Mourinho og Conte segja ensku úrvalsdeildina of sterka Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. september 2017 16:00 Jose Mourinho og Antonio Conte Vísir/getty Enska úrvalsdeildinn er of sterk, og því hallar á ensku liðin sem keppa í Evrópukeppnum. Þetta segja Jose Mourinho og Antonio Conte, knattspyrnustjórar Manchester United og Chelsea. Fimm ensk lið eru í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem hefst í kvöld. Aldrei áður hafa svo mörg ensk lið verið í riðlakeppninni, en þau eiga litla möguleika á sigri í keppninni samkvæmt stjórunum tveim. „Það eina sem ég get sagt er að á síðasta tímabuili spilaði Real Madrid síðasta mánuðinn í La Liga á varaliðinu. Þeir komust upp með það. Þeir mættu í Meistaradeildina með ferskt lið,“ sagði Mourinho. „Afþví þeir urðu meistarar þegar þrír mánuðir voru eftir af tímabilinu, gátu Juventus spilað síðasta mánuiðinn á þeirra varaliði og mætt ferskir í 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit Meistaradeildarinnar.“ „Þetta er ekki möguleiki fyrir ensk lið, því baráttan um Englandsmeistaratitilinn er ströng allan tímann,“ sagði portúgalski þjálfarinn. Chelsea urðu Englandsmeistarar 12. maí síðast liðinn, þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni. Liverpool tryggðu sér fjórða sæti deildarinnar, og sæti í Meistaradeildinni, á síðasta degi tímabilsins. „Það er ekkert vetrarfrí. Í öðrum löndum er vetrarfrí, en það er menningarlegt. Þetta [að spila um jólin] er svo þýðingamikið hérna. Ég veit það er slæmt fyrir okkur, en ég verð að viðurkenna að ég elska fótboltatíðina yfir jólin á Englandi,“ bætir Mourinho við.Sjá einnig:De Gea vill jólafrí í ensku deildinni Hinn ítalski Antonio Conte tekur í sama streng. „Þetta er nýtt fyrir mér. Mín reynsla af Meistaradeildinni var á Ítalíu.“ „Ensku liðin eiga erfitt í Meistaradeildinni því deildin er sterk hér. Þegar þú spilar við miðlungs lið hér þá gætir þú tapað. Það eru sex til sjö lið að berjast um titilinn. Þú slakar aldrei á á Englandi,“ sagði Conte. Chelsea mætir Qarabag frá Azerbaijan í kvöld og neyðist Conte til að setja stór nöfn eins og Alvaro Morata og Eden Hazard á varamannabekkinn því Englandsmeistararnir eiga stórleik gegn Arsenal um helgina. „Þú spilar í erfiðri deild og svo í tveimur bikarkeppnum. Að spila 60-65 leiki er eðlilegt hér, en það er ekki auðvelt. Á Ítalíu gat ég hvílt leikmenn fyrir Meistaradeildarleiki, hér er það erfitt.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Sjá meira
Enska úrvalsdeildinn er of sterk, og því hallar á ensku liðin sem keppa í Evrópukeppnum. Þetta segja Jose Mourinho og Antonio Conte, knattspyrnustjórar Manchester United og Chelsea. Fimm ensk lið eru í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem hefst í kvöld. Aldrei áður hafa svo mörg ensk lið verið í riðlakeppninni, en þau eiga litla möguleika á sigri í keppninni samkvæmt stjórunum tveim. „Það eina sem ég get sagt er að á síðasta tímabuili spilaði Real Madrid síðasta mánuðinn í La Liga á varaliðinu. Þeir komust upp með það. Þeir mættu í Meistaradeildina með ferskt lið,“ sagði Mourinho. „Afþví þeir urðu meistarar þegar þrír mánuðir voru eftir af tímabilinu, gátu Juventus spilað síðasta mánuiðinn á þeirra varaliði og mætt ferskir í 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit Meistaradeildarinnar.“ „Þetta er ekki möguleiki fyrir ensk lið, því baráttan um Englandsmeistaratitilinn er ströng allan tímann,“ sagði portúgalski þjálfarinn. Chelsea urðu Englandsmeistarar 12. maí síðast liðinn, þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni. Liverpool tryggðu sér fjórða sæti deildarinnar, og sæti í Meistaradeildinni, á síðasta degi tímabilsins. „Það er ekkert vetrarfrí. Í öðrum löndum er vetrarfrí, en það er menningarlegt. Þetta [að spila um jólin] er svo þýðingamikið hérna. Ég veit það er slæmt fyrir okkur, en ég verð að viðurkenna að ég elska fótboltatíðina yfir jólin á Englandi,“ bætir Mourinho við.Sjá einnig:De Gea vill jólafrí í ensku deildinni Hinn ítalski Antonio Conte tekur í sama streng. „Þetta er nýtt fyrir mér. Mín reynsla af Meistaradeildinni var á Ítalíu.“ „Ensku liðin eiga erfitt í Meistaradeildinni því deildin er sterk hér. Þegar þú spilar við miðlungs lið hér þá gætir þú tapað. Það eru sex til sjö lið að berjast um titilinn. Þú slakar aldrei á á Englandi,“ sagði Conte. Chelsea mætir Qarabag frá Azerbaijan í kvöld og neyðist Conte til að setja stór nöfn eins og Alvaro Morata og Eden Hazard á varamannabekkinn því Englandsmeistararnir eiga stórleik gegn Arsenal um helgina. „Þú spilar í erfiðri deild og svo í tveimur bikarkeppnum. Að spila 60-65 leiki er eðlilegt hér, en það er ekki auðvelt. Á Ítalíu gat ég hvílt leikmenn fyrir Meistaradeildarleiki, hér er það erfitt.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Sjá meira
Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. 12. september 2017 07:00