45 enn á sjúkrahúsi eftir árásina í Las Vegas Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2017 08:22 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust í árásinni. Vísir/afp Nærri hálfum mánuði eftir blóðbaðið í Las Vegas er ástandið mjög alvarlegt hjá hluta þeirra 45 sem enn dvelja á sjúkrahúsi. Lögregla í Las Vegas hefur nú birt nýjar upplýsingar um hvað gerðist þegar öryggisvörður á Mandalay hótelinu var skotinn. 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust þegar hinn 64 ára Stephen Paddock skaut á tónleikagesti út um glugga hótelherbergis síns á Mandalay-hótelinu þann 1. október síðastliðinn. Lögregla í Las Vegas greinir frá því að 546 hafi særst í árásinni og hafi 501 þeirra nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. CBS greinir frá þessu. Enn er allt á huldu varðandi ástæður þess að Paddock skaut á annað þúsund skota á gesti tónlistarhátíðarinnar Harvest 91 við aðalgötu borgarinnar, The Strip. Búið er að kryfja lík Paddock og virðist ekki sem að hann hafi verið að glíma við einhver veikindi sem kunni að skýra gjörðir hans. Sömuleiðis hefur alríkislögreglan ekki fundið neinar vísbendingar um að einhverjar sérstakar hugmyndafræðilegar ástæður eða þá að hann hafi tilheyrt einhverjum hópi eða samtökum sem kunni að segja til um ástæður árásarinnar.Stephen Paddock svipti sig lífi eftir árásina.Vísir/AFPSkaut vísvitandi á eldsneytistanka Yfirvöld telja fullvíst að Paddock hafi miðað sérstaklega á eldneytistanka á McCarran flugvelli við hlið tónleikastaðarins. Mörg hundruð starfsmanna alríkislögreglunnar FBI hafa að undanförnu rannsakað málið. Ýmsar upplýsingar hafa komið fram um á hvaða tímapunkti Paddock skaut öryggisvörð hótelsins sem talsvert hefur verið fjallað um. Forsvarsmenn MGM Resorts International, sem rekur Mandalay hótelið, hafa ætíð sagt að vörðurinn hafi verið skotinn og tilkynnt um árásina nokkrum sekúndum áður en Paddock hóf skothríðina yfir tónleikagestina frá 32. hæð hótelsins. Lögregla greindi fyrst frá því að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn eftir árásina á tónleikagestina. Því var síðar breytt í að hann hafi verið skotinn sex mínútum fyrir árásina. Nú fullyrðir lögregla hins vegar að útskýringar hótelsins séu réttar. MGM hafði lýst því að starfsmenn hótelsins hafi ekki haft mikinn tíma að bregðast við og að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn að hámarki 40 sekúndum áður en Paddock byrjaði að skjóta út um gluggann. Paddock svipti sig lífi eftir að hafa skotið út um gluggann í um tíu mínútur. Hann hafði safnað að sér á fjórða tug skotvopna og mikið magn skotfæra fyrir árásina. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í sögu Bandaríkjanna. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Nærri hálfum mánuði eftir blóðbaðið í Las Vegas er ástandið mjög alvarlegt hjá hluta þeirra 45 sem enn dvelja á sjúkrahúsi. Lögregla í Las Vegas hefur nú birt nýjar upplýsingar um hvað gerðist þegar öryggisvörður á Mandalay hótelinu var skotinn. 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust þegar hinn 64 ára Stephen Paddock skaut á tónleikagesti út um glugga hótelherbergis síns á Mandalay-hótelinu þann 1. október síðastliðinn. Lögregla í Las Vegas greinir frá því að 546 hafi særst í árásinni og hafi 501 þeirra nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. CBS greinir frá þessu. Enn er allt á huldu varðandi ástæður þess að Paddock skaut á annað þúsund skota á gesti tónlistarhátíðarinnar Harvest 91 við aðalgötu borgarinnar, The Strip. Búið er að kryfja lík Paddock og virðist ekki sem að hann hafi verið að glíma við einhver veikindi sem kunni að skýra gjörðir hans. Sömuleiðis hefur alríkislögreglan ekki fundið neinar vísbendingar um að einhverjar sérstakar hugmyndafræðilegar ástæður eða þá að hann hafi tilheyrt einhverjum hópi eða samtökum sem kunni að segja til um ástæður árásarinnar.Stephen Paddock svipti sig lífi eftir árásina.Vísir/AFPSkaut vísvitandi á eldsneytistanka Yfirvöld telja fullvíst að Paddock hafi miðað sérstaklega á eldneytistanka á McCarran flugvelli við hlið tónleikastaðarins. Mörg hundruð starfsmanna alríkislögreglunnar FBI hafa að undanförnu rannsakað málið. Ýmsar upplýsingar hafa komið fram um á hvaða tímapunkti Paddock skaut öryggisvörð hótelsins sem talsvert hefur verið fjallað um. Forsvarsmenn MGM Resorts International, sem rekur Mandalay hótelið, hafa ætíð sagt að vörðurinn hafi verið skotinn og tilkynnt um árásina nokkrum sekúndum áður en Paddock hóf skothríðina yfir tónleikagestina frá 32. hæð hótelsins. Lögregla greindi fyrst frá því að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn eftir árásina á tónleikagestina. Því var síðar breytt í að hann hafi verið skotinn sex mínútum fyrir árásina. Nú fullyrðir lögregla hins vegar að útskýringar hótelsins séu réttar. MGM hafði lýst því að starfsmenn hótelsins hafi ekki haft mikinn tíma að bregðast við og að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn að hámarki 40 sekúndum áður en Paddock byrjaði að skjóta út um gluggann. Paddock svipti sig lífi eftir að hafa skotið út um gluggann í um tíu mínútur. Hann hafði safnað að sér á fjórða tug skotvopna og mikið magn skotfæra fyrir árásina. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í sögu Bandaríkjanna.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15