Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. október 2017 22:22 Darren Till smellhittir. Vísir/Getty Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni. Donald Cerrone var fyrir bardagann í 6. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og almennt talinn með þeim betri í þyngdarflokknum. Darren Till var að sama skapi ekki einu sinni á topp 15 á styrkleikalistanum fyrir bardagann og var talið að hann ætti erfitt verk fyrir höndum í kvöld. Raunin reyndist vera önnur enda átti Darren Till ekki í miklum erfiðleikum með Donald ‘Cowboy’ Cerrone í aðalbardaga kvöldsins. Kúrekinn er þekktur fyrir að vera lengi í gang og það nýtti Till sér með því að byrja strax á að pressa. Till var fljótur að finna glufur á vörn Cerrone og kom nokkrum höggum inn. Till kýldi Cerrone niður og kláraði hann svo með höggum í gólfinu þegar tæp mínúta var eftir af fyrstu lotunni. Stórkostleg frammistaða hjá Till sem var tiltölulega óþekktur fyrir bardagann. Donald Cerrone hefur nú tapað þremur bardögum í röð og þar af tvisvar eftir rothögg. Hinn 34 ára Cerrone er búinn að vera lengi að og spurning hvort dagar hans á toppnum séu taldir. UFC bardagakvöldið í Póllandi gekk nokkuð vel hjá heimamönnum en hin pólska Karolina Kowalkiewicz komst aftur á sigurbraut með sigri á Jodie Esquibel eftir tvö töp í röð. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni. Donald Cerrone var fyrir bardagann í 6. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og almennt talinn með þeim betri í þyngdarflokknum. Darren Till var að sama skapi ekki einu sinni á topp 15 á styrkleikalistanum fyrir bardagann og var talið að hann ætti erfitt verk fyrir höndum í kvöld. Raunin reyndist vera önnur enda átti Darren Till ekki í miklum erfiðleikum með Donald ‘Cowboy’ Cerrone í aðalbardaga kvöldsins. Kúrekinn er þekktur fyrir að vera lengi í gang og það nýtti Till sér með því að byrja strax á að pressa. Till var fljótur að finna glufur á vörn Cerrone og kom nokkrum höggum inn. Till kýldi Cerrone niður og kláraði hann svo með höggum í gólfinu þegar tæp mínúta var eftir af fyrstu lotunni. Stórkostleg frammistaða hjá Till sem var tiltölulega óþekktur fyrir bardagann. Donald Cerrone hefur nú tapað þremur bardögum í röð og þar af tvisvar eftir rothögg. Hinn 34 ára Cerrone er búinn að vera lengi að og spurning hvort dagar hans á toppnum séu taldir. UFC bardagakvöldið í Póllandi gekk nokkuð vel hjá heimamönnum en hin pólska Karolina Kowalkiewicz komst aftur á sigurbraut með sigri á Jodie Esquibel eftir tvö töp í röð. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30