Google Maps færir sig út í sólkerfið með hjálp Íslendings Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2017 11:00 Örnefni á hnöttum eins og Plútó birtast þegar kort af þeim eru opnuð hjá Google. Ekki er þó hægt að slá nöfn hnattanna inn í leit Google Maps heldur eru þeir á sérsíðu. Google Reikistjörnur og tungl í sólkerfinu okkar eru nú aðgengileg í kortaþjónustu Google. Björn Jónsson, íslenskur áhugamaður, á heiðurinn á smíði korta af nokkrum hnöttum í sólkerfinu sem Google nýtir nú. Alls er nú hægt að skoða sautján heima í sólkerfinu á sérstakri geimsíðu á kortavef Google. Þeirra á meðal eru bergreikistjörnurnar fjórar í innra sólkerfinu, tungl gasrisanna og dvergreikistjörnurnar Plútó og Ceres. Með kortunum er hægt að þysja inn að Ólympusfjalli á Mars, hæsta fjalli sólkerfisins, skyggnast undir þykkan lofthjúp Títans, stærsta tungls Satúrnusar og þess eina í sólkerfinu sem er hjúpað andrúmslofti, og dást að sprunginni ísskorpu Evrópu, tungls Júpíters þar sem vísindamenn telja að víðáttumikið neðanjarðarhaf leynist. Björn notaði myndir frá geimförunum Voyager 2 og Galileo til að setja saman nákvæmasta kortið sem til er af yfirborði ístunglsins Evrópu.NASA/JPL/Björn Jónsson Í bloggfærslu Google eru Birni færðar sérstakar þakkir fyrir að hafa sett saman kort af tunglunum Evrópu, Ganýmedesi, Rheu og Mímasi úr myndum frá könnunarförum bandarísku og evrópsku geimvísindastofnannana NASA og ESA. Björn er tölvunarfræðingur sem hefur nýtt frítíma sinn til að vinna myndir af hnöttum sólkerfisins sem könnunarför eins og Voyager og Juno hafa tekið. Hann hefur meðal annars smíðað sín eigin forrit til verksins. NASA deildi meðal annars mynd Juno-geimfarsins af Stóra rauða bletti Júpíters sem Björn vann á samfélagsmiðlasíðum sínum í júlí. Google Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Reikistjörnur og tungl í sólkerfinu okkar eru nú aðgengileg í kortaþjónustu Google. Björn Jónsson, íslenskur áhugamaður, á heiðurinn á smíði korta af nokkrum hnöttum í sólkerfinu sem Google nýtir nú. Alls er nú hægt að skoða sautján heima í sólkerfinu á sérstakri geimsíðu á kortavef Google. Þeirra á meðal eru bergreikistjörnurnar fjórar í innra sólkerfinu, tungl gasrisanna og dvergreikistjörnurnar Plútó og Ceres. Með kortunum er hægt að þysja inn að Ólympusfjalli á Mars, hæsta fjalli sólkerfisins, skyggnast undir þykkan lofthjúp Títans, stærsta tungls Satúrnusar og þess eina í sólkerfinu sem er hjúpað andrúmslofti, og dást að sprunginni ísskorpu Evrópu, tungls Júpíters þar sem vísindamenn telja að víðáttumikið neðanjarðarhaf leynist. Björn notaði myndir frá geimförunum Voyager 2 og Galileo til að setja saman nákvæmasta kortið sem til er af yfirborði ístunglsins Evrópu.NASA/JPL/Björn Jónsson Í bloggfærslu Google eru Birni færðar sérstakar þakkir fyrir að hafa sett saman kort af tunglunum Evrópu, Ganýmedesi, Rheu og Mímasi úr myndum frá könnunarförum bandarísku og evrópsku geimvísindastofnannana NASA og ESA. Björn er tölvunarfræðingur sem hefur nýtt frítíma sinn til að vinna myndir af hnöttum sólkerfisins sem könnunarför eins og Voyager og Juno hafa tekið. Hann hefur meðal annars smíðað sín eigin forrit til verksins. NASA deildi meðal annars mynd Juno-geimfarsins af Stóra rauða bletti Júpíters sem Björn vann á samfélagsmiðlasíðum sínum í júlí.
Google Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00
NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54