Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. október 2017 14:30 Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Þór tapaði á fimmtudag gegn Njarðvík og hafa nú tapað báðum fyrstu leikjum sínum, eftir að hafa orðið Meistarar meistaranna í opnunarleik tímabilsins.Fyrsta deildarleiknum gegn Grindavík var frestað vegna veikindanna, en hann átti að fara fram 6. október síðast liðinn. Í staðinn var leikurinn leikinn tveimur dögum síðar, sunnudaginn 8. október. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. „Ég ætla að taka upp hanskann fyrir mótanefnd. Ég skil að þeir hafi sett þetta strax á,“ sagði þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson. Kristinn Geir Friðriksson var sammála honum, en Jón Halldór Eðvaldsson sagði það algjöra þvælu. „Þetta er bara eins og í Forrest Gump myndinni, shit happens,“ sagði Kristinn Geir. Mótanefnd KKÍ verður samkvæmt reglum að setja leikinn á næstu mögulegu dagsetningu, og kom Kristinn Geir með röksemdafærslu sem erfitt er að eiga við. „Sönnun þess að þetta var fyrsta mögulega dagsetningin er sú að leikurinn var settur á þarna.“ Jón Halldór keypti þó ekki þessa staðhæfingu Kristins. „Það eru fræðimenn sem skrifa upp á þessi bréf [læknisvottorð sem að minnsta kosti 6 leikmenn Þórs skiluðu inn] sem eru lögð á borðið fyrir þessa mótanefnd. Mótanefndin, ætla þeir svo bara að ákveða, matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara?“ Þessar stórskemmtilegu rökræður má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 106-105 | Gulir unnu baráttuna um Suðurstandarveginn Grindavík vann nauman sigur á Þór Þ., 106-105, í síðasta leik 1. umferðar Domino's deildar karla. 8. október 2017 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 74-76 | Aftur tap hjá Þórsurum í spennuleik Njarðvíkingar sóttu tvö stig í Þorlákhöfn í kvöld og unnu 76-74 sigur á heimamönnum í Þór í uppgjöri tveggja liða sem voru á eftir fyrsta sigri sínum í Domino´s deild karla í vetur. Þórsarar, sem hafa glímt við mikil veikindi, hafa nú tapað naumlega í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 12. október 2017 22:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Þór tapaði á fimmtudag gegn Njarðvík og hafa nú tapað báðum fyrstu leikjum sínum, eftir að hafa orðið Meistarar meistaranna í opnunarleik tímabilsins.Fyrsta deildarleiknum gegn Grindavík var frestað vegna veikindanna, en hann átti að fara fram 6. október síðast liðinn. Í staðinn var leikurinn leikinn tveimur dögum síðar, sunnudaginn 8. október. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. „Ég ætla að taka upp hanskann fyrir mótanefnd. Ég skil að þeir hafi sett þetta strax á,“ sagði þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson. Kristinn Geir Friðriksson var sammála honum, en Jón Halldór Eðvaldsson sagði það algjöra þvælu. „Þetta er bara eins og í Forrest Gump myndinni, shit happens,“ sagði Kristinn Geir. Mótanefnd KKÍ verður samkvæmt reglum að setja leikinn á næstu mögulegu dagsetningu, og kom Kristinn Geir með röksemdafærslu sem erfitt er að eiga við. „Sönnun þess að þetta var fyrsta mögulega dagsetningin er sú að leikurinn var settur á þarna.“ Jón Halldór keypti þó ekki þessa staðhæfingu Kristins. „Það eru fræðimenn sem skrifa upp á þessi bréf [læknisvottorð sem að minnsta kosti 6 leikmenn Þórs skiluðu inn] sem eru lögð á borðið fyrir þessa mótanefnd. Mótanefndin, ætla þeir svo bara að ákveða, matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara?“ Þessar stórskemmtilegu rökræður má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 106-105 | Gulir unnu baráttuna um Suðurstandarveginn Grindavík vann nauman sigur á Þór Þ., 106-105, í síðasta leik 1. umferðar Domino's deildar karla. 8. október 2017 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 74-76 | Aftur tap hjá Þórsurum í spennuleik Njarðvíkingar sóttu tvö stig í Þorlákhöfn í kvöld og unnu 76-74 sigur á heimamönnum í Þór í uppgjöri tveggja liða sem voru á eftir fyrsta sigri sínum í Domino´s deild karla í vetur. Þórsarar, sem hafa glímt við mikil veikindi, hafa nú tapað naumlega í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 12. október 2017 22:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 106-105 | Gulir unnu baráttuna um Suðurstandarveginn Grindavík vann nauman sigur á Þór Þ., 106-105, í síðasta leik 1. umferðar Domino's deildar karla. 8. október 2017 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 74-76 | Aftur tap hjá Þórsurum í spennuleik Njarðvíkingar sóttu tvö stig í Þorlákhöfn í kvöld og unnu 76-74 sigur á heimamönnum í Þór í uppgjöri tveggja liða sem voru á eftir fyrsta sigri sínum í Domino´s deild karla í vetur. Þórsarar, sem hafa glímt við mikil veikindi, hafa nú tapað naumlega í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 12. október 2017 22:00