Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2017 18:57 Karlmaður á sjötugsaldri sem myrti að minnsta kosti 58 og særði hundruð manna á tónleikum í Las Vegas í nótt er sagður hafa eytt eftirlaunaárum sínum í að spila fjárhættuspil fyrir fúlgur fjár. Faðir hans var eitt sinn á meðal tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. Stephen Paddock var 64 ára gamall en hann er talinn hafa svipt sig lífi eftir að hann lét skotum rigna yfir tónleikagesti í Las Vegas í gærkvöldi. Yfir fimm hundruð manns eru sárir eftir skotárásina sem er sögð sú mannskæðasta í samtímasögu Bandaríkjanna. Bróðir hans, Eric, segir að morðinginn hafi verið hættur að vinna. Hann hafi stundað fjárhættuspil af miklum móð og lagt háar fjárhæðir undir. Morðin komu honum og fjölskyldunni algerlega í opna skjöldu. „Hann var bróðir minn og þetta er eins og að loftsteinn hafi fallið af himnum ofan,“ segir Eric Paddock við CNN-fréttastöðina. Faðir þeirra var eitt sinn á lista alríkislögreglunnar FBI yfir tíu eftirlýstustu menn Bandaríkjanna þegar hann var á flótta eftir bankarán.Höfðu engar upplýsingar um manninn áður Lögreglan hefur leitað að kærustu Paddock, Marilou Danley, sem er sögð hafa búið með honum síðustu árin. Ekki er talið að hún hafi haft neitt að gera með skotárásina og að hún hafi verið stödd á Filippseyjum á meðan. Joseph Lombardo, lögreglustjóri Las Vegas, segir að yfirvöld hafi ekki haft neinar upplýsingar um Paddock áður en hann myrti tugi manna með köldu blóði. „Ég veit ekki hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta,“ segir hann.Rúmlega tuttugu þúsund manns voru á tónleikum utandyra þegar Paddock hóf skothríð. Mikil skelfing braust út.Vísir/AFPEngar tengingar við hryðjuverk, pólitík eða trú Lítið er vitað um hvað Paddock gekk til. Lombardo segir að engin tengsl hafi fundist við hryðjuverkahópa og svo virðist sem að hann hafi staðið einn að árásinni. Bróðir hans segir að fjölskyldan viti ekki um neinar pólitískar eða trúarlegar tengingar sem hann hafi haft. Nágrannar Paddock í hverfi eftirlaunaþegar í borginni Reno lýsa honum sem fáskiptum og að parið hafi horfið dögum og jafnvel mánuðum saman þegar þau fóru að spila fjárhættuspil, að því er segir í frétt Washington Post. Gögn benda til þess að Paddock hafi átt skotvopn í gegnum tíðina, þar á meðal í Kaliforníu. Fleiri en tíu byssur fundust á hótelherbergi Paddock í Las Vegas en lögreglan telur að vopnin hafi hann keypt löglega. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Donald Trump ávarpaði bandarísku þjóðina: Skotárásin í Las Vegas „hrein illska“ Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. 2. október 2017 14:34 Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri sem myrti að minnsta kosti 58 og særði hundruð manna á tónleikum í Las Vegas í nótt er sagður hafa eytt eftirlaunaárum sínum í að spila fjárhættuspil fyrir fúlgur fjár. Faðir hans var eitt sinn á meðal tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. Stephen Paddock var 64 ára gamall en hann er talinn hafa svipt sig lífi eftir að hann lét skotum rigna yfir tónleikagesti í Las Vegas í gærkvöldi. Yfir fimm hundruð manns eru sárir eftir skotárásina sem er sögð sú mannskæðasta í samtímasögu Bandaríkjanna. Bróðir hans, Eric, segir að morðinginn hafi verið hættur að vinna. Hann hafi stundað fjárhættuspil af miklum móð og lagt háar fjárhæðir undir. Morðin komu honum og fjölskyldunni algerlega í opna skjöldu. „Hann var bróðir minn og þetta er eins og að loftsteinn hafi fallið af himnum ofan,“ segir Eric Paddock við CNN-fréttastöðina. Faðir þeirra var eitt sinn á lista alríkislögreglunnar FBI yfir tíu eftirlýstustu menn Bandaríkjanna þegar hann var á flótta eftir bankarán.Höfðu engar upplýsingar um manninn áður Lögreglan hefur leitað að kærustu Paddock, Marilou Danley, sem er sögð hafa búið með honum síðustu árin. Ekki er talið að hún hafi haft neitt að gera með skotárásina og að hún hafi verið stödd á Filippseyjum á meðan. Joseph Lombardo, lögreglustjóri Las Vegas, segir að yfirvöld hafi ekki haft neinar upplýsingar um Paddock áður en hann myrti tugi manna með köldu blóði. „Ég veit ekki hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta,“ segir hann.Rúmlega tuttugu þúsund manns voru á tónleikum utandyra þegar Paddock hóf skothríð. Mikil skelfing braust út.Vísir/AFPEngar tengingar við hryðjuverk, pólitík eða trú Lítið er vitað um hvað Paddock gekk til. Lombardo segir að engin tengsl hafi fundist við hryðjuverkahópa og svo virðist sem að hann hafi staðið einn að árásinni. Bróðir hans segir að fjölskyldan viti ekki um neinar pólitískar eða trúarlegar tengingar sem hann hafi haft. Nágrannar Paddock í hverfi eftirlaunaþegar í borginni Reno lýsa honum sem fáskiptum og að parið hafi horfið dögum og jafnvel mánuðum saman þegar þau fóru að spila fjárhættuspil, að því er segir í frétt Washington Post. Gögn benda til þess að Paddock hafi átt skotvopn í gegnum tíðina, þar á meðal í Kaliforníu. Fleiri en tíu byssur fundust á hótelherbergi Paddock í Las Vegas en lögreglan telur að vopnin hafi hann keypt löglega.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Donald Trump ávarpaði bandarísku þjóðina: Skotárásin í Las Vegas „hrein illska“ Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. 2. október 2017 14:34 Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Donald Trump ávarpaði bandarísku þjóðina: Skotárásin í Las Vegas „hrein illska“ Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. 2. október 2017 14:34
Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00