Þurfa strákarnir okkar að taka eyrnatappa með til Tyrklands? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2017 13:45 Timo Werner leið mjög illa í gærkvöldi en hávaðinn á vellinum var svakalegur. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar næst út í Tyrklandi í undankeppni HM í Rússland 2018 og ef marka má hávaðann á leik í Tyrklandi í Meistaradeildinni í gærkvöldi þá eiga strákarnir okkar von á alvöru áreiti í þessum leik. Stuðningsmenn Beskitas gerðu lífið óbærilegt fyrir einn besta leikmann Leipzig liðsins í leiknum og það er ekki á hverjum degi sem háværir stuðningsmenn framkalla skiptingu í alþjóðlegum fótbolta. Þýski landsliðsmaðurinn Timo Werner þurfti hinsvegar að biðja um skiptingu eftir aðeins 32 mínútur í leik Beskitas og Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Werner hafði áður reynt að spila með eyrnatappa og sást setja hendurnar fyrir eyrun áður en hann varð að yfirgefa leikinn. Beskitas vann leikinn 2-0 og hefur nú ekki tapað í tíu heimaleikjum í röð í Evrópukeppninni.timo werner vs tiner pic.twitter.com/d8V4WazahP — bilalJK (@koyicinden) September 26, 2017 Ísland mætir Tyrklandi á nýja Eskisehir leikvanginum í Eskisehir eftir níu daga þar sem Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króötum í síðasta leik. Leikur íslenska liðsins fer fram föstudagskvöldið 6. október næstkomandi. Nú er bara spurning um hvort að íslensku strákarnir þurfi að taka eyrnatappa með til Tyrklands. Það er í það minnsta ljóst að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og íslenska liðið má ekki við að missa leikmenn útaf vellinum vegna hávaða. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, þarf jafnvel að leita einhverra leiða til að undirbúa leikmenn liðsins fyrir að spila í svona miklum hávaða. Íslenska liðið tapaði 1-0 á móti Tyrklandi þegar liðið var á sömu slóðum í undankeppni EM 2016. Þá hafði íslenska liðið reyndar þegar tryggt sig inn á EM en Tyrkir komust þangað með sigrinum á Íslandi. Tyrkneska liðið byrjaði undankeppnina illa en liðinu hefur tekist að snúa við blaðinu með því að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Tyrkir komust upp í þriðja sæti riðilsins með sigrinum á Króötum og komast upp fyrir Ísland með sigri. Króatía og Ísland eru efst í riðlinum með tveimur stigum meira en Tyrkland og Úkraína en Króatar eru með fimm marka forskot á íslenska liðið í markatölu. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar næst út í Tyrklandi í undankeppni HM í Rússland 2018 og ef marka má hávaðann á leik í Tyrklandi í Meistaradeildinni í gærkvöldi þá eiga strákarnir okkar von á alvöru áreiti í þessum leik. Stuðningsmenn Beskitas gerðu lífið óbærilegt fyrir einn besta leikmann Leipzig liðsins í leiknum og það er ekki á hverjum degi sem háværir stuðningsmenn framkalla skiptingu í alþjóðlegum fótbolta. Þýski landsliðsmaðurinn Timo Werner þurfti hinsvegar að biðja um skiptingu eftir aðeins 32 mínútur í leik Beskitas og Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Werner hafði áður reynt að spila með eyrnatappa og sást setja hendurnar fyrir eyrun áður en hann varð að yfirgefa leikinn. Beskitas vann leikinn 2-0 og hefur nú ekki tapað í tíu heimaleikjum í röð í Evrópukeppninni.timo werner vs tiner pic.twitter.com/d8V4WazahP — bilalJK (@koyicinden) September 26, 2017 Ísland mætir Tyrklandi á nýja Eskisehir leikvanginum í Eskisehir eftir níu daga þar sem Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króötum í síðasta leik. Leikur íslenska liðsins fer fram föstudagskvöldið 6. október næstkomandi. Nú er bara spurning um hvort að íslensku strákarnir þurfi að taka eyrnatappa með til Tyrklands. Það er í það minnsta ljóst að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og íslenska liðið má ekki við að missa leikmenn útaf vellinum vegna hávaða. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, þarf jafnvel að leita einhverra leiða til að undirbúa leikmenn liðsins fyrir að spila í svona miklum hávaða. Íslenska liðið tapaði 1-0 á móti Tyrklandi þegar liðið var á sömu slóðum í undankeppni EM 2016. Þá hafði íslenska liðið reyndar þegar tryggt sig inn á EM en Tyrkir komust þangað með sigrinum á Íslandi. Tyrkneska liðið byrjaði undankeppnina illa en liðinu hefur tekist að snúa við blaðinu með því að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Tyrkir komust upp í þriðja sæti riðilsins með sigrinum á Króötum og komast upp fyrir Ísland með sigri. Króatía og Ísland eru efst í riðlinum með tveimur stigum meira en Tyrkland og Úkraína en Króatar eru með fimm marka forskot á íslenska liðið í markatölu.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Sjá meira