Rúnar byrjaður að styrkja KR-liðið | Kristinn og Björgvin í KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2017 14:50 Kristinn Jónsson kemur frá Breiðbliki en Björgvin Stefánsson frá Haukum. Mynd/Twtter-síða KR Rúnar Kristinsson nýráðinn þjálfari KR er byrjaður að styrkja liðið sitt fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni en KR-ingar sömdu í dag við bakvörðinn Kristinn Jónsson og framherjann Björgvin Stefánsson. Kristinn Jónsson kemur frá Breiðbliki en Björgvin Stefánsson frá Haukum. KR-ingar framlengdu líka samninga sína við þá Óskar Örn Hauksson og Skúla Jón Friðgeirsson. Allir þrír gerðu þeir þriggja ára samning við Vesturbæjarliðið. Það eru liðin tólf ár síðan að Óskar Örn Hauksson kom fyrst í KR.@kiddijons90@badgalbjoggipic.twitter.com/zr4h1DOedF — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) October 19, 2017 Kristinn Jónsson er 27 ára sókndjarfur vinstri bakvörður sem var á sínum tíma í kringum íslenska A-landsliðið og spilaði síðast með landsliðinu á móti Mexíkó í febrúar síðastliðnum. Kristinn Jónsson hefur spilað allan ferill sinn á Íslandi með Breiðabliki en hann kom í Kópavoginn um mitt síðasta sumar og kláraði tímabilið með Blikum í Pepsi-deildinni. Kristinn lék átta leiki með Blikum í sumar og var með eina stoðsendingu. Sú stoðsendingu var fyrir sigurmark Blika á móti ÍBV en mark Sveins Arons Guðjohnsen gulltryggði endanlega sæti Breiðabliksliðsins í Pepsi-deildinni. Kristinn hafði þar áður spilað með norsku liðunum Sarpsborg 08 og Sogndal eftir að hann yfirgaf Blikarna eftir 2015-tímabilið. Kristinn var stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar 2015. Blikar lánuðu Kristinn til sænska liðsins Brommapojkarna sumarið 2014 en hann hann hefur alls spilað 148 leiki fyrir Blika í efstu deild og er einn leikjahæsti maður félagsins frá upphafi. Björgvin Stefánsson er 23 ára framherji sem hefur raðað inn mörkum í b-deildinni síðustu ár en á enn eftir að sanna sig í Pepsi-deildinni. Björgvin Stefánsson var næstmarkahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar í sumar en hann skoraði þá 14 mörk í 19 leikjum með Haukum. Hann skoraði hinsvegar bara 2 mörk í 16 leikjum með Haukum og Þrótti í Pepsi-deildinni 2016 eftir að hafa markakóngur b-deildarinnar með 20 mörk í 22 leikjum sumarið 2015. Björgvin kom til Rúnars á reynslu í Noregi þegar Rúnar var þjálfari Lilleström-liðsins og Rúnar var hrifinn af því sem hann sýndi honum þar. Rúnar talað um það á blaðamannafundi í dag að hann væri viss um að Björgvin gæti staðið sig í Pepsi-deildinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Rúnar Kristinsson nýráðinn þjálfari KR er byrjaður að styrkja liðið sitt fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni en KR-ingar sömdu í dag við bakvörðinn Kristinn Jónsson og framherjann Björgvin Stefánsson. Kristinn Jónsson kemur frá Breiðbliki en Björgvin Stefánsson frá Haukum. KR-ingar framlengdu líka samninga sína við þá Óskar Örn Hauksson og Skúla Jón Friðgeirsson. Allir þrír gerðu þeir þriggja ára samning við Vesturbæjarliðið. Það eru liðin tólf ár síðan að Óskar Örn Hauksson kom fyrst í KR.@kiddijons90@badgalbjoggipic.twitter.com/zr4h1DOedF — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) October 19, 2017 Kristinn Jónsson er 27 ára sókndjarfur vinstri bakvörður sem var á sínum tíma í kringum íslenska A-landsliðið og spilaði síðast með landsliðinu á móti Mexíkó í febrúar síðastliðnum. Kristinn Jónsson hefur spilað allan ferill sinn á Íslandi með Breiðabliki en hann kom í Kópavoginn um mitt síðasta sumar og kláraði tímabilið með Blikum í Pepsi-deildinni. Kristinn lék átta leiki með Blikum í sumar og var með eina stoðsendingu. Sú stoðsendingu var fyrir sigurmark Blika á móti ÍBV en mark Sveins Arons Guðjohnsen gulltryggði endanlega sæti Breiðabliksliðsins í Pepsi-deildinni. Kristinn hafði þar áður spilað með norsku liðunum Sarpsborg 08 og Sogndal eftir að hann yfirgaf Blikarna eftir 2015-tímabilið. Kristinn var stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar 2015. Blikar lánuðu Kristinn til sænska liðsins Brommapojkarna sumarið 2014 en hann hann hefur alls spilað 148 leiki fyrir Blika í efstu deild og er einn leikjahæsti maður félagsins frá upphafi. Björgvin Stefánsson er 23 ára framherji sem hefur raðað inn mörkum í b-deildinni síðustu ár en á enn eftir að sanna sig í Pepsi-deildinni. Björgvin Stefánsson var næstmarkahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar í sumar en hann skoraði þá 14 mörk í 19 leikjum með Haukum. Hann skoraði hinsvegar bara 2 mörk í 16 leikjum með Haukum og Þrótti í Pepsi-deildinni 2016 eftir að hafa markakóngur b-deildarinnar með 20 mörk í 22 leikjum sumarið 2015. Björgvin kom til Rúnars á reynslu í Noregi þegar Rúnar var þjálfari Lilleström-liðsins og Rúnar var hrifinn af því sem hann sýndi honum þar. Rúnar talað um það á blaðamannafundi í dag að hann væri viss um að Björgvin gæti staðið sig í Pepsi-deildinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira