Ólafur: Efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2017 17:52 Í morgun bárust fréttir af því að Ólafur Kristjánsson væri hættur sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers. Gengi Randers það sem af er tímabils hefur verið afleitt en liðið situr á botni dönsku deildarinnar með aðeins sjö stig eftir 11 leiki. „Þetta er alltaf fúlt. Þú ert rekinn eða segir upp en þetta kemur í kjölfarið á spjalli sem ég átti við íþróttastjórann í gær. Það er búin að vera þurrkatíð og þá þarf maður stundum að kíkja inn á við og finna út hvernig hlutirnir eru og hvað maður getur gert. Við sammæltust um að það væri betra að láta leiðir skilja og hleypa öðrum að,“ sagði Ólafur í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En er Ólafur svekktur hvernig hlutirnar æxluðust hjá Randers? „Maður er svekktur að fá ekki úrslit. Svekktur með hluti sem hafa verið að gerast í félaginu í gegnum langan tíma. Það gagnast engum að ég telji þá hluti upp. Þá er þetta eins og maður sé grenjandi og vælandi og kennandi öllum öðrum um en sjálfum sér. Maður verður að hafa nógu breiðar axlir til að segja: ég ber ábyrgð á ákveðnum hlutum og þeir þurfa að fara upp á borðið,“ sagði Ólafur sem hefur engan áhuga á að skjóta á sína gömlu vinnuveitendur.Ólafur segist óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér.vísir/getty„Það sem félagið og leikmannahópurinn þarf á að halda er að það skapist ró. Þá er ekkert gott að hafa fyrrverandi þjálfara sem ætlar að benda á allt sem hann hefði viljað hafa öðruvísi.“ Ólafur segir að eflaust hafi hann gert sín mistök meðan hann var við stjórnvölinn hjá Randers. „Auðvitað gerði ég hluti sem ég átti ekki að gera. Ég get nefnt að ég hefði átt að vera kröfuharðari á að ég einn myndi ráða og enginn annar. Ég hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við á einhverjum tímapunkti varðandi leikmannahópinn og ýmsa hluti. En það er í fortíðinni. Ég efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari. Þú mátt aldrei gera það þótt þú sért látinn fara. Það eru ekkert alltof margir sem koma til þín og segja að þú sért góður í einhverju,“ sagði Ólafur. Þjálfarinn segist ekki vita hvað taki við hjá sér; hvort hann ætli að reyna áfram fyrir sér í Danmörku eða koma heim. Breiðablik, sem Ólafur stýrði á árunum 2006-14 er t.a.m. án þjálfara. „Ég hef ekkert hugsað svo langt. Það kemur allt til greina. Síðast sagðist ég hafa áhuga á að vera úti en ef það er spennandi verkefni og áskorun hér í Danmörku eða annars staðar sem höfðar til mín, þá kemur það til greina, hvort sem það er í fótbolta eða einhverju öðru,“ sagði Ólafur að lokum. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Sjá meira
Í morgun bárust fréttir af því að Ólafur Kristjánsson væri hættur sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers. Gengi Randers það sem af er tímabils hefur verið afleitt en liðið situr á botni dönsku deildarinnar með aðeins sjö stig eftir 11 leiki. „Þetta er alltaf fúlt. Þú ert rekinn eða segir upp en þetta kemur í kjölfarið á spjalli sem ég átti við íþróttastjórann í gær. Það er búin að vera þurrkatíð og þá þarf maður stundum að kíkja inn á við og finna út hvernig hlutirnir eru og hvað maður getur gert. Við sammæltust um að það væri betra að láta leiðir skilja og hleypa öðrum að,“ sagði Ólafur í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En er Ólafur svekktur hvernig hlutirnar æxluðust hjá Randers? „Maður er svekktur að fá ekki úrslit. Svekktur með hluti sem hafa verið að gerast í félaginu í gegnum langan tíma. Það gagnast engum að ég telji þá hluti upp. Þá er þetta eins og maður sé grenjandi og vælandi og kennandi öllum öðrum um en sjálfum sér. Maður verður að hafa nógu breiðar axlir til að segja: ég ber ábyrgð á ákveðnum hlutum og þeir þurfa að fara upp á borðið,“ sagði Ólafur sem hefur engan áhuga á að skjóta á sína gömlu vinnuveitendur.Ólafur segist óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér.vísir/getty„Það sem félagið og leikmannahópurinn þarf á að halda er að það skapist ró. Þá er ekkert gott að hafa fyrrverandi þjálfara sem ætlar að benda á allt sem hann hefði viljað hafa öðruvísi.“ Ólafur segir að eflaust hafi hann gert sín mistök meðan hann var við stjórnvölinn hjá Randers. „Auðvitað gerði ég hluti sem ég átti ekki að gera. Ég get nefnt að ég hefði átt að vera kröfuharðari á að ég einn myndi ráða og enginn annar. Ég hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við á einhverjum tímapunkti varðandi leikmannahópinn og ýmsa hluti. En það er í fortíðinni. Ég efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari. Þú mátt aldrei gera það þótt þú sért látinn fara. Það eru ekkert alltof margir sem koma til þín og segja að þú sért góður í einhverju,“ sagði Ólafur. Þjálfarinn segist ekki vita hvað taki við hjá sér; hvort hann ætli að reyna áfram fyrir sér í Danmörku eða koma heim. Breiðablik, sem Ólafur stýrði á árunum 2006-14 er t.a.m. án þjálfara. „Ég hef ekkert hugsað svo langt. Það kemur allt til greina. Síðast sagðist ég hafa áhuga á að vera úti en ef það er spennandi verkefni og áskorun hér í Danmörku eða annars staðar sem höfðar til mín, þá kemur það til greina, hvort sem það er í fótbolta eða einhverju öðru,“ sagði Ólafur að lokum. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Sjá meira
Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43