Takast á við landslag og tákn á sinn hátt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2017 09:45 Einar Garibaldi við eina af fjórtán myndum í seríunni Reykjavík. Vísir/Hanna Þeir Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur sem sameinast um sýninguna Staðsetningar í Gerðarsafni eru báðir trúir málverkinu. En eins og sýngarstjóri þeirra, Jón Proppé, bendir á eru aðferðir þeirra sérstakar. Því segir hann sýninguna verða í tveimur hlutum. „Sú sem við opnum núna er elegant en svo lokum við henni, breytum öllu og sýnum eldri verk og skyssur, förum nær vinnuferlinu og aðferðunum.“ Verk Kristjáns Steingríms eru úr jarðefnum sem hann tekur á ákveðnum stöðum. „Ég bý til litaduft úr jarðefnunum, set í þau línoleum og svo mála ég. Þannig vísa ég í upprunastað efnisins og sögu,“ segir hann og bendir til dæmis á seríu á gafli salarins. „Þessar myndir eru úr almenningsgörðum, flestum erlendis en ein úr Lystigarðinum á Akureyri þar sem ég ólst eiginlega upp því pabbi var garðyrkjustjóri á Akureyri.“Smáagnir og jarðefni úr garði í París er uppistaða þessa verks sem Kristján Steingrímur stillir sér upp við.Eitt ljóst málverk minnir á suðræna strönd en er frá Bleikjuholti á Ströndum. Annað dumbrautt, úr Seyðishólum. Stórt verk, málað 2004, nefnist Undir vatni. Í því eru jarðefni frá Sauðárgígum sem nú eru komnir undir Hálslón, minnisvarði um farið land. Kristján Steingrímur tekur einnig agnir úr umhverfinu sem eru nánast ósýnilegar þar til hann setur þær í víðsjá og málar þær. „Þannig upphef ég þær og bý til sýnilegan heim,“ útskýrir hann og bendir á þriggja mynda seríu. Líka stórt verk, gert úr ögnum úr garði í París. Kristján Steingrímur og Einar Garibaldi með Jón Proppé sýningarstjóra á milli sín. Vísir/HannaÍ salnum sem Einar Garibaldi hefur til umráða sýnir hann eitt verk, Höfuðborg. Það er í 14 hlutum. Annars vegar búið til úr þekktum texta, pönkhljómsveitarinnar Vonbrigði, Ó Reykjavík, ó Reykjavík… og hins vegar korti, ætluðu til að vísa ferðamönnum á áhugaverða staði í borginni. Þar eru myndir af myndum, hver ofan í annari. Af hverju? „Kannski tengist það upplýsingaflæði samtímans sem hefur gert það að verkum að við erum hætt að sjá raunveruleikann fyrir þeim myndum sem búnar eru til af honum – týnd inni í korti og göngum þar milli tákna til að reyna að sjá hið upprunalega?“ svarar hann. Segir verkið Höfuðborg vera spurningarmerki frekar en yfirlýsingu. „Málverkið er í mínum huga leið til að reyna að skilja raunveruleikann, að átta mig á þeim römmum sem stjórna sýn okkar á heiminn og þar með annmörkum tilverunnar.“ Menning Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þeir Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur sem sameinast um sýninguna Staðsetningar í Gerðarsafni eru báðir trúir málverkinu. En eins og sýngarstjóri þeirra, Jón Proppé, bendir á eru aðferðir þeirra sérstakar. Því segir hann sýninguna verða í tveimur hlutum. „Sú sem við opnum núna er elegant en svo lokum við henni, breytum öllu og sýnum eldri verk og skyssur, förum nær vinnuferlinu og aðferðunum.“ Verk Kristjáns Steingríms eru úr jarðefnum sem hann tekur á ákveðnum stöðum. „Ég bý til litaduft úr jarðefnunum, set í þau línoleum og svo mála ég. Þannig vísa ég í upprunastað efnisins og sögu,“ segir hann og bendir til dæmis á seríu á gafli salarins. „Þessar myndir eru úr almenningsgörðum, flestum erlendis en ein úr Lystigarðinum á Akureyri þar sem ég ólst eiginlega upp því pabbi var garðyrkjustjóri á Akureyri.“Smáagnir og jarðefni úr garði í París er uppistaða þessa verks sem Kristján Steingrímur stillir sér upp við.Eitt ljóst málverk minnir á suðræna strönd en er frá Bleikjuholti á Ströndum. Annað dumbrautt, úr Seyðishólum. Stórt verk, málað 2004, nefnist Undir vatni. Í því eru jarðefni frá Sauðárgígum sem nú eru komnir undir Hálslón, minnisvarði um farið land. Kristján Steingrímur tekur einnig agnir úr umhverfinu sem eru nánast ósýnilegar þar til hann setur þær í víðsjá og málar þær. „Þannig upphef ég þær og bý til sýnilegan heim,“ útskýrir hann og bendir á þriggja mynda seríu. Líka stórt verk, gert úr ögnum úr garði í París. Kristján Steingrímur og Einar Garibaldi með Jón Proppé sýningarstjóra á milli sín. Vísir/HannaÍ salnum sem Einar Garibaldi hefur til umráða sýnir hann eitt verk, Höfuðborg. Það er í 14 hlutum. Annars vegar búið til úr þekktum texta, pönkhljómsveitarinnar Vonbrigði, Ó Reykjavík, ó Reykjavík… og hins vegar korti, ætluðu til að vísa ferðamönnum á áhugaverða staði í borginni. Þar eru myndir af myndum, hver ofan í annari. Af hverju? „Kannski tengist það upplýsingaflæði samtímans sem hefur gert það að verkum að við erum hætt að sjá raunveruleikann fyrir þeim myndum sem búnar eru til af honum – týnd inni í korti og göngum þar milli tákna til að reyna að sjá hið upprunalega?“ svarar hann. Segir verkið Höfuðborg vera spurningarmerki frekar en yfirlýsingu. „Málverkið er í mínum huga leið til að reyna að skilja raunveruleikann, að átta mig á þeim römmum sem stjórna sýn okkar á heiminn og þar með annmörkum tilverunnar.“
Menning Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira