18 ára karlmaður ákærður fyrir sprengjuárás í London Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2017 14:17 Frá Parsons Green lestarstöðinni í London. Vísir/AFP 18 ára karlmaður var í dag ákærður fyrir morðtilraun vegna sprengingarinnar í lestarkerfi London fyrir viku. Samkvæmt frétt BBC verður maðurinn, sem heitir Ahmed Hassan, einnig kærður fyrir vopnaeign vegna sprengjunnar. Sprengingin varð í Parsons Green lestarstöðinni klukkan 8:20 að morgni 15. september og sagði lögregla tveimur tímum síðar að um hryðjuverk væri að ræða. Enginn lést í árásinni en þrjátíu slösuðust, flestir þeirra með brunasár en einhverjir meiddust í troðningnum í lestinni. Talið er að sprengingin hafi komið frá fötu sem komið var fyrir í lestinni á háannartíma en mikinn eldur fylgdi sprengjunni sem talið er að hafi verið tímastillt. Sprengjan virkaði hugsanlega ekki að fullu og hefði skaðinn þá verið mun meiri ef hún hefði virkað eins og henni var ætlað. Lögregla handtók fimm aðra menn í tengslum við rannsókn málsins og eru þrír þeirra enn í gæsluvarðhaldi, mennirnir eru á aldrinum 17 til 30 ára. Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Hundruð lögregluþjóna og starfsmenn annarra öryggisstofnanna voru með umfangsmikla leit af sprengjumanninum og þeim sem gætu hafa aðstoðað hann.Yfirvöld báru kennsl á hann eftir að hafa farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum í lestakerfi London. Sadiq Khan, borgarstjóri London fordæmdi árásina en þetta er fimmta hryðjuverkaárásin í London á þessu ári. Samkvæmt BBC segjast yfirvöld hafa náð að koma í veg fyrir sex árásir. Lögregla rannsakar enn málið og hefur gert húsleit á nokkrum stöðum. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Tveir ungir menn handteknir vegna hryðjuverka og viðbúnaðarstig lækkað Amber Rudd innanríkisráðherra Bretlands tilkynnti í dag að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaárása hefði aftur verið lækkað. 17. september 2017 20:00 Tveir handteknir til viðbótar Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárasina í Parsons Green lestarstöðina í London síðastliðinn föstudag. 20. september 2017 08:53 Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Sjá meira
18 ára karlmaður var í dag ákærður fyrir morðtilraun vegna sprengingarinnar í lestarkerfi London fyrir viku. Samkvæmt frétt BBC verður maðurinn, sem heitir Ahmed Hassan, einnig kærður fyrir vopnaeign vegna sprengjunnar. Sprengingin varð í Parsons Green lestarstöðinni klukkan 8:20 að morgni 15. september og sagði lögregla tveimur tímum síðar að um hryðjuverk væri að ræða. Enginn lést í árásinni en þrjátíu slösuðust, flestir þeirra með brunasár en einhverjir meiddust í troðningnum í lestinni. Talið er að sprengingin hafi komið frá fötu sem komið var fyrir í lestinni á háannartíma en mikinn eldur fylgdi sprengjunni sem talið er að hafi verið tímastillt. Sprengjan virkaði hugsanlega ekki að fullu og hefði skaðinn þá verið mun meiri ef hún hefði virkað eins og henni var ætlað. Lögregla handtók fimm aðra menn í tengslum við rannsókn málsins og eru þrír þeirra enn í gæsluvarðhaldi, mennirnir eru á aldrinum 17 til 30 ára. Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Hundruð lögregluþjóna og starfsmenn annarra öryggisstofnanna voru með umfangsmikla leit af sprengjumanninum og þeim sem gætu hafa aðstoðað hann.Yfirvöld báru kennsl á hann eftir að hafa farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum í lestakerfi London. Sadiq Khan, borgarstjóri London fordæmdi árásina en þetta er fimmta hryðjuverkaárásin í London á þessu ári. Samkvæmt BBC segjast yfirvöld hafa náð að koma í veg fyrir sex árásir. Lögregla rannsakar enn málið og hefur gert húsleit á nokkrum stöðum.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Tveir ungir menn handteknir vegna hryðjuverka og viðbúnaðarstig lækkað Amber Rudd innanríkisráðherra Bretlands tilkynnti í dag að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaárása hefði aftur verið lækkað. 17. september 2017 20:00 Tveir handteknir til viðbótar Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárasina í Parsons Green lestarstöðina í London síðastliðinn föstudag. 20. september 2017 08:53 Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Sjá meira
Tveir ungir menn handteknir vegna hryðjuverka og viðbúnaðarstig lækkað Amber Rudd innanríkisráðherra Bretlands tilkynnti í dag að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaárása hefði aftur verið lækkað. 17. september 2017 20:00
Tveir handteknir til viðbótar Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárasina í Parsons Green lestarstöðina í London síðastliðinn föstudag. 20. september 2017 08:53
Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent