Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Haraldur Guðmundsson skrifar 18. október 2017 06:00 Sveitarfélagið Dalabyggð og eigendur einkahlutafélagsins Storm Orku hafa undirritað viljayfirlýsingu um vindorkugarð með allt að 40 vindmyllum. Eigendur félagsins keyptu í byrjun ágúst jörðina Hróðnýjarstaði, skammt frá Búðardal, og stefna að íbúafundi í nóvember þar sem áformin verða kynnt. „Viljayfirlýsingin var undirrituð í september en hún er almenns eðlis og snýst aðallega um skipulagsmál. Samhliða var ákveðið að halda íbúafund þar sem þetta fyrirtæki myndi kynna sín áform,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar. Storm Orka er í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá bandaríska fyrirtækinu America Renewables. Magnús og fjölskylda hans eiga Hróðnýjarstaði en um er að ræða 26 hektara jörð af ræktuðu landi ásamt fjárstofni, um 1.000 fjár. Samkvæmt þeim upplýsingum sem sveitarfélagið hefur gæti fullkláraður vindorkugarðurinn framleitt allt að 160 megavött af raforku. „Þeir virðast hafa þá trú á þessu að þeir keyptu jörðina og það var skref sem byrjað var á áður en skrifað var undir þessa viljayfirlýsingu. Þeim er reyndar alveg ljóst að þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Á svona frumstigi liggur ekki fyrir mikið af gögnum en engu að síður liggja fyrir upplýsingar um áformað afl og fjölda vindmylla. Viljayfirlýsingin snýr að því að við ætlum að vinna skipulagsvinnuna með eðlilegum hætti og tíma. Öll gögn varðandi umhverfismat og fleira því um líkt kemur á síðari stigum,“ segir Sveinn. Magnús vildi ekki tjá sig um áform Storm Orku þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Félagið hét þangað til í mars síðastliðnum MJDB ehf. Fréttablaðið greindi í ársbyrjun frá tilraunum þess til að kaupa Hellisheiðarvirkjun af Orkuveitu Reykjavíkur. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð fengu þá einnig tilboð í eignarhluti sína í virkjuninni. Magnús vildi þá ekki tjá sig um tilboðið, sem var síðar hafnað, eða þá hvort aðrir innlendir eða erlendir fjárfestar hefðu komið að því. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Sveitarfélagið Dalabyggð og eigendur einkahlutafélagsins Storm Orku hafa undirritað viljayfirlýsingu um vindorkugarð með allt að 40 vindmyllum. Eigendur félagsins keyptu í byrjun ágúst jörðina Hróðnýjarstaði, skammt frá Búðardal, og stefna að íbúafundi í nóvember þar sem áformin verða kynnt. „Viljayfirlýsingin var undirrituð í september en hún er almenns eðlis og snýst aðallega um skipulagsmál. Samhliða var ákveðið að halda íbúafund þar sem þetta fyrirtæki myndi kynna sín áform,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar. Storm Orka er í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá bandaríska fyrirtækinu America Renewables. Magnús og fjölskylda hans eiga Hróðnýjarstaði en um er að ræða 26 hektara jörð af ræktuðu landi ásamt fjárstofni, um 1.000 fjár. Samkvæmt þeim upplýsingum sem sveitarfélagið hefur gæti fullkláraður vindorkugarðurinn framleitt allt að 160 megavött af raforku. „Þeir virðast hafa þá trú á þessu að þeir keyptu jörðina og það var skref sem byrjað var á áður en skrifað var undir þessa viljayfirlýsingu. Þeim er reyndar alveg ljóst að þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Á svona frumstigi liggur ekki fyrir mikið af gögnum en engu að síður liggja fyrir upplýsingar um áformað afl og fjölda vindmylla. Viljayfirlýsingin snýr að því að við ætlum að vinna skipulagsvinnuna með eðlilegum hætti og tíma. Öll gögn varðandi umhverfismat og fleira því um líkt kemur á síðari stigum,“ segir Sveinn. Magnús vildi ekki tjá sig um áform Storm Orku þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Félagið hét þangað til í mars síðastliðnum MJDB ehf. Fréttablaðið greindi í ársbyrjun frá tilraunum þess til að kaupa Hellisheiðarvirkjun af Orkuveitu Reykjavíkur. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð fengu þá einnig tilboð í eignarhluti sína í virkjuninni. Magnús vildi þá ekki tjá sig um tilboðið, sem var síðar hafnað, eða þá hvort aðrir innlendir eða erlendir fjárfestar hefðu komið að því.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira