Nokkrar vangaveltur um The Last Jedi stikluna Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2017 12:00 Lífið getur haldið áfram. Ný Star Wars stikla hefur litið dagsins ljós og eins og svo oft áður, þá fylgja henni fjölmargar spurningar. Áttunda Star Wars myndin, The Last Jedi, heldur áfram sápuóperunni um Skywalker fjölskylduna og örlög stjörnuþokunnar fjarlægu. Kjörið er að hlaupa yfir stikluna og velta vöngum yfir hvað við eigum í væntingum. Kvikmyndin verður frumsýnd þann 15. desember næstkomandi, en sjá má stikluna að neðan.Góðar stiklur vekja upp fjölmargar spurningar, gefa smá keim af því sem við eigum von á og á sama tíma þurfa þær samt að afvegaleiða okkur svo við vitum ekki of mikið. Við fyrstu sýn virðist þessi stikla gefa ansi mikið upp, en mögulega er það bara stærðarinnar Jedi Mind Trick. Með það í huga þarf ekkert að vera að marka þessar vangaveltur. En. Hér eru þær:Við hvern er Snoke að tala í byrjun stiklunnar? Verður Rey vond? „Þegar ég fann þig, sá ég hráan og ótaminn kraft. Og meira en það, eitthvað sannarlega sérstakt.“ Þar koma þau Kylo Ren og Rey til greina. Á meðan orð Snoke heyrast má sjá Kylo Ren ganga í fylgd stormsveitarmanna og virðist sem hann sé að fara á fund Snoke. Hins vegar er klippt yfir á Rey þegar hann er búinn. Seinna í stiklunni sjáum við Snoke í eigin persónu í fyrsta sinn og hann virðist vera að pynta Rey, þannig að hann gæti líka hafa verið að segja þetta við hana. Á meðan hann virðist vera að pynta hana segir hann henni að „gera það sem henni var ætlað“. Mögulega er það að ganga til liðs við myrku hliðina. Skömmu seinna sjáum við Luke Skywalker sjálfan tala um „hráan styrk“ og að hann sé lafandi hræddur við hann. Þá gengur hann frá Rey. Mögulega hættir hann að þjálfa hana og mér finnst það í raun líklegt. Hann sagðist hafa séð svona krafta áður og að hann hefði ekki verið nægilega hræddur þá. Þar er hann líklegast að vísa til Kylo Ren, sem Snoke sneri til myrku hliðarinnar og notaði til að ganga frá Jedi-skólanum hans Luke og öllum nemendunum. Það er ekki ólíklegt að Luke, sem virðist frekar niðurbrotinn gaur, óttist að endurtaka gömul mistök og vilji ekki þjálfa Rey.Drepur Kylo Ren mömmu sína líka? Framleiðendur myndarinnar fara langleiðina með að láta okkur halda að svo sé. „Let the past die,“ segir Kylo. „Dreptu hana ef þú þarft þess. Það er eina leiðin til að þú getir orðið það sem þú átt að verða.“ Á þeim tíma er hann að fljúga orrustuflaug eins og brjálæðingur og rakleiðis inn í stórt geimskip, sem virðist vera geimskip Leiu. Kylo Ren drap pabba sinn, Han Solo, svo það er ekkert ótrúlegt að hann gæti drepið mömmu sína líka. Hann virðist hins vegar ekki sannfærður um að það sé góð ákvörðun. Við sjáum Kylo Ren einnig rústa grímunni sinni. Hann virðist ekki sáttur við stöðu sína í lífinu og kannski er hann að fara að breyta til.Kylo Ren og Rey? „Ég þarf einhvern sem getur sýnt mér hvar ég á heima,“ (eða eitthvað svoleiðis) segir Rey við Kylo Ren í lok stiklunnar og hann réttir henni hönd sína. Eru þau nú að fara að vinna saman? Mögulega og jafnvel líklega var Kylo Ren ekki að tala við sjálfan sig þegar hann var að segja einhverjum að drepa fortíðina. Það kemur vel til greina að hann hafi verið að tala við Rey sjálfa. Þetta gæti mögulega gerst eftir að þau hitta Snoke. Ganga þau frá Snoke í sameiningu? Það væri áhugavert að Rey og Kylo Ren taki yfir stjórn Fyrstu reglunnar og þau verði vondu karlarnir í níundu myndinni. Það væri jafnvel mjög áhugavert en er frekar ólíklegt í mínum huga. Spádómurinn um að Anakin Skywalker, aka Darth Vader, kæmi jafnvægi á Máttinn hefur enn ekki ræst og ætli það sé ekki verkefni þeirra Ren og Rey núna. (Uppfært: Sama hvað George Lucas segir, þá er ég ekki sammála því að spádómurinn hafi ræst þegar Anakin drap keisarann. Það myndaði ekkert jafnvægi í Mættinum við það)Er Finn orðinn vondur aftur? Við sjáum Finn bregða fyrir í stiklunni og er hann klæddur í búning Fyrstu reglunnar. Í Force Awakens gekk Finn frá reglunni og gekk til liðs við uppreisnina. Hefur honum snúist hugur? Svarið við því er að öllum líkindum stórt NEI, því skömmu seinna sjáum við Finn slást við Captain Phasma. Mér finnst líklegast að Finn sé í dulargervi. Það er greinilegt að einhver stærðarinnar orrusta mun eiga sér stað í myndinni.Hvaða kvikindi er þetta? Það boðar aldrei gott að sjá einhver krúttleg og aulaleg kvikindi í Star Wars. Því fylgja alltaf áhyggjur varðandi það að þar sé nýr Jar Jar Binks á ferð eða jafnvel nýir Ewokar. Við viljum það ekki.Er verið að slá ryki í augun á okkur? Framleiðendur myndarinnar virðast hafa lagt mikið á sig til að láta okkur sjá að það sé allt að fara til fjandans. Rey virðist ætla að verða vond. Luke er niðurbrotinn og kannski ónýtur. Finn er orðinn vondur. Leia að deyja og koll af kolli. Það er einn galli á þessu. Því meira sem ég hef horft á þessa stiklu, því meira er ég sannfærður um að það sé lítið að marka hana varðandi sögu myndarinnar. Þannig að, til hamingju, þú varst að eyða tíma í að lesa grein um ekki neitt. Það er samt alltaf gaman að spá og spekúlera.Báðar stiklur Last Jedi í sama myndbandi Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Lífið getur haldið áfram. Ný Star Wars stikla hefur litið dagsins ljós og eins og svo oft áður, þá fylgja henni fjölmargar spurningar. Áttunda Star Wars myndin, The Last Jedi, heldur áfram sápuóperunni um Skywalker fjölskylduna og örlög stjörnuþokunnar fjarlægu. Kjörið er að hlaupa yfir stikluna og velta vöngum yfir hvað við eigum í væntingum. Kvikmyndin verður frumsýnd þann 15. desember næstkomandi, en sjá má stikluna að neðan.Góðar stiklur vekja upp fjölmargar spurningar, gefa smá keim af því sem við eigum von á og á sama tíma þurfa þær samt að afvegaleiða okkur svo við vitum ekki of mikið. Við fyrstu sýn virðist þessi stikla gefa ansi mikið upp, en mögulega er það bara stærðarinnar Jedi Mind Trick. Með það í huga þarf ekkert að vera að marka þessar vangaveltur. En. Hér eru þær:Við hvern er Snoke að tala í byrjun stiklunnar? Verður Rey vond? „Þegar ég fann þig, sá ég hráan og ótaminn kraft. Og meira en það, eitthvað sannarlega sérstakt.“ Þar koma þau Kylo Ren og Rey til greina. Á meðan orð Snoke heyrast má sjá Kylo Ren ganga í fylgd stormsveitarmanna og virðist sem hann sé að fara á fund Snoke. Hins vegar er klippt yfir á Rey þegar hann er búinn. Seinna í stiklunni sjáum við Snoke í eigin persónu í fyrsta sinn og hann virðist vera að pynta Rey, þannig að hann gæti líka hafa verið að segja þetta við hana. Á meðan hann virðist vera að pynta hana segir hann henni að „gera það sem henni var ætlað“. Mögulega er það að ganga til liðs við myrku hliðina. Skömmu seinna sjáum við Luke Skywalker sjálfan tala um „hráan styrk“ og að hann sé lafandi hræddur við hann. Þá gengur hann frá Rey. Mögulega hættir hann að þjálfa hana og mér finnst það í raun líklegt. Hann sagðist hafa séð svona krafta áður og að hann hefði ekki verið nægilega hræddur þá. Þar er hann líklegast að vísa til Kylo Ren, sem Snoke sneri til myrku hliðarinnar og notaði til að ganga frá Jedi-skólanum hans Luke og öllum nemendunum. Það er ekki ólíklegt að Luke, sem virðist frekar niðurbrotinn gaur, óttist að endurtaka gömul mistök og vilji ekki þjálfa Rey.Drepur Kylo Ren mömmu sína líka? Framleiðendur myndarinnar fara langleiðina með að láta okkur halda að svo sé. „Let the past die,“ segir Kylo. „Dreptu hana ef þú þarft þess. Það er eina leiðin til að þú getir orðið það sem þú átt að verða.“ Á þeim tíma er hann að fljúga orrustuflaug eins og brjálæðingur og rakleiðis inn í stórt geimskip, sem virðist vera geimskip Leiu. Kylo Ren drap pabba sinn, Han Solo, svo það er ekkert ótrúlegt að hann gæti drepið mömmu sína líka. Hann virðist hins vegar ekki sannfærður um að það sé góð ákvörðun. Við sjáum Kylo Ren einnig rústa grímunni sinni. Hann virðist ekki sáttur við stöðu sína í lífinu og kannski er hann að fara að breyta til.Kylo Ren og Rey? „Ég þarf einhvern sem getur sýnt mér hvar ég á heima,“ (eða eitthvað svoleiðis) segir Rey við Kylo Ren í lok stiklunnar og hann réttir henni hönd sína. Eru þau nú að fara að vinna saman? Mögulega og jafnvel líklega var Kylo Ren ekki að tala við sjálfan sig þegar hann var að segja einhverjum að drepa fortíðina. Það kemur vel til greina að hann hafi verið að tala við Rey sjálfa. Þetta gæti mögulega gerst eftir að þau hitta Snoke. Ganga þau frá Snoke í sameiningu? Það væri áhugavert að Rey og Kylo Ren taki yfir stjórn Fyrstu reglunnar og þau verði vondu karlarnir í níundu myndinni. Það væri jafnvel mjög áhugavert en er frekar ólíklegt í mínum huga. Spádómurinn um að Anakin Skywalker, aka Darth Vader, kæmi jafnvægi á Máttinn hefur enn ekki ræst og ætli það sé ekki verkefni þeirra Ren og Rey núna. (Uppfært: Sama hvað George Lucas segir, þá er ég ekki sammála því að spádómurinn hafi ræst þegar Anakin drap keisarann. Það myndaði ekkert jafnvægi í Mættinum við það)Er Finn orðinn vondur aftur? Við sjáum Finn bregða fyrir í stiklunni og er hann klæddur í búning Fyrstu reglunnar. Í Force Awakens gekk Finn frá reglunni og gekk til liðs við uppreisnina. Hefur honum snúist hugur? Svarið við því er að öllum líkindum stórt NEI, því skömmu seinna sjáum við Finn slást við Captain Phasma. Mér finnst líklegast að Finn sé í dulargervi. Það er greinilegt að einhver stærðarinnar orrusta mun eiga sér stað í myndinni.Hvaða kvikindi er þetta? Það boðar aldrei gott að sjá einhver krúttleg og aulaleg kvikindi í Star Wars. Því fylgja alltaf áhyggjur varðandi það að þar sé nýr Jar Jar Binks á ferð eða jafnvel nýir Ewokar. Við viljum það ekki.Er verið að slá ryki í augun á okkur? Framleiðendur myndarinnar virðast hafa lagt mikið á sig til að láta okkur sjá að það sé allt að fara til fjandans. Rey virðist ætla að verða vond. Luke er niðurbrotinn og kannski ónýtur. Finn er orðinn vondur. Leia að deyja og koll af kolli. Það er einn galli á þessu. Því meira sem ég hef horft á þessa stiklu, því meira er ég sannfærður um að það sé lítið að marka hana varðandi sögu myndarinnar. Þannig að, til hamingju, þú varst að eyða tíma í að lesa grein um ekki neitt. Það er samt alltaf gaman að spá og spekúlera.Báðar stiklur Last Jedi í sama myndbandi
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira