Nýjar forsendur hjá peningastefnunefnd Seðlabankans? Stefán Helgi Jónsson og Skúli Hrafn Harðarson skrifar 25. október 2017 07:00 Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,25% á fundi sínum þann 4. október síðastliðinn. Óhætt er að segja að ákvörðun bankans hafi komið markaðsaðilum verulega óvart. Allir greiningaraðilar á markaði spáðu óbreyttum stýrivöxtum fyrir fundinn þar sem rök þeirra voru meðal annars að raunvextir hefðu lækkað á milli funda sem og að ríkisstjórnarslitin hefðu aukið óvissu um aðhald ríkisfjármála á næstunni. Að okkar mati eru þónokkur tíðindi í fundargerð Seðlabankans sem birt var þann 18. október síðastliðinn og ber þar helst að nefna nýtt mat peningastefnunefndar á þeim raunvöxtum sem þarf til að halda verðbólgu við markmið. Fram kemur í fundargerðinni að hagvöxtur verði áfram töluvert mikill en aðlögun að sjálfbærum hagvexti virðist að mati nefndarinnar vera hraðari en áður var talið. Þetta stöðumat nefndarinnar er áhugvert í ljósi síðustu vaxtalækkunar. Hér er með öðrum orðum verið að segja að spennan verði áfram mikil en muni lækka eitthvað á næstu misserum í átt að jafnvægi. Hagkerfið er því að keyra umfram framleiðslugetu sem þýðir að öðru óbreyttu að raunvextir ættu að vera hærri samanborið við hagkerfi í jafnvægi. Mikið hefur verið rætt og ritað um jafnvægisraunvexti á Íslandi. Seðlabankinn er með 3% jafnvægisraunvexti í sinni efnahagspá en ljóst má vera á aðgerðum peningastefnunefndar að hún er ekki á sama máli. Fyrir vaxtalækkunina í október voru raunvextir bankans miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar 2,1% og höfðu lækkað frá því í ágúst þegar þeir voru 2,3%. Í júní voru samsvarandi vextir 2,7% og hafa því lækkað um tæplega 1% á nokkrum mánuðum.En hvað hefur breyst á þessum nokkrum mánuðum? Tölur Hagstofunnar um hagvöxt á fyrri hluta ársins voru birtar í september. Niðurstaðan var 4,3% vöxtur en Seðlabankinn hafði spáð í ágúst að hagvöxtur yrði 5,6% á fyrri hluta ársins. Munar þar mestu um framlag utanríkisviðskipta en þjóðarútgjöld voru í góðu samræmi við spána eða 5,2% í stað 5,4%. Spennan í hagkerfinu er því enn mikil og vel umfram framleiðslugetu hagkerfisins til lengri tíma litið. Peningastefnunefnd er þó á sama tíma að lækka raunvexti niður fyrir 2% og í því felast mikil tíðindi. Álykta mætti út frá síðustu vaxtalækkun að jafnvægisraunvextir séu nær 1% að teknu tilliti til framleiðsluspennunnar í hagkerfinu. Það verður því mjög fróðlegt að sjá næstu spá Seðlabankans varðandi hagvöxt og mat hans á framleiðsluspennu sem birt verður samfara næstu vaxtaákvörðun þann 15. nóvember næstkomandi. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Hrafn Harðarson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,25% á fundi sínum þann 4. október síðastliðinn. Óhætt er að segja að ákvörðun bankans hafi komið markaðsaðilum verulega óvart. Allir greiningaraðilar á markaði spáðu óbreyttum stýrivöxtum fyrir fundinn þar sem rök þeirra voru meðal annars að raunvextir hefðu lækkað á milli funda sem og að ríkisstjórnarslitin hefðu aukið óvissu um aðhald ríkisfjármála á næstunni. Að okkar mati eru þónokkur tíðindi í fundargerð Seðlabankans sem birt var þann 18. október síðastliðinn og ber þar helst að nefna nýtt mat peningastefnunefndar á þeim raunvöxtum sem þarf til að halda verðbólgu við markmið. Fram kemur í fundargerðinni að hagvöxtur verði áfram töluvert mikill en aðlögun að sjálfbærum hagvexti virðist að mati nefndarinnar vera hraðari en áður var talið. Þetta stöðumat nefndarinnar er áhugvert í ljósi síðustu vaxtalækkunar. Hér er með öðrum orðum verið að segja að spennan verði áfram mikil en muni lækka eitthvað á næstu misserum í átt að jafnvægi. Hagkerfið er því að keyra umfram framleiðslugetu sem þýðir að öðru óbreyttu að raunvextir ættu að vera hærri samanborið við hagkerfi í jafnvægi. Mikið hefur verið rætt og ritað um jafnvægisraunvexti á Íslandi. Seðlabankinn er með 3% jafnvægisraunvexti í sinni efnahagspá en ljóst má vera á aðgerðum peningastefnunefndar að hún er ekki á sama máli. Fyrir vaxtalækkunina í október voru raunvextir bankans miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar 2,1% og höfðu lækkað frá því í ágúst þegar þeir voru 2,3%. Í júní voru samsvarandi vextir 2,7% og hafa því lækkað um tæplega 1% á nokkrum mánuðum.En hvað hefur breyst á þessum nokkrum mánuðum? Tölur Hagstofunnar um hagvöxt á fyrri hluta ársins voru birtar í september. Niðurstaðan var 4,3% vöxtur en Seðlabankinn hafði spáð í ágúst að hagvöxtur yrði 5,6% á fyrri hluta ársins. Munar þar mestu um framlag utanríkisviðskipta en þjóðarútgjöld voru í góðu samræmi við spána eða 5,2% í stað 5,4%. Spennan í hagkerfinu er því enn mikil og vel umfram framleiðslugetu hagkerfisins til lengri tíma litið. Peningastefnunefnd er þó á sama tíma að lækka raunvexti niður fyrir 2% og í því felast mikil tíðindi. Álykta mætti út frá síðustu vaxtalækkun að jafnvægisraunvextir séu nær 1% að teknu tilliti til framleiðsluspennunnar í hagkerfinu. Það verður því mjög fróðlegt að sjá næstu spá Seðlabankans varðandi hagvöxt og mat hans á framleiðsluspennu sem birt verður samfara næstu vaxtaákvörðun þann 15. nóvember næstkomandi. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun