Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2025 14:07 Frakkinn Thierry Breton var framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins þegar það tók upp lög um stafræna þjónustu sem er Bandaríkjastjórn þyrnir í augum. Hann má ekki lengur koma til Bandaríkjanna vegna þess. Vísir/EPA Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. Thierry Breton, fyrrverandi framkvæmdastjórnar innri markaðar Evrópusambandsins, er einn fimm Evrópubúa sem Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á fyrir að reyna að koma böndum á upplýsingafals og hatursorðræðu á netinu. Breton er meðal annars bannað að stíga fæti í Bandaríkin. Í rökstuðningi bandaríska utanríkisráðuneytisins var vísað til Bretons sem „heilans“ á bak við lög ESB um stafræna þjónustu. Þau voru grundvöllur 120 milljóna dollara sektar sem sambandið lagði á X, samfélagsmiðil Elons Musk, nýlega. Sakar Bandaríkjastjórn fimmmenningana um „ritskoðun“ á bandarískum viðhorfum og fyrirtækjum. Marco Rubio, utanríkisráðherra, sagði það geta haft „alvarlega neikvæðar afleiðingar“ fyrir Bandaríkin ef þeim yrði leyft að koma, vera eða athafna sig í landinu. Einstaklega hættuleg braut Breton sagði framkvæmdastjórnina ekki mega sýna nein veikleikamerki og að stofnanir Evrópu yrðu að bregðast við af hörku í viðtali í dag. „Ef við föllumst á að það sé hægt að útskúfa þér sem evrópskum framkvæmdastjóra, kenna þér um og refsa fyrir að framfylgja því umboði sem þér var treyst fyrir fetum við einstaklega hættulega braut,“ sagði Breton. Með þessum hætti væri hægt að fæla evrópska ráðamenn frá því að athafna sig í framtíðinni. Hin fjögur sem sæta nú bandarískum þvingunaraðgerðum eru breskir og þýskir ríkisborgarar. Þau unnu öll fyrir samtök sem berjast gegn hatursorðræðu á netinu. Það telja núverandi valdhafar í Bandaríkjunum aðför að bandarískum samfélagsmiðlafyrirtækjum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sagst hafa óskað skýringa frá bandarískum stjórnvöldum og að hún ætlaði að bregðast við ef þörf krefði, að því er segir í frétt Politico. Sektað fyrir að að berskjalda notendur fyrir svikum Lögin um stafræna þjónustu byrjuðu að taka gildi árið 2022. Þau skikka samfélagsmiðlafyrirtæki meðal annars til þess að grípa til aðgerða gegn ólöglegu efni og því sem er talið skaðlegt eins og hatursorðæða eða upplýsingafals. Sektin sem X var gerð fyrir brot á lögunum í byrjun desember var sú fyrsta sinnar tegundar. Hún var niðurstaða tveggja ára langrar rannsóknar framkvæmdastjórnarinnar á samfélagsmiðlinum, vinnubrögðum hans og viðskiptaháttum. Brot X vörðuðu meðal annars gagnsæi auglýsinga sem birtast á miðlinum og auðkenningu notenda. Vanrækti miðillinn að verja notendur sína fyrir mögulegum svikum og prettum. Musk, eigandi X, hefur verið náinn samverkamaður ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríkjastjórn hefur undir Trump verið herská í garð Evrópubúa og annarra hefðbundinna bandamanna sinna. Í nýlegri þjóðaröryggisáætlun hennar var því haldið fram að Evrópuríki beitti ólýðræðislegum brögðum til að þæfa andóf og tekið undir málflutning hvítra þjóðernissinna um meinta eyðingu vestrænnar siðmenningar vegna fjölgunar innflytjenda. Evrópusambandið Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Thierry Breton, fyrrverandi framkvæmdastjórnar innri markaðar Evrópusambandsins, er einn fimm Evrópubúa sem Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á fyrir að reyna að koma böndum á upplýsingafals og hatursorðræðu á netinu. Breton er meðal annars bannað að stíga fæti í Bandaríkin. Í rökstuðningi bandaríska utanríkisráðuneytisins var vísað til Bretons sem „heilans“ á bak við lög ESB um stafræna þjónustu. Þau voru grundvöllur 120 milljóna dollara sektar sem sambandið lagði á X, samfélagsmiðil Elons Musk, nýlega. Sakar Bandaríkjastjórn fimmmenningana um „ritskoðun“ á bandarískum viðhorfum og fyrirtækjum. Marco Rubio, utanríkisráðherra, sagði það geta haft „alvarlega neikvæðar afleiðingar“ fyrir Bandaríkin ef þeim yrði leyft að koma, vera eða athafna sig í landinu. Einstaklega hættuleg braut Breton sagði framkvæmdastjórnina ekki mega sýna nein veikleikamerki og að stofnanir Evrópu yrðu að bregðast við af hörku í viðtali í dag. „Ef við föllumst á að það sé hægt að útskúfa þér sem evrópskum framkvæmdastjóra, kenna þér um og refsa fyrir að framfylgja því umboði sem þér var treyst fyrir fetum við einstaklega hættulega braut,“ sagði Breton. Með þessum hætti væri hægt að fæla evrópska ráðamenn frá því að athafna sig í framtíðinni. Hin fjögur sem sæta nú bandarískum þvingunaraðgerðum eru breskir og þýskir ríkisborgarar. Þau unnu öll fyrir samtök sem berjast gegn hatursorðræðu á netinu. Það telja núverandi valdhafar í Bandaríkjunum aðför að bandarískum samfélagsmiðlafyrirtækjum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sagst hafa óskað skýringa frá bandarískum stjórnvöldum og að hún ætlaði að bregðast við ef þörf krefði, að því er segir í frétt Politico. Sektað fyrir að að berskjalda notendur fyrir svikum Lögin um stafræna þjónustu byrjuðu að taka gildi árið 2022. Þau skikka samfélagsmiðlafyrirtæki meðal annars til þess að grípa til aðgerða gegn ólöglegu efni og því sem er talið skaðlegt eins og hatursorðæða eða upplýsingafals. Sektin sem X var gerð fyrir brot á lögunum í byrjun desember var sú fyrsta sinnar tegundar. Hún var niðurstaða tveggja ára langrar rannsóknar framkvæmdastjórnarinnar á samfélagsmiðlinum, vinnubrögðum hans og viðskiptaháttum. Brot X vörðuðu meðal annars gagnsæi auglýsinga sem birtast á miðlinum og auðkenningu notenda. Vanrækti miðillinn að verja notendur sína fyrir mögulegum svikum og prettum. Musk, eigandi X, hefur verið náinn samverkamaður ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríkjastjórn hefur undir Trump verið herská í garð Evrópubúa og annarra hefðbundinna bandamanna sinna. Í nýlegri þjóðaröryggisáætlun hennar var því haldið fram að Evrópuríki beitti ólýðræðislegum brögðum til að þæfa andóf og tekið undir málflutning hvítra þjóðernissinna um meinta eyðingu vestrænnar siðmenningar vegna fjölgunar innflytjenda.
Evrópusambandið Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila