kvartað sagði Grímur: „Hann kvartaði ekki yfir meðferðinni heldur því hvernig talað var við hann.“ Páll spurði svo hvort að ákærði í málinu hafi mátt gera ráð fyrir því allan tímann að það væri til rannsakað til sýknu eða sektar. Svaraði Grímur því játandi. Páll vísaði þá í skýrslutöku yfir Thomasi þar sem lögreglumaður sagði eftirfarandi við hann: „Þú myrtir þessa stelpu og þú keyrðir með hana eitthvað og skildir líkið eftir.“ Var Grímur spurður hvort að þetta rímaði við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. Svaraði hann því til að verjandinn yrði að spyrja þann sem spurði spurningarinnar. Spurði Páll þá hvort það væru hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja að svo væri.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira