Gott að gleyma sér í söng Elín Albertsdóttir skrifar 12. október 2017 14:00 Þórdís Birna Borgarsdóttir, söngkona og námsmaður hefur tvisvar verið þátttakandi í Söngvakeppni sjónvarpsins. MYND/ERNIR Þórdís Birna Borgarsdóttir er Keflvíkingur sem fyrst vakti athygli í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra og síðan aftur á þessu ári þegar hún söng lagið Heim til þín ásamt þáverandi kærasta sínum, Júlí Heiðari. Þórdís Birna stundar nú nám af fullum krafti og segist ekki hafa mikinn tíma fyrir söng. Hún er í meistaranámi í hagnýtri sálfræði. „Ég er alltaf að syngja öðru hverju en námið gengur fyrir eins og er,“ segir hún. Ég ákvað reyndar að skrá mig í Háskólakórinn sem er nýtt söngform fyrir mér þar sem ég hef ekki mikið verið í hópsöng. Það er nauðsynlegt að gleyma sér í söng og næra sálina í leiðinni.“ Þótt nokkuð sé liðið frá Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2016 eru margir sem muna eftir rauðum samfestingi sem Þórdís Birna klæddist í keppninni. Hún pantaði hann á netinu frá bandarískri verslun og lét síðan breyta honum eftir eigin smekk. „Ég fékk ótrúlega góð viðbrögð við þessum klæðnaði enda kom hann vel út á skjánum,“ segir hún. „Í vetur klæddist ég bláum kjól í keppninni sem ég pantaði líka á netinu. Mér leið vel í þessum fötum á sviðinu.“ Hún segist samt ekki vera neitt sérstakt tískufrík. „Meirihlutinn af fötunum mínum eru íþróttaföt frá Nike en þegar ég kaupi mér hversdagsföt byrja ég yfirleitt í Zöru. Ég reyni að klæða mig í föt sem henta vexti mínum og líður best þannig. Annars er fatastíllinn minn mjög látlaus, aðallega til að koma í veg fyrir meiriháttar tískuslys,“ útskýrir Þórdís. „Ég er nokkuð dugleg að endurnýja fataskápinn og reyni að fylgjast eitthvað með en mér þætti best ef einhver myndi bara sjá um þetta fyrir mig.“Þórdís Birna Borgarsdóttir söngkona segist ekki vera tískufrík en hún var flott þegar hún steig á svið í Söngvakeppni Sjónvarpsins.Hún stundar bootcamp af fullum krafti og finnst nauðsynlegt að mæta á æfingar og gleyma erfiðu námi stundarkorn. Þórdís Birna hefur mikinn áhuga á mat og mataræði og velur að borða hollan og næringarríkan mat. „Ég var til dæmis að gerast félagi í nýjum matarklúbbi en við ætlum að hittast reglulega og borða góðan mat. Það er margt spennandi að gerast hjá mér og bráðum kemur jólafrí. Matarklúbburinn stefnir á að fara til Parísar í matarævintýraferð. Ég hef gaman af því að prófa mig áfram með grænmetisrétti, sérstaklega með baunum. Ég borða helst ekki kjöt og vonast til að matarklúbburinn leiði mig áfram í gerð grænmetisrétta. Mér finnst mjög gaman að elda.“ Þórdís Birna aftekur ekki að taka þátt í Söngvakeppinni aftur en henni fannst reynslan af keppninni mjög skemmtileg. Hún og Júlí Heiðar eru mjög góðir vinir og hafa unnið mikið saman. Þórdís á alveg von á að þau geri það áfram þótt þau séu ekki lengur kærustupar.Rauði samfestingurinn vakti mikla athygli.Þórdís lærði upphaflega söng í heimabænum. „Ég tók mikinn þátt í leikritum þegar ég var í grunnskóla,“ segir hún en Verzlunarskólinn varð síðan fyrir valinu þar sem hún tók þátt í þremur nemendauppfærslum. „Ég er ekkert mikið að reyna að koma mér á framfæri í söng þessa dagana enda á sálfræðin hug minn allan. Þetta fag heillaði mig og ég er mjög ánægð með að hafa valið það. Ég stefni á að vinna við sálfræðina í framtíðinni,“ segir Þórdís Birna sem örugglega á eftir að láta að sér kveða bæði í söngnum og sálfræðinni. Eurovision Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Þórdís Birna Borgarsdóttir er Keflvíkingur sem fyrst vakti athygli í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra og síðan aftur á þessu ári þegar hún söng lagið Heim til þín ásamt þáverandi kærasta sínum, Júlí Heiðari. Þórdís Birna stundar nú nám af fullum krafti og segist ekki hafa mikinn tíma fyrir söng. Hún er í meistaranámi í hagnýtri sálfræði. „Ég er alltaf að syngja öðru hverju en námið gengur fyrir eins og er,“ segir hún. Ég ákvað reyndar að skrá mig í Háskólakórinn sem er nýtt söngform fyrir mér þar sem ég hef ekki mikið verið í hópsöng. Það er nauðsynlegt að gleyma sér í söng og næra sálina í leiðinni.“ Þótt nokkuð sé liðið frá Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2016 eru margir sem muna eftir rauðum samfestingi sem Þórdís Birna klæddist í keppninni. Hún pantaði hann á netinu frá bandarískri verslun og lét síðan breyta honum eftir eigin smekk. „Ég fékk ótrúlega góð viðbrögð við þessum klæðnaði enda kom hann vel út á skjánum,“ segir hún. „Í vetur klæddist ég bláum kjól í keppninni sem ég pantaði líka á netinu. Mér leið vel í þessum fötum á sviðinu.“ Hún segist samt ekki vera neitt sérstakt tískufrík. „Meirihlutinn af fötunum mínum eru íþróttaföt frá Nike en þegar ég kaupi mér hversdagsföt byrja ég yfirleitt í Zöru. Ég reyni að klæða mig í föt sem henta vexti mínum og líður best þannig. Annars er fatastíllinn minn mjög látlaus, aðallega til að koma í veg fyrir meiriháttar tískuslys,“ útskýrir Þórdís. „Ég er nokkuð dugleg að endurnýja fataskápinn og reyni að fylgjast eitthvað með en mér þætti best ef einhver myndi bara sjá um þetta fyrir mig.“Þórdís Birna Borgarsdóttir söngkona segist ekki vera tískufrík en hún var flott þegar hún steig á svið í Söngvakeppni Sjónvarpsins.Hún stundar bootcamp af fullum krafti og finnst nauðsynlegt að mæta á æfingar og gleyma erfiðu námi stundarkorn. Þórdís Birna hefur mikinn áhuga á mat og mataræði og velur að borða hollan og næringarríkan mat. „Ég var til dæmis að gerast félagi í nýjum matarklúbbi en við ætlum að hittast reglulega og borða góðan mat. Það er margt spennandi að gerast hjá mér og bráðum kemur jólafrí. Matarklúbburinn stefnir á að fara til Parísar í matarævintýraferð. Ég hef gaman af því að prófa mig áfram með grænmetisrétti, sérstaklega með baunum. Ég borða helst ekki kjöt og vonast til að matarklúbburinn leiði mig áfram í gerð grænmetisrétta. Mér finnst mjög gaman að elda.“ Þórdís Birna aftekur ekki að taka þátt í Söngvakeppinni aftur en henni fannst reynslan af keppninni mjög skemmtileg. Hún og Júlí Heiðar eru mjög góðir vinir og hafa unnið mikið saman. Þórdís á alveg von á að þau geri það áfram þótt þau séu ekki lengur kærustupar.Rauði samfestingurinn vakti mikla athygli.Þórdís lærði upphaflega söng í heimabænum. „Ég tók mikinn þátt í leikritum þegar ég var í grunnskóla,“ segir hún en Verzlunarskólinn varð síðan fyrir valinu þar sem hún tók þátt í þremur nemendauppfærslum. „Ég er ekkert mikið að reyna að koma mér á framfæri í söng þessa dagana enda á sálfræðin hug minn allan. Þetta fag heillaði mig og ég er mjög ánægð með að hafa valið það. Ég stefni á að vinna við sálfræðina í framtíðinni,“ segir Þórdís Birna sem örugglega á eftir að láta að sér kveða bæði í söngnum og sálfræðinni.
Eurovision Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira