Allt það sem Apple kynnti til leiks í gær Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2017 14:15 Hér má sjá iPhone X við hliðina á iPhone 8 og 8 plus Mynd/Apple Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti til leiks nýjar vörur á sérstökum viðburði í Steve Jobs höllinni í Kaliforníu í gær. Kynningunni hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda búist við að Apple myndi kynna tíu ára afmælisútgáfu iPhone-símans vinsæla. Apple sveik ekki viðstadda og hér að neðan má lesa stutta yfirferð yfir allt það helsta sem Apple kynnti til leiks í gær, byggt á umfjöllun Wired um viðburðinn. iPhone X iPhone hefur á þeim tíu árum sem síminn hefur verið til verið flaggskip Apple og halað inn gífurlegar upphæðir fyrir fyrirtækið. Undanfarna mánuði hefur mikið verið ritað og rætt um hvort að Apple myndi ekki örugglega halda upp á afmælið og óhætt er að segja að Apple hafi gert nákvæmlega. Tim Cook, forstjóri Apple, kynnti til leiks Apple X, eða Apple 10 enda virðist sem að X sé rómversk tala. Síminn er mjög fallegur á að líta og eins og sjá má er lítið annað en skjár á framhliðinni. Home-takkinn svokallaði er alveg horfinn og í staðinn eru komnar myndavélar á framhliðina og ný tækni sem þekkir andlit eigandans. Símanum er því einfaldlega aflæst með því að horfa á hann. Athygli vakti þó að kynni Apple mistókst að nota tæknina í fyrstu tilraun þegar verið var að kynna þetta til leiks í gær. Tæknin er flókin en nánari útskýringu á henni má sjá hér.Síminn er gerður úr gleri og stáli og segir Apple að þetta sér sterkbyggðasti iPhone síminn til þessa. Þá kynnir Apple til leiks þráðlausa hleðslu og stefnir Apple á að setja hleðslumottu á markað innnan tíðar. Virkar hún þannig að hægt er að leggja símann á mottuna og hefst þá hleðslan. Rafhlöðuendingin er einnig sögð vera tveimur tímum lengri en áður auk þess sem að örgjörvi símans er afar kraftmikill. Skjár símans er 5,8 tommur og nefnist hann Super Retina Display. Þá hefur myndavélin fengið uppfærslu, eins og við mátti búast. Síminn kemur í tveimur litum. Svörtum og gráum og hægt verður að fá 64 gígabæta og 264 gígabæta útgáfu. Reikna má með að iPhone X verði dýrari en aðrir iPhone en í Bandaríkjunum kostar ódýrasta útgáfan 999 dollara. Nánari umfjöllun um símann má nálgast hér en búast má við símanum á markað í október/nóvember.iPhone 8 og iPhone 8 plusEf þú ert ekki alveg tilbúin/n í að eyða öllum peningunum í iPhone X en langar samt í nýjan iPhone er Apple einnig með lausn fyrir þig. Samhliða iPhone X kynnti Appe iPhone 8 og iPhone 8 plus. Símarnir keyra á sama örgjörva og X-útgáfan. Home-takkinn heldur þó kyrru fyrir og því er ekki að finna andslitstækni Apple í þessum útgáfum. Ef iPhone X er alveg nýr sími má segja að iPhone 8 sé eðlilegt framhald Apple af iPhone 7. Sú breyting er þó á að myndavélin fær uppfærslu sem og útlit símans. Það er meira gler sem gerir það að verkum að símarnir styðja einnig þráðlausa hleðslu sem Apple virðist vera að veðja mikið á. Símarnir koma á markað síðar í mánuðinum og verða eins og fyrr segir ódýrari en x-útgáfan. Nánar má lesa um símana hér.Apple Watch Series 3Ný útgáfa af Apple-úrinu var einnig kynnt til leiks. Þráðlausa hleðslan er mætt til leiks í þessari útgáfu. Þá hefur sérstökum kubb verið komið fyrir í hinu nýja úru sem gerir notendum kleyft að skilja símann eftir heima, t.d. þegar farið er út að hlaupa. Hæg er að hringja úr úrinu án þess að síminn sé nálægt og þá mun Apple Music mæta til leiks í úrið von bráðar. Úrið hefur reynst vinsælt meðal þeirra sem hreyfa sig mikið og eru allir þeir eiginleikar enn til staðar. Úrið kemur á markað síðar í mánuðinum en nánar má lesa um það hér.Animoji og Apple TV 4kJá, hvað er þetta eiginlega? Í stuttu máli sagt mun iMessages spjallforrit Apple gera notendum kleyft að taka upp hreyfanlega emoji sem síðan er hægt að senda skilaboð. Skrýtið en skemmtilegt. Apple kynnti einnig til leiks Apple TV 4K, nýja útgáfu af sjónvarpsboxi fyrirtækisins. Þar ber helst að nefna að tækið styður nú 4K upplausn sem ætti að verða