Norður-Kórea áskilur sér rétt til að skjóta niður sprengjuflugvélar Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2017 16:29 Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, hótar því að skjóta niður bandarískar herflugvélar. Vísir/AFP Utanríkisráðherra Norður-Kóreu fullyrti í dag að landið hefði rétt á að skjóta niður bandarískar herflugvélar jafnvel þó að þær séu ekki í lofthelgi þess. Hótanir Bandaríkjaforseta í garð ríkisins séu jafngildi stríðsyfirlýsingar. „Allur heimurnin ætti að muna skýrt að Bandaríkin voru fyrst til að lýsa yfir stríði,“ sagði Ri Yong Ho og vísaði til orða Donalds Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku þar sem hann hótaði að gjöreyða Norður-Kóreu. Í ljósi þeirrar stríðsyfirlýsingar áskildi Ri Norður-Kóreu rétt til að skjóta niður bandarískar sprengjuflugvélar, að því er segir í frétt Washington Post. Spennan á Kóreuskaga hefur stigmagnast síðustu vikur með gífuryrðum sem hafa gengið á víxl á milli Trump og leiðtoga Norður-Kóreu. Ástæðan eru endurteknar tilraunir stjórnvalda í Pjongjang með kjarnavopn og langdrægar eldflaugar. Ri hefur sagt að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að prófa vetnissprengju yfir Kyrrahafi. Á föstudag sagði hann jafnframt óumflýjanlegt að Norður-Kóreumenn myndu skjóta eldflaugum á Bandaríkin vegna vanvirðingar Trump og Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Kim kallaði Trump „andlega sturlaðan“ eftir ummæli þess síðarnefnda á allsherjarþinginu í síðustu viku. Norður-Kórea Tengdar fréttir Togstreitan eykst á Kóreuskaga Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. 23. september 2017 23:57 Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Utanríkisráðherra Norður-Kóreu fullyrti í dag að landið hefði rétt á að skjóta niður bandarískar herflugvélar jafnvel þó að þær séu ekki í lofthelgi þess. Hótanir Bandaríkjaforseta í garð ríkisins séu jafngildi stríðsyfirlýsingar. „Allur heimurnin ætti að muna skýrt að Bandaríkin voru fyrst til að lýsa yfir stríði,“ sagði Ri Yong Ho og vísaði til orða Donalds Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku þar sem hann hótaði að gjöreyða Norður-Kóreu. Í ljósi þeirrar stríðsyfirlýsingar áskildi Ri Norður-Kóreu rétt til að skjóta niður bandarískar sprengjuflugvélar, að því er segir í frétt Washington Post. Spennan á Kóreuskaga hefur stigmagnast síðustu vikur með gífuryrðum sem hafa gengið á víxl á milli Trump og leiðtoga Norður-Kóreu. Ástæðan eru endurteknar tilraunir stjórnvalda í Pjongjang með kjarnavopn og langdrægar eldflaugar. Ri hefur sagt að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að prófa vetnissprengju yfir Kyrrahafi. Á föstudag sagði hann jafnframt óumflýjanlegt að Norður-Kóreumenn myndu skjóta eldflaugum á Bandaríkin vegna vanvirðingar Trump og Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Kim kallaði Trump „andlega sturlaðan“ eftir ummæli þess síðarnefnda á allsherjarþinginu í síðustu viku.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Togstreitan eykst á Kóreuskaga Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. 23. september 2017 23:57 Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Togstreitan eykst á Kóreuskaga Bandarískar sprengju-og orrustuþotur hafa aldrei á 21. öldinni flogið norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en gert var í dag. Tilgangurinn var að sýna fram á þau miklu hernaðarúrræði sem Bandaríkjamenn hefðu yfir að ráða og jafnframt að þeir gætu mætt hvaða ógn sem væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pentagon, varnarmálastofnun Bandaríkjanna. 23. september 2017 23:57
Segir Trump og Kim Jong-un haga sér eins og leikskólabörn Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að líkja megi orðaskaki Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu við slagsmál leikskólabarna 22. september 2017 23:30
Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09