Oftast samtal við almættið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2017 10:45 Aðalsteinn Ásberg segir hafa verið af miklu að taka þegar efnisskráin var valin. "Þetta verður úrval, en gott úrval.“ Vísir/Ernir Sálmarnir mínir eru leikmannsþankar um lífið og tilveruna, ortir út frá tilfinningum og persónulegri reynslu. Oftast samtal við almættið,“ segir skáldið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Tilefnið er tónleikarnir Sálmar á nýrri öld sem verða í Hallgrímskirkju á föstudag og hefjast klukkan 20. Þar er um að ræða sálma sem Aðalsteinn Ásberg hefur ort og Sigurður Flosason samið tónlist við. Lögin eru útsett fyrir fjögurra radda kór og sungin af Scola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Dagskráin er hluti Lúthersdaga sem standa yfir í kirkjunni 26. til 31. október, í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar, og líka flutt til heiðurs Hallgrími Péturssyni á afmælisdegi hans.Sálmar Aðalsteins og Sigurðar hafa sumir þegar öðlast vinsældir enda gaf Skálholtsútgáfan þá út árið 2010 í heftinu Sálmar á nýrri öld. „Ég hef fengið góð viðbrögð frá almenningi og margir kórar hafa nýtt sér efnið. Stundum þegar ég kveiki á útvarpsmessunni á sunnudögum heyri ég sálm sem ég kannast við að hafa átt þátt í að búa til,“ segir Aðalsteinn Ásberg sem ekki kveðst setja sig í sérstakar stellingar þegar hann yrkir sálma. „Þeir eru bara hluti af mínum yrkingum. Siggi Flosa, félagi minn, á auðvitað heiðurinn af tónlistinni. Allt byrjaði með einu jólaljóði og svo hefur þetta undið upp á sig eftir því sem tíminn líður.“ Höfundarnir völdu lög fyrir tónleikana með Herði söngstjóra og ætla að koma þar fram. „Ég ætla aðeins að segja frá og lesa upp og Siggi útskýrir sinn þátt. Þannig verða tónleikarnir aðeins brotnir upp. Scola cantorum er frábær kór og það er spennandi að heyra verk sín í flutningi hans.“ Enn hefur Aðalsteinn Ásberg ekki komist í hefðbundnu sálmabókina en kveðst eiga talsvert marga í nýrri tilraunaútgáfu sem kemur út endurbætt á næsta ári. „Þegar maður skoðar sálmasöguna sést að langflest sálmaskáld eru prestar og guðfræðingar. Sýn mín er því dálítið önnur en ég á mína trú.“ Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sálmarnir mínir eru leikmannsþankar um lífið og tilveruna, ortir út frá tilfinningum og persónulegri reynslu. Oftast samtal við almættið,“ segir skáldið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Tilefnið er tónleikarnir Sálmar á nýrri öld sem verða í Hallgrímskirkju á föstudag og hefjast klukkan 20. Þar er um að ræða sálma sem Aðalsteinn Ásberg hefur ort og Sigurður Flosason samið tónlist við. Lögin eru útsett fyrir fjögurra radda kór og sungin af Scola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Dagskráin er hluti Lúthersdaga sem standa yfir í kirkjunni 26. til 31. október, í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar, og líka flutt til heiðurs Hallgrími Péturssyni á afmælisdegi hans.Sálmar Aðalsteins og Sigurðar hafa sumir þegar öðlast vinsældir enda gaf Skálholtsútgáfan þá út árið 2010 í heftinu Sálmar á nýrri öld. „Ég hef fengið góð viðbrögð frá almenningi og margir kórar hafa nýtt sér efnið. Stundum þegar ég kveiki á útvarpsmessunni á sunnudögum heyri ég sálm sem ég kannast við að hafa átt þátt í að búa til,“ segir Aðalsteinn Ásberg sem ekki kveðst setja sig í sérstakar stellingar þegar hann yrkir sálma. „Þeir eru bara hluti af mínum yrkingum. Siggi Flosa, félagi minn, á auðvitað heiðurinn af tónlistinni. Allt byrjaði með einu jólaljóði og svo hefur þetta undið upp á sig eftir því sem tíminn líður.“ Höfundarnir völdu lög fyrir tónleikana með Herði söngstjóra og ætla að koma þar fram. „Ég ætla aðeins að segja frá og lesa upp og Siggi útskýrir sinn þátt. Þannig verða tónleikarnir aðeins brotnir upp. Scola cantorum er frábær kór og það er spennandi að heyra verk sín í flutningi hans.“ Enn hefur Aðalsteinn Ásberg ekki komist í hefðbundnu sálmabókina en kveðst eiga talsvert marga í nýrri tilraunaútgáfu sem kemur út endurbætt á næsta ári. „Þegar maður skoðar sálmasöguna sést að langflest sálmaskáld eru prestar og guðfræðingar. Sýn mín er því dálítið önnur en ég á mína trú.“
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira