Þrír Mosfellsbæir á leið í framkvæmd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2017 13:30 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á fundi um uppbyggingu í Reykjavík í morgun. Alls eru 3.100 íbúðir á byggingarsvæðum í Reykjavík á framkvæmdastigi og samþykkt deiliskipulag liggur fyrir um 4.300 íbúðir til viðbótar. Þetta kom fram á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík sem fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Í uppfærði áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík fyrir haustið 2017 eru taldar til 19.252 íbúðir sem eru allt frá því að vera á framkvæmdastigi og niður í að vera í skoðun á þróunarsvæðum. Flestar íbúðirnar eru litlar og meðalstórar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vonast til þess að íbúðirnar komist sem fyrst á markað. „Hvað byggingariðnaðurinn ræður við á hverju ári mun á endanum ráða hraðanum en ég leyni því ekkert að ég er mjög áfram um að þetta komist sem flest og sem hraðast til framkvæmda," segir Dagur. Hann segir stóru tíðindin vera að hluti íbúða á framkvæmdastigi hefur aukist. „Núna eru þegar 3.100 íbúðir komnar á framkvæmdastig, það eru 4.000 íbúðir sem liggja fyrir í staðfestu skipulagi. Aðrar 3.000 eru í skipulagsferli. Til þess að skilja þessar tölur að þá eru í heildina 1.711 íbúðir á öllu Seltjarnarnesi og undir 4.000 í Mosfellsbæ. Það eru í raun þrír Mosfellsbæir sem eru á leið í framkvæmd á næstu árum," segir Dagur. Hann segir áform félaga sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni vera á mjög stórum skala. „Við stefndum að því að 2.500 til 3.000 slíkar íbúðir kæmust í gang á þremur til fimm árum en núna eru staðfest áform um yfir 4.000 og við erum að stefna að því að þessi áform verði að veruleika eins hratt og nokkur er kostur," segir Dagur. Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, sagði í kosningaspjalli Vísis í vikunni, að Sjálfstæðismenn hefðu tafið uppbyggingu íbúðarhúsnæða í Reykjavík þar sem þeir vildu ekki tala við Dag, sem er borgarstjóri Samfylkingar. Aðspurður um þetta segist Dagur hafa reynt að ræða við ríkið um tilteknar lóðir frá árinu 2013. Samningar hafi þó ekki tekist fyrr en 2017. „Af einhverjum ástæðum var ekkert sem gerðist frá 2013 til 2017. Þá koma nýir ráðherrar og þá náum við samkomulagi fljótt og vel," segir Dagur. Skipulag Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Alls eru 3.100 íbúðir á byggingarsvæðum í Reykjavík á framkvæmdastigi og samþykkt deiliskipulag liggur fyrir um 4.300 íbúðir til viðbótar. Þetta kom fram á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík sem fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Í uppfærði áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík fyrir haustið 2017 eru taldar til 19.252 íbúðir sem eru allt frá því að vera á framkvæmdastigi og niður í að vera í skoðun á þróunarsvæðum. Flestar íbúðirnar eru litlar og meðalstórar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vonast til þess að íbúðirnar komist sem fyrst á markað. „Hvað byggingariðnaðurinn ræður við á hverju ári mun á endanum ráða hraðanum en ég leyni því ekkert að ég er mjög áfram um að þetta komist sem flest og sem hraðast til framkvæmda," segir Dagur. Hann segir stóru tíðindin vera að hluti íbúða á framkvæmdastigi hefur aukist. „Núna eru þegar 3.100 íbúðir komnar á framkvæmdastig, það eru 4.000 íbúðir sem liggja fyrir í staðfestu skipulagi. Aðrar 3.000 eru í skipulagsferli. Til þess að skilja þessar tölur að þá eru í heildina 1.711 íbúðir á öllu Seltjarnarnesi og undir 4.000 í Mosfellsbæ. Það eru í raun þrír Mosfellsbæir sem eru á leið í framkvæmd á næstu árum," segir Dagur. Hann segir áform félaga sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni vera á mjög stórum skala. „Við stefndum að því að 2.500 til 3.000 slíkar íbúðir kæmust í gang á þremur til fimm árum en núna eru staðfest áform um yfir 4.000 og við erum að stefna að því að þessi áform verði að veruleika eins hratt og nokkur er kostur," segir Dagur. Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, sagði í kosningaspjalli Vísis í vikunni, að Sjálfstæðismenn hefðu tafið uppbyggingu íbúðarhúsnæða í Reykjavík þar sem þeir vildu ekki tala við Dag, sem er borgarstjóri Samfylkingar. Aðspurður um þetta segist Dagur hafa reynt að ræða við ríkið um tilteknar lóðir frá árinu 2013. Samningar hafi þó ekki tekist fyrr en 2017. „Af einhverjum ástæðum var ekkert sem gerðist frá 2013 til 2017. Þá koma nýir ráðherrar og þá náum við samkomulagi fljótt og vel," segir Dagur.
Skipulag Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira