Fyrir hvern er þessi pólitík? Helga Vala Helgadóttir skrifar 18. september 2017 06:00 Enn einn ganginn er allt upp í loft í íslenskum stjórnmálum. Fyrir okkur sem höfum yndi af stjórnmálum er þetta eins og EM eða Eurovision er fyrir öðrum. Þetta er lota sem fær hjartað til að ólmast hraðar kroppnum og ferðirnar í heita pottinn verða tíðari. Þess vegna varð ég svolítið hugsi yfir spurningunni sem ég fékk um hvort það þyrfti ekki fleiri klukkustundir í sólarhringinn svo hægt væri að setja sig inn í þetta allt saman. Stjórnmálaáhugi og þátttaka á alls ekki að vera bara fyrir þá sem geta lúslesið allt, kynnt sér alla þætti íslenskra stjórnmála, lesa fjárlögin, kunna þingsköp og gjörþekkja allt um gengisþróun. Stjórnmálin snúast um okkur, fólkið í landinu og hvernig við viljum reka þetta samfélag. Þess vegna skiptir svo ótrúlega miklu máli að þeir sem ráðnir eru í vinnu á þingi tali ekki niður til almennings og væni þá stöðugt um vankunnáttu séu þeir ósammála. Það hefur örlað á því undanfarna daga að kjörnir fulltrúar tali ekki bara niður til almennings heldur einnig til annarra kjörinna fulltrúa líkt og þeir viti ekkert „út á hvað þetta gengur“. Þessi framkoma fælir fólk frá og er að mínu mati skaðleg því við þurfum frekar á því að halda að fleiri sýni stjórnmálunum áhuga, taki þátt og síðast en ekki síst kjósi. Við fáum fólk ekki til að vera með ef við erum með tómt yfirlæti og hroka. Tölum bara saman af virðingu. Það er miklu skemmtilegra og þá vilja fleiri vera með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Enn einn ganginn er allt upp í loft í íslenskum stjórnmálum. Fyrir okkur sem höfum yndi af stjórnmálum er þetta eins og EM eða Eurovision er fyrir öðrum. Þetta er lota sem fær hjartað til að ólmast hraðar kroppnum og ferðirnar í heita pottinn verða tíðari. Þess vegna varð ég svolítið hugsi yfir spurningunni sem ég fékk um hvort það þyrfti ekki fleiri klukkustundir í sólarhringinn svo hægt væri að setja sig inn í þetta allt saman. Stjórnmálaáhugi og þátttaka á alls ekki að vera bara fyrir þá sem geta lúslesið allt, kynnt sér alla þætti íslenskra stjórnmála, lesa fjárlögin, kunna þingsköp og gjörþekkja allt um gengisþróun. Stjórnmálin snúast um okkur, fólkið í landinu og hvernig við viljum reka þetta samfélag. Þess vegna skiptir svo ótrúlega miklu máli að þeir sem ráðnir eru í vinnu á þingi tali ekki niður til almennings og væni þá stöðugt um vankunnáttu séu þeir ósammála. Það hefur örlað á því undanfarna daga að kjörnir fulltrúar tali ekki bara niður til almennings heldur einnig til annarra kjörinna fulltrúa líkt og þeir viti ekkert „út á hvað þetta gengur“. Þessi framkoma fælir fólk frá og er að mínu mati skaðleg því við þurfum frekar á því að halda að fleiri sýni stjórnmálunum áhuga, taki þátt og síðast en ekki síst kjósi. Við fáum fólk ekki til að vera með ef við erum með tómt yfirlæti og hroka. Tölum bara saman af virðingu. Það er miklu skemmtilegra og þá vilja fleiri vera með.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun