Þýskum fanga vísað úr landi í óþökk fjölskyldu: „Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og er miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. október 2017 20:00 Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum fanga úr landi á næstu dögum í óþökk fjölskyldu hans hér á landi. Hann kom einn til Íslands sem barn en gleymdist í kerfinu að sögn eiginkonu hans. Hún segir að fótunum sé kippt undan þeim hjónum með ákvörðuninni en þau eiga von á barni í febrúar. Marcel Wojcik hefur búið á Íslandi í rúm 15 ár eða allt frá því að hann var sendur til landsins sextán ára gamall í vistun til fósturforeldra í sveit. Hann hafði fengið dóm í þýskalandi og var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Gleymdist í kerfinu „Þá er hann orðin sjálfráða og einhvernvegin afskiptur af kerfinu,“ segir Olga Jenný Gunnarsdóttir, eiginkona Marcel og bætir við að þannig hafi kerfið algjörlega gleymt honum eftir vistina en hann varð eftir á Íslandi og er hér enn 15 árum síðar. Olga segir að hann hafi aldrei fengið neina aðstoð til að aðlagast nýju samfélagi. Hún útskýrir að Marcel hafi farið af beinu brautinni ungur að aldri eða eftir fráfall móður sinnar og algjört afskiptaleysi föður. Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. „Batnandi mönnum er best að lifa myndi ég segja. Ef horft er í þau mál hvert mál fyrir sig er hægt að sjá vel í gegn um það að mörg þessara brota eru smávægileg. En varðandi þetta kynferðisbrot og annað þá get ég ekki lagt mat á það annað en ég veit að það eru ekki öll kurl komin til grafar þar þar sem öll málsmeðferð er algjörlega brotin og það var brotið á rétti hans til jafnræðis og að hann ekki túlk,“ segir Olga.Eiga von á barni Olga og Marcel giftu sig árið 2015 og eiga von á barni í febrúar. Olga minnir á að allir eigi að fá annað tækifæri. Marcel sé búinn að snúa blaðinu við og eigi rétt á að búa á Íslandi eftir allt sem á hafi gengið. Útlendingastofnun er hins vegar ekki sammála og hefur tekið ákvörðun um að honum verði vísað úr landi á næstu dögum á grundvelli þess að hann hafi ítrekað brotið af sér hér á landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun. „Maður sem hefur gengið einn líf sitt og er nú loksins komin með fjölskyldu og aðila sem honum þykir vænt um sem þykja vænt um hann og það á að fara kippa þessu öllu frá honum aftur. Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og hefur í raun ekkert að hverfa til og er að öllu leyti miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji í dag,“ segir Olga. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum fanga úr landi á næstu dögum í óþökk fjölskyldu hans hér á landi. Hann kom einn til Íslands sem barn en gleymdist í kerfinu að sögn eiginkonu hans. Hún segir að fótunum sé kippt undan þeim hjónum með ákvörðuninni en þau eiga von á barni í febrúar. Marcel Wojcik hefur búið á Íslandi í rúm 15 ár eða allt frá því að hann var sendur til landsins sextán ára gamall í vistun til fósturforeldra í sveit. Hann hafði fengið dóm í þýskalandi og var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Gleymdist í kerfinu „Þá er hann orðin sjálfráða og einhvernvegin afskiptur af kerfinu,“ segir Olga Jenný Gunnarsdóttir, eiginkona Marcel og bætir við að þannig hafi kerfið algjörlega gleymt honum eftir vistina en hann varð eftir á Íslandi og er hér enn 15 árum síðar. Olga segir að hann hafi aldrei fengið neina aðstoð til að aðlagast nýju samfélagi. Hún útskýrir að Marcel hafi farið af beinu brautinni ungur að aldri eða eftir fráfall móður sinnar og algjört afskiptaleysi föður. Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. „Batnandi mönnum er best að lifa myndi ég segja. Ef horft er í þau mál hvert mál fyrir sig er hægt að sjá vel í gegn um það að mörg þessara brota eru smávægileg. En varðandi þetta kynferðisbrot og annað þá get ég ekki lagt mat á það annað en ég veit að það eru ekki öll kurl komin til grafar þar þar sem öll málsmeðferð er algjörlega brotin og það var brotið á rétti hans til jafnræðis og að hann ekki túlk,“ segir Olga.Eiga von á barni Olga og Marcel giftu sig árið 2015 og eiga von á barni í febrúar. Olga minnir á að allir eigi að fá annað tækifæri. Marcel sé búinn að snúa blaðinu við og eigi rétt á að búa á Íslandi eftir allt sem á hafi gengið. Útlendingastofnun er hins vegar ekki sammála og hefur tekið ákvörðun um að honum verði vísað úr landi á næstu dögum á grundvelli þess að hann hafi ítrekað brotið af sér hér á landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun. „Maður sem hefur gengið einn líf sitt og er nú loksins komin með fjölskyldu og aðila sem honum þykir vænt um sem þykja vænt um hann og það á að fara kippa þessu öllu frá honum aftur. Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og hefur í raun ekkert að hverfa til og er að öllu leyti miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji í dag,“ segir Olga.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira