Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2017 06:00 Maxim Lapunov sætti pyntingum í téténsku fangelsi. vísir/afp „Þeir börðu mig með priki í langan tíma. Ég var barinn í fæturna, rifbeinin, rassinn og bakið. Þegar ég féll til jarðar rifu þeir mig upp og héldu áfram. Á hverjum einasta degi fullvissuðu þeir mig um að ég myndi deyja og sögðu mér hvernig,“ sagði Maxim Lapunov, þrítugur samkynhneigður karlmaður frá Síberíu, á fundi mannréttindabaráttufólks í Moskvu. Lapunov er sá fyrsti sem lýsir ofbeldinu sem fer fram í fangabúðum hinsegin fólks í rússneska sjálfsstjórnarhéraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því dagblaðið Novaya Gazeta greindi fyrst frá því að samkynhneigðir væru handteknir í héraðinu, þeim safnað saman og þeir pyntaðir. Alls hafa 27 menn, sem hafa sams konar sögur að segja, flúið héraðið að undanförnu með hjálp samtakanna LGBT-Network. „Þeir ruddust inn í klefann á kortersfresti og hrópuðu á mig að ég myndi deyja því ég væri samkynhneigður,“ sagði Lapunov enn fremur en hann var í tólf daga í blóði drifnum fangaklefa. Í máli lögfræðings hans á samkomunni kom fram að þrátt fyrir að meðferðin hafi verið tilkynnt rússneskum yfirvöldum hefði engin rannsókn hafist. Í samtali við BBC í gær sagði einn hinna 27, í skjóli nafnleyndar, að hann hafi verið pyntaður með raflosti. Jafnframt sagði hann markmið Téténa að útrýma samkynhneigðum í héraðinu. Það stangast á við framburð Ramzans Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, sem sagði í júlí að fréttir af meðferð samkynhneigðra væru „skáldskapur, runninn undan rifjum djöfulsins“. Enga samkynhneigð væri að finna í héraðinu. Lapunov sagði að honum hefði verið sleppt úr haldi eftir að vinir hans hengdu upp plaköt þar sem lýst var eftir honum í héraðshöfuðborginni Grosní. Fjölskyldan tilkynnti hvarf hans til lögreglu en að sögn Lapunovs bjóst hún við því að hún myndi fá símtal um að hún þyrfti að sækja lík hans. „Ég gat varla skriðið þegar mér var sleppt. Kvein og öskur annarra fanga heyri ég enn í martröðum mínum,“ sagði Lapunov og bætti því við að hann hafi fengið fjölda hótana þar sem þess er krafist að hann dragi vitnisburð sinn til baka. Það ætli hann ekki að gera því hann vilji að pynturum hans verði refsað. „Þetta ætti ekki að vera svona. Við erum öll mennsk. Við höfum öll réttindi. Ef það er hægt að brjóta á þessum réttindum í Téténíu er það hægt hvar sem er. Enginn veit hverra sonur eða dóttir verður næst/ur,“ sagði Lapunov. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
„Þeir börðu mig með priki í langan tíma. Ég var barinn í fæturna, rifbeinin, rassinn og bakið. Þegar ég féll til jarðar rifu þeir mig upp og héldu áfram. Á hverjum einasta degi fullvissuðu þeir mig um að ég myndi deyja og sögðu mér hvernig,“ sagði Maxim Lapunov, þrítugur samkynhneigður karlmaður frá Síberíu, á fundi mannréttindabaráttufólks í Moskvu. Lapunov er sá fyrsti sem lýsir ofbeldinu sem fer fram í fangabúðum hinsegin fólks í rússneska sjálfsstjórnarhéraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því dagblaðið Novaya Gazeta greindi fyrst frá því að samkynhneigðir væru handteknir í héraðinu, þeim safnað saman og þeir pyntaðir. Alls hafa 27 menn, sem hafa sams konar sögur að segja, flúið héraðið að undanförnu með hjálp samtakanna LGBT-Network. „Þeir ruddust inn í klefann á kortersfresti og hrópuðu á mig að ég myndi deyja því ég væri samkynhneigður,“ sagði Lapunov enn fremur en hann var í tólf daga í blóði drifnum fangaklefa. Í máli lögfræðings hans á samkomunni kom fram að þrátt fyrir að meðferðin hafi verið tilkynnt rússneskum yfirvöldum hefði engin rannsókn hafist. Í samtali við BBC í gær sagði einn hinna 27, í skjóli nafnleyndar, að hann hafi verið pyntaður með raflosti. Jafnframt sagði hann markmið Téténa að útrýma samkynhneigðum í héraðinu. Það stangast á við framburð Ramzans Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, sem sagði í júlí að fréttir af meðferð samkynhneigðra væru „skáldskapur, runninn undan rifjum djöfulsins“. Enga samkynhneigð væri að finna í héraðinu. Lapunov sagði að honum hefði verið sleppt úr haldi eftir að vinir hans hengdu upp plaköt þar sem lýst var eftir honum í héraðshöfuðborginni Grosní. Fjölskyldan tilkynnti hvarf hans til lögreglu en að sögn Lapunovs bjóst hún við því að hún myndi fá símtal um að hún þyrfti að sækja lík hans. „Ég gat varla skriðið þegar mér var sleppt. Kvein og öskur annarra fanga heyri ég enn í martröðum mínum,“ sagði Lapunov og bætti því við að hann hafi fengið fjölda hótana þar sem þess er krafist að hann dragi vitnisburð sinn til baka. Það ætli hann ekki að gera því hann vilji að pynturum hans verði refsað. „Þetta ætti ekki að vera svona. Við erum öll mennsk. Við höfum öll réttindi. Ef það er hægt að brjóta á þessum réttindum í Téténíu er það hægt hvar sem er. Enginn veit hverra sonur eða dóttir verður næst/ur,“ sagði Lapunov.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira