Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. október 2017 13:30 Linda Rut Sigríðardóttir hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs. Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 á sunnudag, en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. Í þessum fyrsta þætti var ótrúleg saga Lindu Rutar Sigríðardóttur sögð, en hún komst að því 17 ára gömul að maðurinn sem hún taldi vera föður sinn væri það ekki, heldur væri hún í raun dóttir Breta sem hvarf á dularfullan hátt frá Súðavík fyrir nærri 30 árum. Hér að neðan má sjá brot úr þessum fyrsta þætti sem hélt áhorfendum límdum fyrir framan skjáinn. Í brotinu er rætt við Sigríði R. Jónsdóttur móður Lindu og Lindu sjálfa sem segir frá því þegar hún varð sú yngsta sem bjargaðist á lífi eftir snjóflóðið örlagaríka í Súðavík þann 16. janúar árið 1995, þá fimm ára gömul. Snjóflóðið á Súðavík í janúar 1995 var rúmlega 200 metra breytt en það féll klukkan 06:25 á miðja byggðina. Flóðið tók 14 mannslíf, þar á meðal átta börn en 12 var bjargað. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða.17 mánaða systir Lindu var eitt barnanna sem lést í flóðinu en í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá upptöku af henni á aðfangadag, þremur vikum fyrir flóðið. Linda Rut Sigríðardóttir var sú yngsta af þeim tólf sem fundust á lífi eftir snjóflóðið örlagaríka en það var leitarhundurinn Hnota sem fann hana.Linda hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs. Í þættinum á sunnudag náði hún hins vegar að komast skrefinu nær því að finna hann því með hjálp tveggja Breta fannst fæðingarvottorð hans. Upplýsingarnar sem komu fram á því opnuðu nýja möguleika til leitar og þeim tókst að finna tveggja ára gamalt heimilisfang hans í strandbænum Weymouth. Í næsta þætti sem sýndur verður á sunnudag á Stöð 2 fáum við að heyra meira um leit hennar. Linda og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarmaður þáttanna, fóru til Bretlands til að freista þess að finna manninn. Leitin að upprunanum Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 á sunnudag, en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. Í þessum fyrsta þætti var ótrúleg saga Lindu Rutar Sigríðardóttur sögð, en hún komst að því 17 ára gömul að maðurinn sem hún taldi vera föður sinn væri það ekki, heldur væri hún í raun dóttir Breta sem hvarf á dularfullan hátt frá Súðavík fyrir nærri 30 árum. Hér að neðan má sjá brot úr þessum fyrsta þætti sem hélt áhorfendum límdum fyrir framan skjáinn. Í brotinu er rætt við Sigríði R. Jónsdóttur móður Lindu og Lindu sjálfa sem segir frá því þegar hún varð sú yngsta sem bjargaðist á lífi eftir snjóflóðið örlagaríka í Súðavík þann 16. janúar árið 1995, þá fimm ára gömul. Snjóflóðið á Súðavík í janúar 1995 var rúmlega 200 metra breytt en það féll klukkan 06:25 á miðja byggðina. Flóðið tók 14 mannslíf, þar á meðal átta börn en 12 var bjargað. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða.17 mánaða systir Lindu var eitt barnanna sem lést í flóðinu en í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá upptöku af henni á aðfangadag, þremur vikum fyrir flóðið. Linda Rut Sigríðardóttir var sú yngsta af þeim tólf sem fundust á lífi eftir snjóflóðið örlagaríka en það var leitarhundurinn Hnota sem fann hana.Linda hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs. Í þættinum á sunnudag náði hún hins vegar að komast skrefinu nær því að finna hann því með hjálp tveggja Breta fannst fæðingarvottorð hans. Upplýsingarnar sem komu fram á því opnuðu nýja möguleika til leitar og þeim tókst að finna tveggja ára gamalt heimilisfang hans í strandbænum Weymouth. Í næsta þætti sem sýndur verður á sunnudag á Stöð 2 fáum við að heyra meira um leit hennar. Linda og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarmaður þáttanna, fóru til Bretlands til að freista þess að finna manninn.
Leitin að upprunanum Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira