Skaðvaldurinn Lára G. Sigurðarsdóttir skrifar 11. september 2017 07:00 Klukkan er rétt skriðin yfir miðnætti. Ég stend við færiband á flugvelli í Evrópu og bíð eftir töskunni minni. Það líður ekki langur tími þar til við heyrum örvæntingarfull óp og köll. Íslenskur karlmaður er að ganga í skrokk á eiginkonu sinni og ferðafélagar snúa manninn niður þar til öryggisverðir flytja hann á brott. Í nokkurra metra radíus við ofbeldismanninn liggja ótal litlar áfengisflöskur á víð og dreif. Okkur sem urðum vitni að ofbeldinu leið bæði vel og illa. Vorum þakklát fyrir vinina sem vernduðu konuna en óttaslegin yfir því sem gæti gerst þegar enginn sæi til. Þessi tilfinning fylgdi okkur inn í fríið okkar, þrátt fyrir að þekkja þetta fólk ekki neitt. En af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni? Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. Flestir sem neyta áfengis tengja áfengi við slökun því etanól hægir á boðefnaskiptum í heilanum. Á sama tíma minnkar etanól dómgreind og athyglisgáfu, sem getur aukið árásarhneigð við minnsta tilefni. Vísindamenn hafa borið saman skaða sem hin ýmsu fíkniefni valda. Af 20 fíkniefnum sem skoðuð voru trónir áfengi á toppnum, með um fimmfalt meiri skaða fyrir samfélagið en tóbak. Það er eðli okkar að vera annt um velferð annarra. Mikilvæg leið til að minnka vesöld í samfélaginu er að beita lögum, eins og áfengislögum, til að takmarka aðgengi. Ef við hins vegar aukum aðgengi erum við að senda þau skilaboð til samfélagsins að áfengi sé bara venjuleg neysluvara. Það að maður gangi í skrokk á konu sinni eftir áfengisneyslu er einungis brot af birtingarmynd þessa mesta skaðvalds sem sögur fara af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun
Klukkan er rétt skriðin yfir miðnætti. Ég stend við færiband á flugvelli í Evrópu og bíð eftir töskunni minni. Það líður ekki langur tími þar til við heyrum örvæntingarfull óp og köll. Íslenskur karlmaður er að ganga í skrokk á eiginkonu sinni og ferðafélagar snúa manninn niður þar til öryggisverðir flytja hann á brott. Í nokkurra metra radíus við ofbeldismanninn liggja ótal litlar áfengisflöskur á víð og dreif. Okkur sem urðum vitni að ofbeldinu leið bæði vel og illa. Vorum þakklát fyrir vinina sem vernduðu konuna en óttaslegin yfir því sem gæti gerst þegar enginn sæi til. Þessi tilfinning fylgdi okkur inn í fríið okkar, þrátt fyrir að þekkja þetta fólk ekki neitt. En af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni? Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. Flestir sem neyta áfengis tengja áfengi við slökun því etanól hægir á boðefnaskiptum í heilanum. Á sama tíma minnkar etanól dómgreind og athyglisgáfu, sem getur aukið árásarhneigð við minnsta tilefni. Vísindamenn hafa borið saman skaða sem hin ýmsu fíkniefni valda. Af 20 fíkniefnum sem skoðuð voru trónir áfengi á toppnum, með um fimmfalt meiri skaða fyrir samfélagið en tóbak. Það er eðli okkar að vera annt um velferð annarra. Mikilvæg leið til að minnka vesöld í samfélaginu er að beita lögum, eins og áfengislögum, til að takmarka aðgengi. Ef við hins vegar aukum aðgengi erum við að senda þau skilaboð til samfélagsins að áfengi sé bara venjuleg neysluvara. Það að maður gangi í skrokk á konu sinni eftir áfengisneyslu er einungis brot af birtingarmynd þessa mesta skaðvalds sem sögur fara af.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun