Sjón og Jón koma til álita sem verðandi Nóbelsskáld Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2017 12:57 Okkar menn, Jón og Sjón, eru í góðum félagsskap þeirra sem helst þykja koma til álita. Sjón og Jón Kalmann hafa gert sig gildandi á lista yfir þá sem teljast koma til greina sem næstu handhafar Nóbelsverðlauna í bókmenntum. Verðlaunin verða afhent á morgun en eins og áhugafólk um Nóbelsverðlaunin þekkja hlaut Bob Dylan Nóbelsverðlaunin í fyrra. Sjón og Jón eru á listum veðbanka, báðir samanlagt með stuðulinn 21, sem þýðir einfaldlega að ef einhver vill veðja þúsund krónum á að þeir hreppi hnossið, þá fær sá 21 þúsund krónur til baka. En, tapar þúsund kallinum komi það ekki á daginn.Heimsþekktir höfundar neðar á listaÞeir höfundar sem þykja líklegastir samkvæmt veðbönkum eru Ngũgĩ wa Thiong'o frá Kenía, hann er efstur á blaði. Næstur kemur japanski rithöfundurinn Haruki Murakami, sem oftlega hefur verið nefndur sem kandítat þegar Nóbelsverðlaunin eru annars vegar. Og þriðja efst á lista er svo Margret Atwood, kandadíski rithöfundurinn, þekktur femínisti og margverðlaunuð fyrir skrif sín.Hér getur að líta nöfn þeirra sem helst þykja koma til álita sem næsta Nóbelsskáld, samkvæmt ýmsum veðbönkum.Jón og Sjón eru í tíunda sæti og merkilegt má heita að þeir teljast líklegri til að hreppa verðlaunin en stór nöfn á borð við Philip Roth, Peter Handke og Houellebecq svo einhverjir séu nefndir til sögunnar. Þetta hefur vakið athygli, meðal annars hefur Sænska sjónvarpið fjallað um þetta og ræddi við Jón Kalmann. Jón er hress og segist ætla, verði hann fyrir valinu, að drekka viskíflösku með vinum sínum. Til að fagna. Hann segir þetta heiður en ljóst er að hann vill ekki gera of mikið úr þessu. Og Jón Kalmann segist ekki hafa heyrt neitt frá akademíunni.Báðir vakið athygli á erlendri grunduVísir reyndi að komast til botns í því, með fullri virðingu, hvað ræður því að þeir Jón og Sjón en ekki einhverjir aðrir, til að mynda Guðbergur Bergsson, eru ekki nefndir til sögunnar. Og hvort komið sé að Íslandi í einhverjum pólitískum skilningi sem undirliggjandi getur verið? Eru menn misverðlaunalegir á svipinn? Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segist ekki þekkja pólitíkina í kringum Nóbelinn og minnir á að hún hafi vitaskuld verið umdeild frá upphafi. Egill Örn minnir á að Dylan hafi fengið verðlaunin síðast og kom það mörgum í opna skjöldu.Egill Örn segir alveg ómögulegt að spá í það hvernig hlutirnir verkist hjá sænsku akademíunni sem vélar um með Nóbelsverðlaunin.„Sjón hefur auðvitað vakið heilmikla athygli erlendis fyrir bækurnar sínar og eins hefur hann staðið framarlega þegar kemur að ýmsum baráttumálum, svo sem málfrelsi og fleira á alþjóðavísu meðal höfunda,“ segir Egill Örn en þorir að öðru leyti lítt að spá í þessi spil.Veðjað á Jón og SjónVegir nefndarinnar eru af þeim sem Vísir ræddi við og þekkja vel til, órannsakanlegir. Stundum fer þetta eftir því hvort einhver nefndarmaður er nógu ákveðinn stuðningsmaður einhvers og svo framvegis. Erfitt er að setja putta á hvað ræður. Komið að Íslandi? Því ekki það, segir einn álitsgjafa Vísis og bendir á að ekki nokkur maður hafi leyft sér að spá því að Elfriede Jelinek fengi Nóbel. Það liggur því fyrir að talsverð heppni verður að vera með í spilinu ef menn ætla sér að veðja á hvað verður á morgun. Blaðamaður Vísis ætlar þó að henda sitt hvorum þúsund krónunum á Jón og svo Sjón. Og til að setja aukna spennu í þann leik fer þriðji þúsund kallinn á ungverjann László Krasznahorkai, en hann er með stuðulinn 30 á Betsson. Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Sjón og Jón Kalmann hafa gert sig gildandi á lista yfir þá sem teljast koma til greina sem næstu handhafar Nóbelsverðlauna í bókmenntum. Verðlaunin verða afhent á morgun en eins og áhugafólk um Nóbelsverðlaunin þekkja hlaut Bob Dylan Nóbelsverðlaunin í fyrra. Sjón og Jón eru á listum veðbanka, báðir samanlagt með stuðulinn 21, sem þýðir einfaldlega að ef einhver vill veðja þúsund krónum á að þeir hreppi hnossið, þá fær sá 21 þúsund krónur til baka. En, tapar þúsund kallinum komi það ekki á daginn.Heimsþekktir höfundar neðar á listaÞeir höfundar sem þykja líklegastir samkvæmt veðbönkum eru Ngũgĩ wa Thiong'o frá Kenía, hann er efstur á blaði. Næstur kemur japanski rithöfundurinn Haruki Murakami, sem oftlega hefur verið nefndur sem kandítat þegar Nóbelsverðlaunin eru annars vegar. Og þriðja efst á lista er svo Margret Atwood, kandadíski rithöfundurinn, þekktur femínisti og margverðlaunuð fyrir skrif sín.Hér getur að líta nöfn þeirra sem helst þykja koma til álita sem næsta Nóbelsskáld, samkvæmt ýmsum veðbönkum.Jón og Sjón eru í tíunda sæti og merkilegt má heita að þeir teljast líklegri til að hreppa verðlaunin en stór nöfn á borð við Philip Roth, Peter Handke og Houellebecq svo einhverjir séu nefndir til sögunnar. Þetta hefur vakið athygli, meðal annars hefur Sænska sjónvarpið fjallað um þetta og ræddi við Jón Kalmann. Jón er hress og segist ætla, verði hann fyrir valinu, að drekka viskíflösku með vinum sínum. Til að fagna. Hann segir þetta heiður en ljóst er að hann vill ekki gera of mikið úr þessu. Og Jón Kalmann segist ekki hafa heyrt neitt frá akademíunni.Báðir vakið athygli á erlendri grunduVísir reyndi að komast til botns í því, með fullri virðingu, hvað ræður því að þeir Jón og Sjón en ekki einhverjir aðrir, til að mynda Guðbergur Bergsson, eru ekki nefndir til sögunnar. Og hvort komið sé að Íslandi í einhverjum pólitískum skilningi sem undirliggjandi getur verið? Eru menn misverðlaunalegir á svipinn? Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segist ekki þekkja pólitíkina í kringum Nóbelinn og minnir á að hún hafi vitaskuld verið umdeild frá upphafi. Egill Örn minnir á að Dylan hafi fengið verðlaunin síðast og kom það mörgum í opna skjöldu.Egill Örn segir alveg ómögulegt að spá í það hvernig hlutirnir verkist hjá sænsku akademíunni sem vélar um með Nóbelsverðlaunin.„Sjón hefur auðvitað vakið heilmikla athygli erlendis fyrir bækurnar sínar og eins hefur hann staðið framarlega þegar kemur að ýmsum baráttumálum, svo sem málfrelsi og fleira á alþjóðavísu meðal höfunda,“ segir Egill Örn en þorir að öðru leyti lítt að spá í þessi spil.Veðjað á Jón og SjónVegir nefndarinnar eru af þeim sem Vísir ræddi við og þekkja vel til, órannsakanlegir. Stundum fer þetta eftir því hvort einhver nefndarmaður er nógu ákveðinn stuðningsmaður einhvers og svo framvegis. Erfitt er að setja putta á hvað ræður. Komið að Íslandi? Því ekki það, segir einn álitsgjafa Vísis og bendir á að ekki nokkur maður hafi leyft sér að spá því að Elfriede Jelinek fengi Nóbel. Það liggur því fyrir að talsverð heppni verður að vera með í spilinu ef menn ætla sér að veðja á hvað verður á morgun. Blaðamaður Vísis ætlar þó að henda sitt hvorum þúsund krónunum á Jón og svo Sjón. Og til að setja aukna spennu í þann leik fer þriðji þúsund kallinn á ungverjann László Krasznahorkai, en hann er með stuðulinn 30 á Betsson.
Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira