Bjarni Benediktsson ætlar að tjá sig á blaðamannafundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 13:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Vísir/Anton Brink Þingfundur Sjálfstæðisflokksins sem hófst í Valhöll klukkan 11 í morgun stendur enn yfir. Þar hafa þingmenn flokksins rætt stöðu mála í ljósi þess að ríkisstjórnin er öll. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði fyrir fundinn að það væri margt sem hann vildi koma á framfæri. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.Uppfært klukkan 14:01Fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll er lokið en nokkrir þingmenn hafa yfirgefið fundinn. Bjarni Benediktsson mun ræða við fjölmiðla á blaðamannafundi sem boðaður verður síðar í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.Uppfært klukkan 17:15 Upptöku af blaðamannafundi Bjarna má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má fylgjast með Vaktinni á Vísi, þar sem helstu vendingar málsins koma fram.
Þingfundur Sjálfstæðisflokksins sem hófst í Valhöll klukkan 11 í morgun stendur enn yfir. Þar hafa þingmenn flokksins rætt stöðu mála í ljósi þess að ríkisstjórnin er öll. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði fyrir fundinn að það væri margt sem hann vildi koma á framfæri. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.Uppfært klukkan 14:01Fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll er lokið en nokkrir þingmenn hafa yfirgefið fundinn. Bjarni Benediktsson mun ræða við fjölmiðla á blaðamannafundi sem boðaður verður síðar í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.Uppfært klukkan 17:15 Upptöku af blaðamannafundi Bjarna má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má fylgjast með Vaktinni á Vísi, þar sem helstu vendingar málsins koma fram.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóra Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira