Tunglið hafði eitt sinn lofthjúp Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2017 23:55 Teikning af Regnhafinu á tunglinu þegar jarðvirkni var þar til staðar. Gasið úr eldgosum gat myndað lofthjúp sem hvarf á endanum út í geim. NASA MSFC Gríðarleg eldgos á tunglinu fyrir milljörðum ára mynduðu lofthjúp sem entist að líkindum í tugi milljóna ára áður en hann gufaði upp út í geim. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á eldgosunum. Tunglið okkar stendur nakið og berskjaldað í geimnum án andrúmslofts. Lofttæmið þar þýðir að gríðarlegar hitasveiflur verða á yfirborðinu allt eftir því hvort það er í skugga eða baðað sólarljósi. Þannig getur hitinn náð um 100°C í sólinni en -170°C í forsælunni. Rannsókn vísindamannanna sem þeir segja frá í Earth and Planetary Sciene Letters bendir þó til þess að tunglið hafi ekki alla tíð verið eins varnarlaust fyrir geimgeislum og það er nú. Þegar innviði tunglsins voru enn heit og eldgos voru tíð á yfirborði þess losnaði mikið magn gastegunda sem vísindamennirnir reikna út að hafi streymt út hraðar en það hvarf út í geim. Þannig hafi eldfjallagasið geta myndað og viðhaldið lofthjúpi í um 70 milljónir ára.Gerbreytir sýn manna á tungliðVísindamennirnir telja að lofthjúpurinn hafi verið þykkastur fyrir um 3,5 milljörðum ára. Mest var gasstreymið fyrir um 3,8-3,5 milljörðum ára þegar hraun flæddi yfir Regnhafið og Kyrrðarhafið Í frétt á vefnum Phys.org kemur fram að Apollo-geimfararnir tóku sýni úr þessum hraunum sem gerðu mönnum kleift að aldursgreina það. Þá fundust einnig merki um gasið sem varð til við eldsumbrotin, þar á meðal kolmónoxíð og undirstöður vatns og brennisteinssameinda. „Þessi rannsókn gerbreytir sýn okkar á tunglið frá því að vera loftlaus grjóthnullungur yfir í að hafa verið hulinn lofthjúpi sem var þykkari en sá sem er utan um Mars í dag,“ segir David Kring, einn vísindamannanna sem stóð að rannsókninni frá Universities Space Research Association. Á meðan á þessu stóð hefði tunglið litið töluvert öðruvísi út frá jörðinni séð en það gerir í dag. Tunglið var þá nærri því þrefalt nær jörðinni og hefði því verði þeim mun stærra á næturhimninum. Vísindi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Gríðarleg eldgos á tunglinu fyrir milljörðum ára mynduðu lofthjúp sem entist að líkindum í tugi milljóna ára áður en hann gufaði upp út í geim. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á eldgosunum. Tunglið okkar stendur nakið og berskjaldað í geimnum án andrúmslofts. Lofttæmið þar þýðir að gríðarlegar hitasveiflur verða á yfirborðinu allt eftir því hvort það er í skugga eða baðað sólarljósi. Þannig getur hitinn náð um 100°C í sólinni en -170°C í forsælunni. Rannsókn vísindamannanna sem þeir segja frá í Earth and Planetary Sciene Letters bendir þó til þess að tunglið hafi ekki alla tíð verið eins varnarlaust fyrir geimgeislum og það er nú. Þegar innviði tunglsins voru enn heit og eldgos voru tíð á yfirborði þess losnaði mikið magn gastegunda sem vísindamennirnir reikna út að hafi streymt út hraðar en það hvarf út í geim. Þannig hafi eldfjallagasið geta myndað og viðhaldið lofthjúpi í um 70 milljónir ára.Gerbreytir sýn manna á tungliðVísindamennirnir telja að lofthjúpurinn hafi verið þykkastur fyrir um 3,5 milljörðum ára. Mest var gasstreymið fyrir um 3,8-3,5 milljörðum ára þegar hraun flæddi yfir Regnhafið og Kyrrðarhafið Í frétt á vefnum Phys.org kemur fram að Apollo-geimfararnir tóku sýni úr þessum hraunum sem gerðu mönnum kleift að aldursgreina það. Þá fundust einnig merki um gasið sem varð til við eldsumbrotin, þar á meðal kolmónoxíð og undirstöður vatns og brennisteinssameinda. „Þessi rannsókn gerbreytir sýn okkar á tunglið frá því að vera loftlaus grjóthnullungur yfir í að hafa verið hulinn lofthjúpi sem var þykkari en sá sem er utan um Mars í dag,“ segir David Kring, einn vísindamannanna sem stóð að rannsókninni frá Universities Space Research Association. Á meðan á þessu stóð hefði tunglið litið töluvert öðruvísi út frá jörðinni séð en það gerir í dag. Tunglið var þá nærri því þrefalt nær jörðinni og hefði því verði þeim mun stærra á næturhimninum.
Vísindi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira