„Stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2017 07:56 Sigríður Á. Andersen segir ömurlegt að Björt framtíð skuli nota þetta mál til að slá pólítiskar keilur að hennar mati. VÍSIR/ANTON BRINK Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vandar Bjartri framtíð ekki kveðjurnar og segir að stjórnarslitin, sem stjórn flokksins kallaði eftir í gærkvöldi, séu „stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks." Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni þar sem Sigríður og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Þau hafi ekki tjáð öðrum meðlimum ríkisstjórnarinnar frá þessum samskiptum og segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Fréttablaðið í morgun að þess vegna sé ljóst að „traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Í samtali við Morgunútvarpið segir Sigríður að með þessum gjörningi hafi Björt framtíð afhjúpað það að flokknum hafi aldrei verið alvara með að taka ábyrgð á stjórn landsins. Það sé alvarlegt mál þegar fólk taki að sér slíkt ábyrgðarhlutverk og þykir Sigríði lélegt að Björt framtíð hafi ekki staðið sig betur í að axla þá ábyrgð. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Sigríði en rætt var við Brynjar og Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu í morgun.Jafnframt þykir henni „ömurlegt“ að stjórnarmenn Bjartrar framtíðar skuli nýta sér mál af þessum toga til að slá pólitískar keilur. Aðspurð um hvort ákvörðun stjórnarinnar hafi ekki verið til marks um að Björt framtíð sé trú sinni pólítík segist Sigríður alls ekki geta tekið undir það. „Þessi ríkisstjórn hefur stigið stærri skref en nokkur önnur í gagnsæi. Við vorum til að mynda að opna reikninga allra ráðuneyta nú um daginn,“ sagði Sigríður í Morgunútvarpinu.Ekki stætt að segja öðrum en Bjarna Hún segir að mikilvægt sé að á Íslandi sé réttarríki þar sem staðið sé vörð um réttindi allra; jafnt glæpamanna sem og brotaþola - og ekki síst, í ljósi umræðunnar, þeirra sem vilja sýna velvild í þágu brotamanna sem hafi afplánað sinn dóm. Sigríður segir jafnframt að hún hafi ekki séð ástæðu til að ræða þetta mál við aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Engin mál í ráðuneytunum sé þó undanskilin því að forsætisráðherra eigi að fá upplýsingar. Hún hafi því rætt við Bjarna bæði sem forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Henni hafi ekki verið stætt á að gera það að birta gögn í málum manna sem sótt hafa um uppreist æru áður vegna þess að málið var í meðferð hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.Vísir fylgist með gangi mála í allan dag í vaktinni.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vandar Bjartri framtíð ekki kveðjurnar og segir að stjórnarslitin, sem stjórn flokksins kallaði eftir í gærkvöldi, séu „stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks." Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni þar sem Sigríður og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Þau hafi ekki tjáð öðrum meðlimum ríkisstjórnarinnar frá þessum samskiptum og segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Fréttablaðið í morgun að þess vegna sé ljóst að „traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Í samtali við Morgunútvarpið segir Sigríður að með þessum gjörningi hafi Björt framtíð afhjúpað það að flokknum hafi aldrei verið alvara með að taka ábyrgð á stjórn landsins. Það sé alvarlegt mál þegar fólk taki að sér slíkt ábyrgðarhlutverk og þykir Sigríði lélegt að Björt framtíð hafi ekki staðið sig betur í að axla þá ábyrgð. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Sigríði en rætt var við Brynjar og Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu í morgun.Jafnframt þykir henni „ömurlegt“ að stjórnarmenn Bjartrar framtíðar skuli nýta sér mál af þessum toga til að slá pólitískar keilur. Aðspurð um hvort ákvörðun stjórnarinnar hafi ekki verið til marks um að Björt framtíð sé trú sinni pólítík segist Sigríður alls ekki geta tekið undir það. „Þessi ríkisstjórn hefur stigið stærri skref en nokkur önnur í gagnsæi. Við vorum til að mynda að opna reikninga allra ráðuneyta nú um daginn,“ sagði Sigríður í Morgunútvarpinu.Ekki stætt að segja öðrum en Bjarna Hún segir að mikilvægt sé að á Íslandi sé réttarríki þar sem staðið sé vörð um réttindi allra; jafnt glæpamanna sem og brotaþola - og ekki síst, í ljósi umræðunnar, þeirra sem vilja sýna velvild í þágu brotamanna sem hafi afplánað sinn dóm. Sigríður segir jafnframt að hún hafi ekki séð ástæðu til að ræða þetta mál við aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Engin mál í ráðuneytunum sé þó undanskilin því að forsætisráðherra eigi að fá upplýsingar. Hún hafi því rætt við Bjarna bæði sem forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Henni hafi ekki verið stætt á að gera það að birta gögn í málum manna sem sótt hafa um uppreist æru áður vegna þess að málið var í meðferð hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.Vísir fylgist með gangi mála í allan dag í vaktinni.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00
Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06