Segir hryðjuverkaógnina aldrei hafa verið alvarlegri Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2017 21:43 Vopnaðir lögregluþjónar að störfum í London. Vísir/AFP Andrew Parker, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar Mi5, segir hryðjuverkaógnum í Bretlandi hafa fjölgað gífurlega. Ástandið hafi ekki verið svo slæmt áður á 34 ára ferli hans. Þar að auki sé orðið erfiðara að komast á snoðir um slíkar ógnanir. „Við erum nú með vel yfir 500 aðgerðir yfirstandandi sem snúa að um þrjú þúsund einstaklingum sem vitað er að koma að öfgastarfsemi með einhverjum hætti,“ sagði Parker í samtali við Sky News. „Þar að auki fylgir aukin áhætta þeim sem snúa aftur eftir að hafa barist í Sýrlandi og Írak og þeir bætast við þá rúmu 20 þúsund einstaklinga sem við höfum skoðað áður vegna hryðjuverkarannsókna.“ Parker sagði þar að auki að ljóst væri að einhverjir öfgamenn hefðu komist hjá yfirvöldum og væru enn óþekktir. Í viðtalinu sagði hann einnig að tæknifyrirtækjum bæri siðferðisleg skylda til að hjálpa yfirvöldum við rannsóknir vegna hryðjuverka og hann vildi auka samstarf þar á milli. „Öll þessi tæknilega framþróun sem við búum yfir hjálpar einnig hryðjuverkamönnum. Ég trúi því ekki að þessi fyrirtæki vilja þær hliðarverkanir.“ Parker opinberaði einnig að í Hollandi væri starfrækt samskiptamiðstöð leyniþjónusta í Evrópu þar sem meðal annars væru upplýsingar samhæfðar. Sú miðstöð hefði komið í veg fyrir hryðjuverkaárásir í Evrópu og leitt til handtöku fleiri en tólf hryðjuverkamanna. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Andrew Parker, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar Mi5, segir hryðjuverkaógnum í Bretlandi hafa fjölgað gífurlega. Ástandið hafi ekki verið svo slæmt áður á 34 ára ferli hans. Þar að auki sé orðið erfiðara að komast á snoðir um slíkar ógnanir. „Við erum nú með vel yfir 500 aðgerðir yfirstandandi sem snúa að um þrjú þúsund einstaklingum sem vitað er að koma að öfgastarfsemi með einhverjum hætti,“ sagði Parker í samtali við Sky News. „Þar að auki fylgir aukin áhætta þeim sem snúa aftur eftir að hafa barist í Sýrlandi og Írak og þeir bætast við þá rúmu 20 þúsund einstaklinga sem við höfum skoðað áður vegna hryðjuverkarannsókna.“ Parker sagði þar að auki að ljóst væri að einhverjir öfgamenn hefðu komist hjá yfirvöldum og væru enn óþekktir. Í viðtalinu sagði hann einnig að tæknifyrirtækjum bæri siðferðisleg skylda til að hjálpa yfirvöldum við rannsóknir vegna hryðjuverka og hann vildi auka samstarf þar á milli. „Öll þessi tæknilega framþróun sem við búum yfir hjálpar einnig hryðjuverkamönnum. Ég trúi því ekki að þessi fyrirtæki vilja þær hliðarverkanir.“ Parker opinberaði einnig að í Hollandi væri starfrækt samskiptamiðstöð leyniþjónusta í Evrópu þar sem meðal annars væru upplýsingar samhæfðar. Sú miðstöð hefði komið í veg fyrir hryðjuverkaárásir í Evrópu og leitt til handtöku fleiri en tólf hryðjuverkamanna.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira