Lífið

Eitt stærsta einbýlishús landsins til sölu: „Þetta er falin perla“

Benedikt Bóas skrifar
Neðri hæðin er 156 fermetrar. Frá anddyri er gengið inn í opið rými sem tengir saman eldhús, sjónvarpshol og setustofu. Þar er gluggi sem hleypir birtu inn í eignina og gefur geggjað útsýni.
Neðri hæðin er 156 fermetrar. Frá anddyri er gengið inn í opið rými sem tengir saman eldhús, sjónvarpshol og setustofu. Þar er gluggi sem hleypir birtu inn í eignina og gefur geggjað útsýni. Myndir/Heimili Fasteignasala
„Þetta er falin perla,“ segir Brynjólfur Snorrason fasteignasali en hann er með Hólmaþing 16 til sölu sem er einstakt einbýlishús við Elliðavatn. Eignin er samtals 691,7 fm með útsýni yfir Elliðavatn og Bláfjöll og óska núverandi eigendur eftir tilboði.

„Það er mikill áhugi á eigninni og ég fæ tvær til þrjár fyrirspurnir á dag,“ segir Brynjólfur.

Eignin er timburhús á steyptum grunni og skiptist í 451,8 fm aðalbyggingu sem er með aukaíbúð í kjallara, 105,8 fm bílskúr sem er með með aukaíbúð á rishæð, 40 fm gróðurhús og 94,1 fm hesthús.

Hesthúsið er fyrir sex til átta hesta. Þar er flísalagt anddyri, eldhús með hita í gólfi, góðum borðkrók og útsýni yfir Elliðavatnið og baðherbergi með flísum á gólfi, opnanlegu fagi og upphengdu klósetti.

Hesthúsið sjálft er með nýlegt afgirt gerði og í næsta nágrenni eru fallegar reiðleiðir, m.a. um Vatnsenda og Elliðavatn.

Það er því vel hægt að kalla þetta búgarð en þeir eru sjaldséðir á höfuðborgarsvæðinu þótt megi finna þá nokkra í Kópavogi. Enginn af þeim er þó til sölu.

„Þó það gerist ekki endilega strax þá mun þessi eign fara. Hún er það einstök,“ segir Brynjólfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.