Flest mörk í Pepsi áttu rætur sínar að rekja til Húsavíkur og Akranes Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2017 11:30 Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði 9 mörk fyrir KA í sumar. Vísir/Stefán Það er fróðlegt að skoða hvar leikmenn Pepsi-deildarinnar urðu að fótboltamönnum og hverjir þeirra voru að skora mest í sumar. Leifur Grímsson hefur tekið saman skemmtilega tölfræði um uppruna markanna í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og hann birti hana á Twitter-síðu sinni. Það hefur verið mikið talað um Húsvíkingana í Pepsi-deildinni og þessi tölfræði Leifs sýnir að það er ekki að ástæðulausu. Völsungur er kannski bara um miðja C-deildina en leikmenn uppaldir í félaginu skoruðu alls 28 mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Völsungur og ÍA eiga átti flest mörk í þessari samantekt eða 28 hvor. Það voru þó bara sjö uppaldir Völsungar sem skoruðu þessi 28 mörk en aftur á móti var 21 uppalinn Skagamaður sem spilaði í Pepsi-deildinni í sumar. Hér fyrir neðan má sjá tölfræði Leifs Grímssonar um uppruna markanna.190 íslenskir leikmenn fengu skráðan leik í Pepsi 2017. Þeir skoruðu 277 mörk. Vel gert Völsungar! #fotboltinetpic.twitter.com/Caqarq2rYj — Leifur Grímsson (@lgrims) October 3, 2017 Markahæsti Völsungurinn var Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði 9 mörk fyrir KA-liðið í sumar. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði 7 mörk og Ásgeir Sigurgeirsson var með 5 mörk. Þessir þrír skoruðu því 21 af þessum 28 mörkum Húsvíkinga í Pepsi-deildinni 2017. Skagamennirnir Steinar Þorsteinsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Þórður Þorsteinn Þórðarson skoruðu allir fimm mörk fyrir ÍA-liðið í sumar og Arnar Már Guðjónsson var með fjögur mörk. Leifur Grímsson skoðaði um leið uppruna allra leikmanna deildarinnar sem fengu mínútu í sumar. Þar hafa flestir komið úr Breiðabliki eða 11 prósent allra leikmanna deildarinnar. Þessar tölfræði Leifs má sjá hér fyrir neðan.Uppruni leikmanna Pepsi deild karla2017 #fotboltinetpic.twitter.com/k5XHzsVYN4 — Leifur Grímsson (@lgrims) October 2, 2017 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Það er fróðlegt að skoða hvar leikmenn Pepsi-deildarinnar urðu að fótboltamönnum og hverjir þeirra voru að skora mest í sumar. Leifur Grímsson hefur tekið saman skemmtilega tölfræði um uppruna markanna í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og hann birti hana á Twitter-síðu sinni. Það hefur verið mikið talað um Húsvíkingana í Pepsi-deildinni og þessi tölfræði Leifs sýnir að það er ekki að ástæðulausu. Völsungur er kannski bara um miðja C-deildina en leikmenn uppaldir í félaginu skoruðu alls 28 mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Völsungur og ÍA eiga átti flest mörk í þessari samantekt eða 28 hvor. Það voru þó bara sjö uppaldir Völsungar sem skoruðu þessi 28 mörk en aftur á móti var 21 uppalinn Skagamaður sem spilaði í Pepsi-deildinni í sumar. Hér fyrir neðan má sjá tölfræði Leifs Grímssonar um uppruna markanna.190 íslenskir leikmenn fengu skráðan leik í Pepsi 2017. Þeir skoruðu 277 mörk. Vel gert Völsungar! #fotboltinetpic.twitter.com/Caqarq2rYj — Leifur Grímsson (@lgrims) October 3, 2017 Markahæsti Völsungurinn var Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði 9 mörk fyrir KA-liðið í sumar. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði 7 mörk og Ásgeir Sigurgeirsson var með 5 mörk. Þessir þrír skoruðu því 21 af þessum 28 mörkum Húsvíkinga í Pepsi-deildinni 2017. Skagamennirnir Steinar Þorsteinsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Þórður Þorsteinn Þórðarson skoruðu allir fimm mörk fyrir ÍA-liðið í sumar og Arnar Már Guðjónsson var með fjögur mörk. Leifur Grímsson skoðaði um leið uppruna allra leikmanna deildarinnar sem fengu mínútu í sumar. Þar hafa flestir komið úr Breiðabliki eða 11 prósent allra leikmanna deildarinnar. Þessar tölfræði Leifs má sjá hér fyrir neðan.Uppruni leikmanna Pepsi deild karla2017 #fotboltinetpic.twitter.com/k5XHzsVYN4 — Leifur Grímsson (@lgrims) October 2, 2017
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira