Mæðgur sem glíma við eltihrelli upplifa úrræðaleysi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. september 2017 20:00 Ung kona, sem glímir við eltihrelli, og móðir hennar, segjast upplifa algjört úrræðaleysi í málinu. Þær segja erfitt að fá aðstoð lögreglu og vilja að maðurinn, sem glímir við geðræn vandamál, fái viðeigandi aðstoð. Eva Riley, birti myndband á Facebook í gærkvöldi, þar sem hún segir frá áreiti íslensks karlmanns, undanfarin fjögur ár. Maðurinn, sem virðist eiga við geðræn vandamál að stríða, hefur ítrekað sett sig í samband við Evu á samskiptamiðlunum Snapchat og Facebook. Eva, sem hefur aldrei þekkt manninn, fékk fyrst skilaboð frá honum árið 2014. „Þetta byrjaði mjög létt bara hvað segirðu og hvað ertu að gera. Svo fór þetta út í ástarjátningar og svo hótanir til mín og mömmu minnar,“ segir Eva og bætir við að stundum gangi maðurinn svo langt að hann hótar henni lífláti. Hún útskýrir að hún hafi alltaf lokað á hann á samfélagsmiðlum en að hann búi til nýjan aðgang, undir öðrum nafni, og haldi áfram að áreita hana. Eva kærði hann til lögreglu á sínum tíma en þegar systir mannsins sagði henni að maðurinn væri kominn á geðdeild og fengi aðstoð dró hún kæruna til baka. Eftir að hann kom út af geðdeild hélt hann hins vegar áfram að áreita hana, alveg til dagsins í dag. Eva segir að eftir það hafi hún farið í tvígang til lögreglu en að lögreglan geri lítið sem ekkert í málinu. Hildur Kjartansdóttir móðir Evu segir að þær upplifi algjört úrræðaleysi. Þær viti, eftir samtal við fjölskyldu mannsins, að hann sé mjög veikur á geði. „Þetta er örugglega mjög erfið aðstaða fyrir fjölskylduna. Ég er ekki viss um að það sé hægt að gera mikið til að hjálpa þeim og þau eru örugglega að koma mikið að lokuðum dyrum,“ segir Hildur. Þær mæðgur vilja að tekið verið almennilega á málum sem þessum. „Maður verður reiður að vita að það er verið að tala svona við dóttur manns og hræða hana og maður verður bara smeykur. Er hann að fara birtast inn á heimili manns?,“ segir Hildur. Tengdar fréttir „Hann er að hóta öllum í fjölskyldunni minni og það er ekki gert neitt“ Eva Riley Stonestreet lýsir gríðarlegu áreiti af hendi manns sem ekki er sagður nógu veikur til að fá aðstoð. 12. september 2017 06:35 Ráðalaus og óttast um mannorð sitt Veikur maður stal mynd af Jónasi Hallgrímssyni og notar á Facebook þar sem hann hefur áreitt íslenska konu undanfarin ár. 12. september 2017 12:21 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ung kona, sem glímir við eltihrelli, og móðir hennar, segjast upplifa algjört úrræðaleysi í málinu. Þær segja erfitt að fá aðstoð lögreglu og vilja að maðurinn, sem glímir við geðræn vandamál, fái viðeigandi aðstoð. Eva Riley, birti myndband á Facebook í gærkvöldi, þar sem hún segir frá áreiti íslensks karlmanns, undanfarin fjögur ár. Maðurinn, sem virðist eiga við geðræn vandamál að stríða, hefur ítrekað sett sig í samband við Evu á samskiptamiðlunum Snapchat og Facebook. Eva, sem hefur aldrei þekkt manninn, fékk fyrst skilaboð frá honum árið 2014. „Þetta byrjaði mjög létt bara hvað segirðu og hvað ertu að gera. Svo fór þetta út í ástarjátningar og svo hótanir til mín og mömmu minnar,“ segir Eva og bætir við að stundum gangi maðurinn svo langt að hann hótar henni lífláti. Hún útskýrir að hún hafi alltaf lokað á hann á samfélagsmiðlum en að hann búi til nýjan aðgang, undir öðrum nafni, og haldi áfram að áreita hana. Eva kærði hann til lögreglu á sínum tíma en þegar systir mannsins sagði henni að maðurinn væri kominn á geðdeild og fengi aðstoð dró hún kæruna til baka. Eftir að hann kom út af geðdeild hélt hann hins vegar áfram að áreita hana, alveg til dagsins í dag. Eva segir að eftir það hafi hún farið í tvígang til lögreglu en að lögreglan geri lítið sem ekkert í málinu. Hildur Kjartansdóttir móðir Evu segir að þær upplifi algjört úrræðaleysi. Þær viti, eftir samtal við fjölskyldu mannsins, að hann sé mjög veikur á geði. „Þetta er örugglega mjög erfið aðstaða fyrir fjölskylduna. Ég er ekki viss um að það sé hægt að gera mikið til að hjálpa þeim og þau eru örugglega að koma mikið að lokuðum dyrum,“ segir Hildur. Þær mæðgur vilja að tekið verið almennilega á málum sem þessum. „Maður verður reiður að vita að það er verið að tala svona við dóttur manns og hræða hana og maður verður bara smeykur. Er hann að fara birtast inn á heimili manns?,“ segir Hildur.
Tengdar fréttir „Hann er að hóta öllum í fjölskyldunni minni og það er ekki gert neitt“ Eva Riley Stonestreet lýsir gríðarlegu áreiti af hendi manns sem ekki er sagður nógu veikur til að fá aðstoð. 12. september 2017 06:35 Ráðalaus og óttast um mannorð sitt Veikur maður stal mynd af Jónasi Hallgrímssyni og notar á Facebook þar sem hann hefur áreitt íslenska konu undanfarin ár. 12. september 2017 12:21 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Hann er að hóta öllum í fjölskyldunni minni og það er ekki gert neitt“ Eva Riley Stonestreet lýsir gríðarlegu áreiti af hendi manns sem ekki er sagður nógu veikur til að fá aðstoð. 12. september 2017 06:35
Ráðalaus og óttast um mannorð sitt Veikur maður stal mynd af Jónasi Hallgrímssyni og notar á Facebook þar sem hann hefur áreitt íslenska konu undanfarin ár. 12. september 2017 12:21