Segir veginn um Dynjandisheiði ekki boðlegan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2017 19:00 Mikil umferðaraukning hefur verið á veginum um Dynjandisheiði undanfarin ár sem þolir ekki álagið. Mynd/Ragnar Þorsteinsson „Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. „Ég var að skjótast í sambandi við vinnu. Það varð dýrara en það átti að verða,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en stærðarinnar kúla hefur myndast á öðru afturdekkinu á bíl Ragnars og væntir hann þess að dekkið muni springa.Ástand vegarins er á köflum skelfilegt.Mynd/Ragnar Þorsteinsson.Ragnar tók meðfylgjandi myndir og myndband sem sjá má hér til hliðar og fyrir neðan. Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Með auknum straumi ferðamanna hefur umferð um veginn aukist. Greindi Ríkisútvarpið frá því í sumar að Vegagerðin hafi ekki fjármagn til að viðhalda veginum, miðað við þá umferðaraukningu sem átt hefur sér stað að undanförnu. Segir Ragnar að á köflum hafi hann þurft að keyra löturhægt yfir, svo holóttur er vegurinn. Þó horfir til betri tíðar en líklegt er að Vestfirðingar þurfi ekki að lifa með þessum vegi mikið lengur. Líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði liggja fyrir drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals. Telur yfirverkstjóri Vegagerðarinna á Ísafirði að með því fáist góður heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. Vegurinn þarf þó fyrst að fá grænt ljós í mats- og skipulagsferli. Líkt og kom fram í umfjöllun Stöðvar 2 um veginn er það langt ferli. Gangi það vel ætti það ferli að taka tvo til þrjú og standa vonir til að vinna við veginn geti mögulega hafist 2020. Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
„Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. „Ég var að skjótast í sambandi við vinnu. Það varð dýrara en það átti að verða,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en stærðarinnar kúla hefur myndast á öðru afturdekkinu á bíl Ragnars og væntir hann þess að dekkið muni springa.Ástand vegarins er á köflum skelfilegt.Mynd/Ragnar Þorsteinsson.Ragnar tók meðfylgjandi myndir og myndband sem sjá má hér til hliðar og fyrir neðan. Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Með auknum straumi ferðamanna hefur umferð um veginn aukist. Greindi Ríkisútvarpið frá því í sumar að Vegagerðin hafi ekki fjármagn til að viðhalda veginum, miðað við þá umferðaraukningu sem átt hefur sér stað að undanförnu. Segir Ragnar að á köflum hafi hann þurft að keyra löturhægt yfir, svo holóttur er vegurinn. Þó horfir til betri tíðar en líklegt er að Vestfirðingar þurfi ekki að lifa með þessum vegi mikið lengur. Líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði liggja fyrir drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals. Telur yfirverkstjóri Vegagerðarinna á Ísafirði að með því fáist góður heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. Vegurinn þarf þó fyrst að fá grænt ljós í mats- og skipulagsferli. Líkt og kom fram í umfjöllun Stöðvar 2 um veginn er það langt ferli. Gangi það vel ætti það ferli að taka tvo til þrjú og standa vonir til að vinna við veginn geti mögulega hafist 2020.
Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30