Leikur á einstakt hljóðfæri í eigin verki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2017 10:15 Áskell með darabuka bikartrommu. Hann er búinn að þróa ákveðna tækni á slík hljóðfæri alveg frá barnæsku. Vísir/Eyþór Árnason Darabuka er bikartromma og langþekktust hljóðfæra af þeirri tegund,“ svarar Áskell Másson, tónskáld og slagverksmaður, aðspurður. „Bikartrommur eru ættaðar frá Tyrklandi og Austurlöndum nær og þær hafa gífurlega mikla möguleika. Ég er búinn að æfa mig og þróa ákveðna tækni á þær alveg frá barnæsku og á nokkrar, ólíkar að gerð.“ Þótt Áskell hafi einbeitt sér að tónsmíðum undanfarna áratugi ætlar hann að spila einleik á darabuka í eigin verki sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frumflytur á morgun í Hofi. Það er konsertinn Capriccio. Petri Sakari stjórnar. Áskell kveðst hafa samið konsertinn til að kynna hljóðfærið og möguleika þess. „Frekar en útbúa kennslubók um darabuka ákvað ég að skrifa konsertinn og festa hann eins vel og hægt væri bæði á hljóðrás og myndrás.“ Áskell er þekktur hér á landi og á alþjóðavísu á sviði tónsmíða og slagverkstónlistar. Hann hlakkar til stundarinnar í Hofi á morgun. „Petri Sakari hefur stjórnað mörgum af mínum verkum með sinfóníuhljómsveitum víða um heim og þekkir mig og mína músík vel en ég hef aldrei spilað undir hans stjórn,“ segir hann og nefnir að auk bikartrommunnar verði leikið á önnur einstök hljóðfæri í konsertinum hans. Til dæmis trommu sem nefnist tam og kemur líka frá Mið-Austurlöndum. „Hún er eins og stór tambúrína en ekki með neinar bjöllur sem hristast heldur heil og stór. Svo er alveg nýtt hljóðfæri sem heitir aluphone, því nóturnar eru úr áli og líta út eins og lítil kramarhús. Hljómsveitin þurfti að leigja það frá Danmörku og úr því kemur alveg nýr hljómur til Íslands. Það er spennandi,“ segir Áskell. Tónleikarnir í Hofi bera yfirskriftina Finlandia og Frón. Þeir eru haldnir í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því Finnar fengu sjálfstæði og 60 ár eru frá andláti tónskáldsins Sibeliusar. Auk Capriccio verður flutt annað verk eftir Áskel fyrir hlé, Frón, það er byggt á íslenskum þjóðlögum. Eftir hlé verða tvö verk eftir Sibelius, Sinfónía nr. 7 og Finlandia. Tónleikarnir verða hápunktur finnsku menningarveislunnar í Hofi sem staðið hefur frá 16. október og áður en þeir hefjast ávarpar finnski sendiherrann, Valtteri Hirvonen, gesti. Ekki kveðst Áskell tengjast Finnlandi að öðru leyti en því að verkin hans hafi verið flutt þar og hann hafi unnið með mörgum af þekktustu hljómsveitarstjórum Finna, þeirra á meðal Esa Pekka Salonen, Leif Segerstam, Osmo Vänskä, Petri Sakari og Susanna Mekki. Hann kveðst oft hafa verið viðstaddur flutning verka sinna erlendis áður fyrr, en sjaldnar í seinni tíð nema um sinfónískt verk eða frumflutning sé að ræða. Menning Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Darabuka er bikartromma og langþekktust hljóðfæra af þeirri tegund,“ svarar Áskell Másson, tónskáld og slagverksmaður, aðspurður. „Bikartrommur eru ættaðar frá Tyrklandi og Austurlöndum nær og þær hafa gífurlega mikla möguleika. Ég er búinn að æfa mig og þróa ákveðna tækni á þær alveg frá barnæsku og á nokkrar, ólíkar að gerð.“ Þótt Áskell hafi einbeitt sér að tónsmíðum undanfarna áratugi ætlar hann að spila einleik á darabuka í eigin verki sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frumflytur á morgun í Hofi. Það er konsertinn Capriccio. Petri Sakari stjórnar. Áskell kveðst hafa samið konsertinn til að kynna hljóðfærið og möguleika þess. „Frekar en útbúa kennslubók um darabuka ákvað ég að skrifa konsertinn og festa hann eins vel og hægt væri bæði á hljóðrás og myndrás.“ Áskell er þekktur hér á landi og á alþjóðavísu á sviði tónsmíða og slagverkstónlistar. Hann hlakkar til stundarinnar í Hofi á morgun. „Petri Sakari hefur stjórnað mörgum af mínum verkum með sinfóníuhljómsveitum víða um heim og þekkir mig og mína músík vel en ég hef aldrei spilað undir hans stjórn,“ segir hann og nefnir að auk bikartrommunnar verði leikið á önnur einstök hljóðfæri í konsertinum hans. Til dæmis trommu sem nefnist tam og kemur líka frá Mið-Austurlöndum. „Hún er eins og stór tambúrína en ekki með neinar bjöllur sem hristast heldur heil og stór. Svo er alveg nýtt hljóðfæri sem heitir aluphone, því nóturnar eru úr áli og líta út eins og lítil kramarhús. Hljómsveitin þurfti að leigja það frá Danmörku og úr því kemur alveg nýr hljómur til Íslands. Það er spennandi,“ segir Áskell. Tónleikarnir í Hofi bera yfirskriftina Finlandia og Frón. Þeir eru haldnir í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því Finnar fengu sjálfstæði og 60 ár eru frá andláti tónskáldsins Sibeliusar. Auk Capriccio verður flutt annað verk eftir Áskel fyrir hlé, Frón, það er byggt á íslenskum þjóðlögum. Eftir hlé verða tvö verk eftir Sibelius, Sinfónía nr. 7 og Finlandia. Tónleikarnir verða hápunktur finnsku menningarveislunnar í Hofi sem staðið hefur frá 16. október og áður en þeir hefjast ávarpar finnski sendiherrann, Valtteri Hirvonen, gesti. Ekki kveðst Áskell tengjast Finnlandi að öðru leyti en því að verkin hans hafi verið flutt þar og hann hafi unnið með mörgum af þekktustu hljómsveitarstjórum Finna, þeirra á meðal Esa Pekka Salonen, Leif Segerstam, Osmo Vänskä, Petri Sakari og Susanna Mekki. Hann kveðst oft hafa verið viðstaddur flutning verka sinna erlendis áður fyrr, en sjaldnar í seinni tíð nema um sinfónískt verk eða frumflutning sé að ræða.
Menning Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira