Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2017 08:53 Mennirnir unnu hjá fyrirtækinu sem þeir stálu frá. VÍSIR/VILHELM Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna sem báðir voru starfsmenn hjá fyrirtækinu hafa viðurkennt þjófnaðinn og hinn þriðji viðurkenndi að hafa aðstoðað við að koma þýfinu í verð. „Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins, annar um fjögurra til fimm ára skeið en hinn nokkru skemur. Þá höfðu þeir rofið innsigli á vögnum sem innihéldu tollfrjálsan varning sem fara átti um borð í flugvélar og látið greipar sópa. Húsleitir voru gerðar heima hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra. Hjá öðrum hinna fyrrnefndu fundust átján sígarettukarton o.fl. og 168 kíló af nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þá segir jafnframt að þegar lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu, í tengslum við rannsóknina, kom í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn - „því til þeirra sást bera úr kjöt út úr frystigeymslunni í kassavís. Annar þeirra hafði nýlokið við að stela 30 kössum af kjöti þegar lögreglan handtók hann, Hinn kvaðst hafa selt hluta af þýfinu á 2000 – 2500 krónur kílóið.“ Ekki er vitað hversu miklu kjöti mennirnir stálu á þeim tíma sem athæfi þeirra stóð yfir en ljóst er að um „gríðarlega mikið magn er að ræða.“ Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna sem báðir voru starfsmenn hjá fyrirtækinu hafa viðurkennt þjófnaðinn og hinn þriðji viðurkenndi að hafa aðstoðað við að koma þýfinu í verð. „Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins, annar um fjögurra til fimm ára skeið en hinn nokkru skemur. Þá höfðu þeir rofið innsigli á vögnum sem innihéldu tollfrjálsan varning sem fara átti um borð í flugvélar og látið greipar sópa. Húsleitir voru gerðar heima hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra. Hjá öðrum hinna fyrrnefndu fundust átján sígarettukarton o.fl. og 168 kíló af nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þá segir jafnframt að þegar lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu, í tengslum við rannsóknina, kom í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn - „því til þeirra sást bera úr kjöt út úr frystigeymslunni í kassavís. Annar þeirra hafði nýlokið við að stela 30 kössum af kjöti þegar lögreglan handtók hann, Hinn kvaðst hafa selt hluta af þýfinu á 2000 – 2500 krónur kílóið.“ Ekki er vitað hversu miklu kjöti mennirnir stálu á þeim tíma sem athæfi þeirra stóð yfir en ljóst er að um „gríðarlega mikið magn er að ræða.“
Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira