Rússar hóta að loka á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 14:25 Rússar munu ekki komast á Facebook á næsta ári ef fyrirtækið flytur ekki persónuupplýsingar notenda yfir á rússneska netþjóna. Vísir/AFP Yfirvöld í Rússlandi ætla að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlinum Facebook nema að fyrirtækið visti persónuupplýsingar um Rússa á netþjónum þar í landi eins og rússnesk lög kveða á um. Það var fjarskiptastofnun Rússlands sem gaf út hótunina í dag. Sama stofnun lokaði fyrir aðgang að vefsíðu LinkedIn í nóvember fyrir sömu sakir og hún ber nú upp á stjórnendur Facebook, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stjórnendur Twitter hafa þegar tjáð rússneskum yfirvöldum að þeir ætli að færa persónuupplýsingar rússneskra notenda yfir á netþjóna í Rússlandi fyrri mitt næsta ár. „Við skiljum vel að Facebook á sér verulegan fjölda notenda á yfirráðasvæði Rússneska sambandsríksins. Á hinn bóginn skiljum við að þetta er ekki einstök þjónusta og að það eru til fleiri samfélagsmiðlar,“ segir Alexander Zharov, forstjóri Roskomnadzor, fjarskiptastofnunar Rússlands. Rússnesk yfirvöld segja að lögunum sé ætlað að verja persónuupplýsingar Rússa með því að knýja erlend samfélagsmiðlafyrirtæki til að geyma gögn um notendur í Rússlandi. Gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml telja aftur á móti að ástæðan sé frekar sú að þau vilji eiga greiðari aðgang að gögnunum sjálf. Útsendarar rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa notað auglýsingar á Facebook til þess að ala á sundrungu og hafa áhrif á kjósendur í bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Facebook Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi ætla að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlinum Facebook nema að fyrirtækið visti persónuupplýsingar um Rússa á netþjónum þar í landi eins og rússnesk lög kveða á um. Það var fjarskiptastofnun Rússlands sem gaf út hótunina í dag. Sama stofnun lokaði fyrir aðgang að vefsíðu LinkedIn í nóvember fyrir sömu sakir og hún ber nú upp á stjórnendur Facebook, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stjórnendur Twitter hafa þegar tjáð rússneskum yfirvöldum að þeir ætli að færa persónuupplýsingar rússneskra notenda yfir á netþjóna í Rússlandi fyrri mitt næsta ár. „Við skiljum vel að Facebook á sér verulegan fjölda notenda á yfirráðasvæði Rússneska sambandsríksins. Á hinn bóginn skiljum við að þetta er ekki einstök þjónusta og að það eru til fleiri samfélagsmiðlar,“ segir Alexander Zharov, forstjóri Roskomnadzor, fjarskiptastofnunar Rússlands. Rússnesk yfirvöld segja að lögunum sé ætlað að verja persónuupplýsingar Rússa með því að knýja erlend samfélagsmiðlafyrirtæki til að geyma gögn um notendur í Rússlandi. Gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml telja aftur á móti að ástæðan sé frekar sú að þau vilji eiga greiðari aðgang að gögnunum sjálf. Útsendarar rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa notað auglýsingar á Facebook til þess að ala á sundrungu og hafa áhrif á kjósendur í bandarísku forsetakosningunum í fyrra.
Facebook Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira