Linda Hamilton gæti snúið aftur í Terminator-seríuna Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2017 13:00 Linda Hamilton sem Sarah Connor í Terminator sem kom út árið 1984. IMDB Leikkonan Linda Hamilton mun eiga endurkomu í Terminator-seríuna sem hin þrautseiga Sarah Connor. Þrjátíu og þrjú ár eru síðan fyrsta Terminator-myndin leit dagsins ljós sem sagði frá baráttu Söruh við illvígt vélmenni í mannsmynd. Arnold Schwarzenegger fór með hlutverk vélmennisins sem sent var aftur til ársins 1984 til að drepa Söruh sem átti eftir að fæða drenginn John Connor, en sá átti eftir að leiða uppreisn mannkynsins þegar vélarnar höfðu tekið yfir jörðina í framtíðinni. Hamilton lék Söruh Connor aftur í Terminator 2: Judgement Day, en hefur ekki sést í myndunum sem komu á eftir. Terminator-serían er byggð á hugarfóstri leikstjórans James Cameron, sem einnig leikstýrði fyrstu tveimur myndunum, en Hollywood Reporter segir frá því að Cameron hefði boðið endurkomu Hamilton á einkaviðburði í gærkvöldi. Cameron sagði Söruh Connor hafa verið þýðingarmikla persónu fyrir kvenréttindabaráttuna og hasarmyndaleikara þegar hún kom fyrst fram. „Það eru fimmtugir og sextugir karlar að drepa vonda gaura, en það eru ekki dæmi um það þegar kemur að konum,“ er haft eftir Cameron. Áður höfðu verið fluttar fregnir af því að Arnold Schwarzenegger myndi endurtaka leikinn í næstu Terminator-mynd James Cameron. Bíó og sjónvarp Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikkonan Linda Hamilton mun eiga endurkomu í Terminator-seríuna sem hin þrautseiga Sarah Connor. Þrjátíu og þrjú ár eru síðan fyrsta Terminator-myndin leit dagsins ljós sem sagði frá baráttu Söruh við illvígt vélmenni í mannsmynd. Arnold Schwarzenegger fór með hlutverk vélmennisins sem sent var aftur til ársins 1984 til að drepa Söruh sem átti eftir að fæða drenginn John Connor, en sá átti eftir að leiða uppreisn mannkynsins þegar vélarnar höfðu tekið yfir jörðina í framtíðinni. Hamilton lék Söruh Connor aftur í Terminator 2: Judgement Day, en hefur ekki sést í myndunum sem komu á eftir. Terminator-serían er byggð á hugarfóstri leikstjórans James Cameron, sem einnig leikstýrði fyrstu tveimur myndunum, en Hollywood Reporter segir frá því að Cameron hefði boðið endurkomu Hamilton á einkaviðburði í gærkvöldi. Cameron sagði Söruh Connor hafa verið þýðingarmikla persónu fyrir kvenréttindabaráttuna og hasarmyndaleikara þegar hún kom fyrst fram. „Það eru fimmtugir og sextugir karlar að drepa vonda gaura, en það eru ekki dæmi um það þegar kemur að konum,“ er haft eftir Cameron. Áður höfðu verið fluttar fregnir af því að Arnold Schwarzenegger myndi endurtaka leikinn í næstu Terminator-mynd James Cameron.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira