Trump virðist hafa meiri áhyggjur af NFL-deildinni en Norður Kóreu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2017 16:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að vera með hugann við heimsmálin enda æðsti maður áhrifamestu þjóðar heims og nóg um að vera bæði heima og erlendis. Raunin er önnur en Trump tókst um helgina að gera sig að óvini númer eitt hjá stærstu atvinnumannadeild bandarískra íþrótta sem er NFL-deildin. NFL-leikmenn og NFL-eigendur hafa fordæmt Bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. „Þætti ykkur ekki frábært að sjá einn af þessum NFL eigendum, þegar einhver sýnir fánanum okkar vanvirðingu, segja „Takið þennan tíkarson af vellinum núna strax, hann er rekinn. „Sá eigandi [sem rekur leikmann vegna þessa] mun verða vinsælasta manneskja landsins,“ sagði forsetinn í Alabama á föstudaginn. Eru þetta enn ein ummæli forsetans sem skapa sundrungu og ýta undir kynþóttafordóma í Bandaríkjunum. Öll lið NFL-deildarinnar stóðu saman í því að svara forsetanum og gagnrýni hans. Fyrir vikið hefur verið nóg að gera hjá Donald Trump á Twitter að reyna að réttlæta og svara fyrir ummæli sín. Í rauninni hefur verið lítill tími í annað hjá Bandaríkjaforseta. Darren Rovell tók það saman á Twitter hvað Donald Trump hefur verið að skrifa um á twitter á síðustu 36 klukkutímum. Þá samantekt má sjá hér fyrir neðan.President Trump Tweets, Last 36 Hours, By Topic pic.twitter.com/yrEo3J7nDK — Darren Rovell (@darrenrovell) September 25, 2017 Eins og sjá má þar þá hafa 10 af 36 twitter færslum forsetans snúist um NFL-deildina eða þjóðsönginn en aðeins tvisvar hefur honum þótt ástæða til að skrifa um Norður Kóreu eða heilbrigðismálin. NFL Tengdar fréttir Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00 Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að vera með hugann við heimsmálin enda æðsti maður áhrifamestu þjóðar heims og nóg um að vera bæði heima og erlendis. Raunin er önnur en Trump tókst um helgina að gera sig að óvini númer eitt hjá stærstu atvinnumannadeild bandarískra íþrótta sem er NFL-deildin. NFL-leikmenn og NFL-eigendur hafa fordæmt Bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. „Þætti ykkur ekki frábært að sjá einn af þessum NFL eigendum, þegar einhver sýnir fánanum okkar vanvirðingu, segja „Takið þennan tíkarson af vellinum núna strax, hann er rekinn. „Sá eigandi [sem rekur leikmann vegna þessa] mun verða vinsælasta manneskja landsins,“ sagði forsetinn í Alabama á föstudaginn. Eru þetta enn ein ummæli forsetans sem skapa sundrungu og ýta undir kynþóttafordóma í Bandaríkjunum. Öll lið NFL-deildarinnar stóðu saman í því að svara forsetanum og gagnrýni hans. Fyrir vikið hefur verið nóg að gera hjá Donald Trump á Twitter að reyna að réttlæta og svara fyrir ummæli sín. Í rauninni hefur verið lítill tími í annað hjá Bandaríkjaforseta. Darren Rovell tók það saman á Twitter hvað Donald Trump hefur verið að skrifa um á twitter á síðustu 36 klukkutímum. Þá samantekt má sjá hér fyrir neðan.President Trump Tweets, Last 36 Hours, By Topic pic.twitter.com/yrEo3J7nDK — Darren Rovell (@darrenrovell) September 25, 2017 Eins og sjá má þar þá hafa 10 af 36 twitter færslum forsetans snúist um NFL-deildina eða þjóðsönginn en aðeins tvisvar hefur honum þótt ástæða til að skrifa um Norður Kóreu eða heilbrigðismálin.
NFL Tengdar fréttir Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00 Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00