Hún hefur varið vikunni hér á landi og verið dugleg að birta myndir af sér og íslenskri náttúru á Instagram-síðu sinni þar sem hún er með rúmlega milljón fylgjendur. Meðal annars má þar sjá hana í Biskupstungum, við Gullfoss, í Reynisfjöru, við Skógafoss, á Mýrdalsjökli og svo í Bláa lóninu - sem „allir“ voru búnir að segja henni að prófa.
Filippseyskir miðlar eiga vart orð yfir fegurð hennar og íslenskrar náttúru en Ramos var valin þriðja kynþokkfyllsta kona landsins í júní síðastliðnum. „Þó svo að hún sé á Íslandi tekst Rhian Ramos samt að vera sjóðandi,“ segir til að mynda í umfjöllun sjónvarpsstöðvarinnar GMA þar sem hún hefur fengið mörg sín bitastæðustu hlutverk.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá ævintýrum hennar á Íslandi.