Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. október 2017 04:00 Þjórsárver sunnan Hofsjökuls hafa lengi verið þrætuepli vegna hugmynda um Norðlingaölduveitu. Vísir/Vilhelm Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.Tillaga að mörkum og friðlýsingarskilmálum stækkaðs friðlands Þjórsárvera var auglýst til kynningar í upphafi júlímánaðar. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 3. október síðastliðinn. Um var að ræða skilmála og afmörkun sem komist var að samkomulagi um við sveitarfélög á svæðinu vorið 2013. Í júní sama ár stóð til að þáverandi umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, undirritaði auglýsinguna en hann hætti við eftir að bréf barst frá forstjóra Landsvirkjunar um að farið yrði með málið fyrir dómstóla yrði af undirrituninni. „Þetta er barátta sem staðið hefur yfir í 45 ár. Þetta byrjaði í Gnúpverjahreppi árið 1972 með fundi sem faðir minn og Birgir Sigurðsson stóðu fyrir,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvera. „Síðasta uppþotið var árið 2001 þegar keyra átti Norðlingaölduveitu í gegn. Þetta hefur verið hark á köflum, sérstaklega fyrstu árin. Við þurftum að kæra hitt og þetta og gera alls kyns kúnstir,“ segir Sigþrúður. „Þetta hefur verið baráttumál í áratugi og er löngu, löngu, löngu tímabært enda er svæðið eitt af krúnudjásnum Íslands,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Landverndar. „Allt hið einstaka við hálendi Íslands er þarna samankomið. Undirritunin er vonandi lokapunkturinn í að vernda svæðið algjörlega og losna við allar virkjanahugmyndir.“ Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Núverandi friðland er tæpir 358 ferkílómetrar. Friðlandið mun því rúmlega fjórfaldast að flatarmáli. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Friðlýsing Þjórsárvera lögð í salt Umhverfisráðherra hefur frestað stækkun friðlands í Þjórsárverum. Landsvirkjun sendi yfirvöldum skorinort bréf og áskildi sér rétt til málsóknar ef skrifað yrði undir friðlýsingarskilmála. Forstjóri Umhverfisstofnunar játar því að þungar ásakanir felist í bréfi Landsvirkjunar. 22. júní 2013 07:00 Umhverfisráðherra vill ekki brjóta lög Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. 21. júní 2013 20:31 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.Tillaga að mörkum og friðlýsingarskilmálum stækkaðs friðlands Þjórsárvera var auglýst til kynningar í upphafi júlímánaðar. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 3. október síðastliðinn. Um var að ræða skilmála og afmörkun sem komist var að samkomulagi um við sveitarfélög á svæðinu vorið 2013. Í júní sama ár stóð til að þáverandi umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, undirritaði auglýsinguna en hann hætti við eftir að bréf barst frá forstjóra Landsvirkjunar um að farið yrði með málið fyrir dómstóla yrði af undirrituninni. „Þetta er barátta sem staðið hefur yfir í 45 ár. Þetta byrjaði í Gnúpverjahreppi árið 1972 með fundi sem faðir minn og Birgir Sigurðsson stóðu fyrir,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvera. „Síðasta uppþotið var árið 2001 þegar keyra átti Norðlingaölduveitu í gegn. Þetta hefur verið hark á köflum, sérstaklega fyrstu árin. Við þurftum að kæra hitt og þetta og gera alls kyns kúnstir,“ segir Sigþrúður. „Þetta hefur verið baráttumál í áratugi og er löngu, löngu, löngu tímabært enda er svæðið eitt af krúnudjásnum Íslands,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Landverndar. „Allt hið einstaka við hálendi Íslands er þarna samankomið. Undirritunin er vonandi lokapunkturinn í að vernda svæðið algjörlega og losna við allar virkjanahugmyndir.“ Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Núverandi friðland er tæpir 358 ferkílómetrar. Friðlandið mun því rúmlega fjórfaldast að flatarmáli.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Friðlýsing Þjórsárvera lögð í salt Umhverfisráðherra hefur frestað stækkun friðlands í Þjórsárverum. Landsvirkjun sendi yfirvöldum skorinort bréf og áskildi sér rétt til málsóknar ef skrifað yrði undir friðlýsingarskilmála. Forstjóri Umhverfisstofnunar játar því að þungar ásakanir felist í bréfi Landsvirkjunar. 22. júní 2013 07:00 Umhverfisráðherra vill ekki brjóta lög Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. 21. júní 2013 20:31 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Friðlýsing Þjórsárvera lögð í salt Umhverfisráðherra hefur frestað stækkun friðlands í Þjórsárverum. Landsvirkjun sendi yfirvöldum skorinort bréf og áskildi sér rétt til málsóknar ef skrifað yrði undir friðlýsingarskilmála. Forstjóri Umhverfisstofnunar játar því að þungar ásakanir felist í bréfi Landsvirkjunar. 22. júní 2013 07:00
Umhverfisráðherra vill ekki brjóta lög Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. 21. júní 2013 20:31