allsráðandi í framtíðinni. Nánar má lesa um tækið hér. Apple Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti til leiks nýjar vörur á sérstökum viðburði í Steve Jobs höllinni í Kaliforníu í gær. Kynningunni hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda búist við að Apple myndi kynna tíu ára afmælisútgáfu iPhone-símans vinsæla. Apple sveik ekki viðstadda og hér að neðan má lesa stutta yfirferð yfir allt það helsta sem Apple kynnti til leiks í gær, byggt á umfjöllun Wired um viðburðinn. iPhone X iPhone hefur á þeim tíu árum sem síminn hefur verið til verið flaggskip Apple og halað inn gífurlegar upphæðir fyrir fyrirtækið. Undanfarna mánuði hefur mikið verið ritað og rætt um hvort að Apple myndi ekki örugglega halda upp á afmælið og óhætt er að segja að Apple hafi gert nákvæmlega. Tim Cook, forstjóri Apple, kynnti til leiks Apple X, eða Apple 10 enda virðist sem að X sé rómversk tala. Síminn er mjög fallegur á að líta og eins og sjá má er lítið annað en skjár á framhliðinni. Home-takkinn svokallaði er alveg horfinn og í staðinn eru komnar myndavélar á framhliðina og ný tækni sem þekkir andlit eigandans. Símanum er því einfaldlega aflæst með því að horfa á hann. Athygli vakti þó að kynni Apple mistókst að nota tæknina í fyrstu tilraun þegar verið var að kynna þetta til leiks í gær. Tæknin er flókin en nánari útskýringu á henni má sjá hér.Síminn er gerður úr gleri og stáli og segir Apple að þetta sér sterkbyggðasti iPhone síminn til þessa. Þá kynnir Apple til leiks þráðlausa hleðslu og stefnir Apple á að setja hleðslumottu á markað innnan tíðar. Virkar hún þannig að hægt er að leggja símann á mottuna og hefst þá hleðslan. Rafhlöðuendingin er einnig sögð vera tveimur tímum lengri en áður auk þess sem að örgjörvi símans er afar kraftmikill. Skjár símans er 5,8 tommur og nefnist hann Super Retina Display. Þá hefur myndavélin fengið uppfærslu, eins og við mátti búast. Síminn kemur í tveimur litum. Svörtum og gráum og hægt verður að fá 64 gígabæta og 264 gígabæta útgáfu. Reikna má með að iPhone X verði dýrari en aðrir iPhone en í Bandaríkjunum kostar ódýrasta útgáfan 999 dollara. Nánari umfjöllun um símann má nálgast hér en búast má við símanum á markað í október/nóvember.iPhone 8 og iPhone 8 plusEf þú ert ekki alveg tilbúin/n í að eyða öllum peningunum í iPhone X en langar samt í nýjan iPhone er Apple einnig með lausn fyrir þig. Samhliða iPhone X kynnti Appe iPhone 8 og iPhone 8 plus. Símarnir keyra á sama örgjörva og X-útgáfan. Home-takkinn heldur þó kyrru fyrir og því er ekki að finna andslitstækni Apple í þessum útgáfum. Ef iPhone X er alveg nýr sími má segja að iPhone 8 sé eðlilegt framhald Apple af iPhone 7. Sú breyting er þó á að myndavélin fær uppfærslu sem og útlit símans. Það er meira gler sem gerir það að verkum að símarnir styðja einnig þráðlausa hleðslu sem Apple virðist vera að veðja mikið á. Símarnir koma á markað síðar í mánuðinum og verða eins og fyrr segir ódýrari en x-útgáfan. Nánar má lesa um símana hér.Apple Watch Series 3Ný útgáfa af Apple-úrinu var einnig kynnt til leiks. Þráðlausa hleðslan er mætt til leiks í þessari útgáfu. Þá hefur sérstökum kubb verið komið fyrir í hinu nýja úru sem gerir notendum kleyft að skilja símann eftir heima, t.d. þegar farið er út að hlaupa. Hæg er að hringja úr úrinu án þess að síminn sé nálægt og þá mun Apple Music mæta til leiks í úrið von bráðar. Úrið hefur reynst vinsælt meðal þeirra sem hreyfa sig mikið og eru allir þeir eiginleikar enn til staðar. Úrið kemur á markað síðar í mánuðinum en nánar má lesa um það hér.Animoji og Apple TV 4kJá, hvað er þetta eiginlega? Í stuttu máli sagt mun iMessages spjallforrit Apple gera notendum kleyft að taka upp hreyfanlega emoji sem síðan er hægt að senda skilaboð. Skrýtið en skemmtilegt. Apple kynnti einnig til leiks Apple TV 4K, nýja útgáfu af sjónvarpsboxi fyrirtækisins. Þar ber helst að nefna að tækið styður nú 4K upplausn sem ætti að verða allsráðandi í framtíðinni. Nánar má lesa um tækið hér.
Apple Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira