Fullkomin kaka fyrir sunnudagsbaksturinn Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2017 14:00 Eva kann þetta. Stjörnukokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir kann sitthvað fyrir sér í eldhúsinu og sýnir hún fylgjendum sínum hvernig eigi að matreiða ómótstæðilega döðluköku með karamellu á bloggsíðu sinni. Hér að neðan má kynna sér málið en kakan er algjörlega fullkomin á þessum haustsunnudegi. Döðlukaka með karamellusósu 5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 210 g döðlur 1 tsk matarsódi 1/2 tsk kanill 1/2 salt 1/2 vanillu extract, eða dropar 1 1/2 tsk lyftiduft Aðferð: Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga kökuform. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir, þegar vatnið nær suðu takið pottinn af hitanum og látið hann standa í 3 – 4 mínútur. Blandið matarsóda við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að standa í svolitla stund eða þar til blandan kólnar, hún má ekki far heit saman við smjörið (trúið mér – ég hef brennt mig á þeim mistökum nokkrum sinnum) Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið einu og einu eggi saman við og þeytið í mínútu á milli. Setjið þurrefninsaman við ásamt vanillu. Þeytið í smá stund og bætið síðan döðlumaukinu saman við í þremur skömmtum. Hellið deiginu í smurt form og bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur.Heimsins besta karamellusósa 120 g smjör 1 1/2 dl rjómi 120 g púðursykur Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til þið hafið náð ágætri þykkt á karamellunni. Berið kökuna fram með rjóma eða ís Eftirréttir Eva Laufey Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól
Stjörnukokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir kann sitthvað fyrir sér í eldhúsinu og sýnir hún fylgjendum sínum hvernig eigi að matreiða ómótstæðilega döðluköku með karamellu á bloggsíðu sinni. Hér að neðan má kynna sér málið en kakan er algjörlega fullkomin á þessum haustsunnudegi. Döðlukaka með karamellusósu 5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 210 g döðlur 1 tsk matarsódi 1/2 tsk kanill 1/2 salt 1/2 vanillu extract, eða dropar 1 1/2 tsk lyftiduft Aðferð: Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga kökuform. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir, þegar vatnið nær suðu takið pottinn af hitanum og látið hann standa í 3 – 4 mínútur. Blandið matarsóda við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að standa í svolitla stund eða þar til blandan kólnar, hún má ekki far heit saman við smjörið (trúið mér – ég hef brennt mig á þeim mistökum nokkrum sinnum) Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið einu og einu eggi saman við og þeytið í mínútu á milli. Setjið þurrefninsaman við ásamt vanillu. Þeytið í smá stund og bætið síðan döðlumaukinu saman við í þremur skömmtum. Hellið deiginu í smurt form og bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur.Heimsins besta karamellusósa 120 g smjör 1 1/2 dl rjómi 120 g púðursykur Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til þið hafið náð ágætri þykkt á karamellunni. Berið kökuna fram með rjóma eða ís
Eftirréttir Eva Laufey Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól