Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir þeim ábendingum til Eimskips, rekstraraðila Herjólfs, að skráningakerfi um fjölda farþega verði tekið upp á skipinu.
Ábendingarnar koma fram í skýrslu vegna atviks sem átti sér stað í ferjunni milli jóla og nýárs í fyrra. Þá kom upp reykur í skipinu, vegna bilunar í loftræstiblásara, sem var mestur í almenningi.
Illa gekk að rýma skipið en of fáir skipverjar voru um borð til að takast á við aðstæðurnar. Í fyrstu var talið að 132 hafi verið í skipinu en síðar kom í ljós að þeir voru alls 149.
Auk áðurnefndrar ábendingar var þeim tilmælum beint til forsvarsmanna Eimskips að endurskoða fjölda í áhöfn Herjólfs og að tryggja að fjarskiptabúnaður milli áhafnar innan skips sem utan verði lagfærður.
Skráningakerfi þurfi á Herjólf
Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Mest lesið



„Þetta er salami-leiðin“
Innlent

„Ástandið er að versna“
Erlent






Gunnlaugur Claessen er látinn
Innlent